Erum við þreytt, orkulaus, með sælgætisþörf, döpur og einmana á veturna?
Öll velkomin í Sálfræðispjallið þar sem Yvonne Höller prófessor við Sálfræðideild mun fjalla um árstíðabundið þunglyndi á Íslandi.
Sálfræðispjallið fer fram í Háskólanum á Akureyri í stofu M101 og er opið öllum!
Einnig verður streymt frá Sálfræðispjallinu hér.
Þó að klínísk greining sé sjaldgæf, þá finnur fjöldi fólks fyrir áhrifum breytinga í árstíðum og líður verr á veturna heldur en á sumrin. Árstíðabundin einkenni eru meðal annars svefnvandamál, orkuleysi, meiri löngun í sætindi, minni áhugi á félagslífi og almennt dapurlegt skap. Í þessum fyrirlestri mun ég segja ykkur frá niðurstöðum úr ˜ 5 ára rannsókn okkar á árstíðabundnum sveiflum í líðan á Íslandi: Hversu algengt er vandamálið, hverjir eru viðkvæmastir og getum við gert eitthvað í því?
Yvonne Höller er sérfræðingur í mælingum á heilastarfsemi í heilasjúkdómum. Eftir að hún útskrifaðist með doktorsgráðu í sálfræði í Austurríki og meistaragráðu í tölvunarfræði starfaði hún við klínískar rannsóknir í taugalækningum í 10 ár. Hún var ráðin til starfa í Háskólanum á Akureyri árið 2018 og hún hefur starfað sem prófessor við háskólann síðan 2020. Yvonne stýrir nokkrum alþjóðalegum verkefnum sem eru nær eingöngu fjármögnuð af Evrópusambandinu og Rannís.
Öll velkomin!