Komdu og taktu þátt í degi fullum af fróðleik og samtali um sjálfbærni!
Umhverfisráð Háskólans á Akureyri býður öll velkomin á 6. Sjálfbærniráðstefnuna sem haldin verður við Háskólann á Akureyri. Þátttaka er öllum opin að kostnaðarlausu.
Ráðstefnan fer fram í blönduðu formi; bæði með viðveru á staðnum og í gegnum netið, til að tryggja bæði persónuleg samskipti og umhverfisvæna þátttöku fyrir alþjóðlega fyrirlesara og gesti. Ráðstefnan fer fram á ensku.
Viðfangsefni og ágrip
Við hvetjum innlenda og erlenda sérfræðinga til að senda inn ágrip fyrir erindi eða veggspjaldakynningar.
Ráðstefnuþemu eru meðal annars eftirfarandi (án þess að vera tæmandi):
- Áhrif loftslagsbreytinga
- Aðferðir til að draga úr og vega upp á móti CO₂-losun
- Mótvægisaðgerðir og aðlögun að loftslagsbreytingum
- Úrvinnsla úrgangs
- Verndun hafsins
Sérstaklega eru velkomin ágrip sem fjalla um samspil fólks og umhverfis á norðurslóðum, en einnig ágrip sem hafa alþjóðlega skírskotun.
Skráning og þátttaka
- Skráning á ráðstefnuna er opin til 8. apríl 2026
- Frestur til að senda inn ágrip eða veggspjal er til 14. janúar 2026
- Skráning er ekki skilyrði, hún hjálpar okkur að undirbúa veitingar á ábyrgari og umhverfisvænni hátt
Tenglinn hér að neðan vísar á skráningarform á ráðstefnuna og innsendingu ágripa fyrir erindi/veggspjald:
Skráning á ráðstefnuna og innsending ágripa
Birt ágrip
Öll ágrip verða ritrýnd. Aðeins samþykkt ágrip verða birt í tímaritinu Nordicum Mediterraneum. Hér má finna ágrip frá ráðstefnunni árið 2025: Nordicum Mediterraneum, 20. árgangur.
Dagskrá
Dagskrá ráðstefnunnar verður birt þegar öll ágrip hafa borist og verið yfirfarin. Vinsamlegast kíktu aftur við til að sjá staðfesta dagskrá erinda.
Frekari upplýsingar
Ef þú hefur frekari fyrirspurnir eða vantar upplýsingar í tengslum við ráðstefnuna er hægt að hafa samband við skipulagsnefndina:
- Yvonne Höller, yvonne@unak.is
- Audrey Matthews, audrey@unak.is
- Helga Guðrún Númadóttir, helganuma@svs.is
- Sean Scully, scully@unak.is
- Tom Barry, tom@unak.is
- Kjartan Sigurðsson, kjartansig@unak.is
Dagskrár fyrri ára
1st Sustainability Conference
2nd Sustainability Conference and Recordings from the 2nd Sustainability Conference
3rd Sustainability Conference and Recordings from the 3nd Sustainability Conference
4th Sustainability Conference and Recordings from the 4th Sustainability Conference
5th Sustainability Conference and Recordings from the 5th Sustainability Conference
Öll velkomin!