11. mars 2026 kl. 11:00-13:00
Kynntu þér allt háskólanám á Íslandi á einum stað!

Háskóladagurinn verður haldinn á Akureyri 11. mars!

Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér allt grunnháskólanám sem í boði er á landinu á einum stað. 

Stúdentar, kennarar, náms- og starfsráðgjafar og starfsfólk allra háskóla landsins verða tilbúnir til að spjalla við gesti dagsins. Hvetjum áhugasöm til þess að kíkja í HA þennan dag og nýta tækifærið til þess að spyrja um hvaðeina sem lýtur að draumanáminu og eiga samtal um háskólalífið.

Nánari upplýsingar síðar.