Auðlindadeild býður til Nóbelsmálstofu þar sem kynntir verða Nóbelsverðlaunahafar ársins 2025 og rætt um áhrif rannsókna þeirra og verka.
Í meira en heila öld hafa Nóbelsverðlaunin heiðrað einstaklinga sem með uppgötvunum, hugmyndum og verkum, hafa stuðlað að framförum sem bæta lífsgæði og stuðla að auknum skilningi, friði og kveikja með því vonir um bjartari framtíð. Að baki hverjum veðlaunum liggur heillandi saga. Má nefna sem dæmi Marie Curie sem ruddi brautina með rannsóknum á geislavirkni sem opnuðu dyr að nútíma læknisfræði og orkutækni. Uppgötvun pensilíns af Alexander Flemming og insúlíns af Frederick Banting, sem hefur bjargað milljónum mannslífa.
Á málstofunni munu fræðimenn HA kynna verðlaunahafa í eftirfarandi flokkum:
- Efnafræði
- Eðlisfræði
- Læknisfræði
- Bókmenntir
- Auk friðarverðlaunahafa
Heitt kakó og kruðerí verður í boði Auðlindadeildar.
Öll velkomin