Valmynd Leit

Iđjuţjálfunarfrćđi BS

Verklegur tími í iđjuţjálfun 

Háskólinn á Akureyri er eina íslenska menntastofnunin sem býđur upp á nám í iđjuţjálfunarfrćđi. Námiđ tekur fjögur ár og inntökuskilyrđi er ađ öllu jöfnu stúdentspróf eđa sambćrileg menntun. Námiđ er alţjóđlega viđurkennt og brautskráning tryggir leyfisveitingu Landlćknisembćttisins til ađ starfa sem iđjuţjálfi á Íslandi.

Áherslur námsins

Námiđ byggir á heilbrigđis-, líf- og félagsvísindum, ţar sem iđja fólks og lífsgćđi eru í brennidepli. Rýnt er í áhrif umhverfis- og einstaklingsbundinna ţátta á fćrni og samfélagsţátttöku og skođađar ýmsar leiđir til úrlausna. Vettvangsnám er samtals 25 vikur og fer fram í fjölbreytilegu starfsumhverfi víđa um land. Námiđ er markviss undirbúningur fyrir margvísleg störf sem iđjuţjálfar sinna innan heilbrigđis- og félagsţjónustu, í skólakerfinu og á almennum markađi.

Markmiđ námsins

Meginmarkmiđ iđjuţjálfunarfrćđideildar er ađ miđla til nemenda ţekkingu, viđhorfum og fćrni sem endurspeglar stöđu og ţróun iđjuţjálfunarfrćđi á hverjum tíma og stuđlar ađ góđri ţjónustu og samstarfi viđ notendur. Lögđ er áhersla á ađ samţćtta ólíkar greinar námsins ţannig ađ nemendur öđlist djúpan skilning á samspili iđju, manns og umhverfis.

Stađarnám og fjarnám

Auk stađarnáms er bođiđ upp á fjarnám um netiđ međ kennslulotum í HA. Međ ţessu móti er hćgt ađ stunda nám í iđjuţjálfunarfrćđum hvar sem er óháđ búsetu nemanda. Fjarnemar koma í kennslulotur á Akureyri ţar sem ţeir sćkja kennslu og ţjálfun og taka ţátt í umrćđum međ stađnemum. Loturnar eru um ţađ bil vikulangar, einu sinni til tvisvar á misseri.

Reglur um námsframvindu

Til ađ komast yfir á annađ misseri ţarf nemandi ađ hafa ađ lágmarki einkunnina 5,0 úr öllum námskeiđum fyrsta misseris. Hann ţarf ađ vera skráđur í og ţreyta próf í öllum námskeiđum í námsskrá fyrsta misseris á sama haustmisserinu. Skilyrđi fyrir ţví ađ nemandi geti fariđ í vettvangsnám á fjórđa misseri er ađ hann hafi stađist öll námskeiđ á fyrstu ţremur misserum skv. námsskrá,og sé skráđur í, eđa hafi lokiđ, námskeiđum fjórđa misseris.

Nemandi ţarf ađ ljúka fyrri hluta náms, ţ.e. námskeiđum fyrsta og annars árs skv. námsskrá, áđur en hann hefur nám á ţriđja ári. Hámarkstími til ađ ljúka fyrri hluta náms er ţrjú ár og önnur ţrjú ár til ađ ljúka seinni hluta náms eđa samtals sex ár. Ef brýnar persónulegar ástćđur hindra nemanda í ađ ljúka námi innan ţessara tímamarka getur hann sótt um undanţágu til deildaráđs.

Skiptinám

Nemendur í iđjuţjálfunarfrćđum eiga ţess kost ađ taka hluta af vettvangsnámi sínu viđ erlendar samstarfsstofnanir. Iđjuţjálfunarfrćđideildin tekur međal annars ţátt í Nordplus-samstarfi viđ stofnanir í Ţrándheimi í Noregi, Stokkhólmi í Svíţjóđ, Nćstved í Danmörku og Helsinki í Finnlandi. Einnig er samstarf viđ einn skóla í Kanada. Alţjóđafulltrúi ađstođar nemendur viđ ađ sćkja um námiđ, húsnćđi og nemendastyrk.

Margvíslegir atvinnumöguleikar og fjölbreytilegt framhaldsnám

Enn er skortur á iđjuţjálfum á Íslandi, bćđi á landsbyggđinni og á höfuđborgarsvćđinu. Atvinnumöguleikar eru ýmsir, bćđi innan og utan hefđbundinna stofnana í heilbrigđis- og félagsţjónustu, hjá skólum, félagasamtökum, á almennum markađi og víđar. Margs konar framhaldsnám er í bođi bćđi innanlands og utan.

Ólafur Torfason, iđjuţjálfi.

 

Ađ loknu námi í iđjuţjálfun viđ HA fékk ég fjölbreytt og spennandi stjórnunarstarf sem felur í sér ađ innleiđa nýja sýn og áherslur í ţjónustu viđ geđfatlađa. Námiđ nýtist mér á hverjum degi í lífi og starfi.

Ólafur Örn Torfason
iđjuţjálfi og forstöđumađur búsetuţjónustu

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu