Öll velkomin á fyrsta Háskólaspjallið!
Tollahækkanir sem Donald Trump kynnti til leiks í apríl hafa djúpstæð áhrif á heimsbúskapinn. Hlutabréfamarkaðir hafa snarlækkað, leiðtogar annarra ríkja hafa hækkað sína tolla og búist er við almennum verðhækkunum og minnkandi alþjóðaviðskiptum. Stefna Trumps um „Bandaríkin fyrst“ í alþjóðlegum efnahagstengslum gæti markað upphaf nýs tímabils, þar sem alþjóðlegt samstarf veikist og ný átök kvikna milli samstarfsþjóða.
Þessi málstofa veitir alþjóðlegt sjónarhorn á fyrstu mánuði Trumps í að valda raski á heimsvísu. Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, og Dr. Adam Fishwick, rannsóknarstjóri og gestaprófessor, munu greina orsakir og hugsanlegar afleiðingar þessara róttæku aðgerða í heimshagkerfinu. Þau styðjast við sérþekkingu sína á alþjóðlegri stjórnmálahagfræði, fræðigrein sem leitast við að svara spurningunni: „Hver fær hvað, hvenær og hvernig?“
Háskólaspjallið fer að þessu sinni bæði fram á íslensku og ensku.