8. janúar 2026 kl. 08:30-10:00
Samtal um starfsumhverfi myndlistarmanna í höfuðstöðvum CCP í Grósku

Rannsóknasetur skapandi greina (RSSG) stendur að fundaröðinni Samtal um skapandi greinar í samstarfi við CCP. Stofnaðilar RSSG eru Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Hólum.

Fimmtudaginn 8. janúar fer fram samtal um starfsumhverfi myndlistarmanna, kl. 8.30–10.00 í höfuðstöðvum CCP í Grósku, 3. hæð (Bjargargötu 1, 102 Reykjavík). Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Myndlistarmiðstöð og Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM).

Erindum verður streymt á Facebook-síðu viðburðarins.

Um viðfangsefnið

Viðfangsefni fyrsta fundar annarinnar snýr að starfsumhverfi myndlistarmanna og verður fjallað um lífsviðurværi, vinnuaðstæður og þær hindranir sem geta staðið í vegi fyrir sjálfbærni í starfi.

Dagskrá

Emilia Telese, listamaður og fræðimaður, kynnir nýja skýrslu um lífsviðurværi myndlistarmanna sem hún vann fyrir hönd SÍM. Skýrslan byggir á áframhaldandi rannsóknum og fylgir eftir könnunum SÍM frá 2020. Niðurstöður hennar draga upp skýra mynd af efnahagslegri óvissu, miklu vinnuálagi og kerfisbundnum hindrunum.

Í kjölfarið veitir Hlynur Hallsson, myndlistarmaður, innsýn í eigin reynslu og sjónarhorn. Hlynur býr og starfar á Akureyri og í Berlín og starfaði sem safnstjóri Listasafnsins á Akureyri á árunum 2014–2024. Hann sinnir einnig kennslu samhliða myndlistinni.

Skráning og upplýsingar

Skráning á staðinn

  • Skráningu lýkur kl. 12.00 miðvikudaginn 7. janúar. Takmarkað sætaframboð.
  • CCP býður fundargestum upp á kaffi og léttan morgunverð
  • Facebook-síða viðburðarins