Inntökuskilyrði og aðgangsviðmið

Nemendur sem sækja um grunnnám þurfa að hafa stúdentspróf eða sambærilegt próf.

Nemendur sem sækja um framhaldsnám þurfa að hafa lokið BA eða BSc prófi eða sambærilegu þriggja ára háskólanámi með fyrstu einkunn (7,25).

Mismunandi inntökuskilyrði gilda fyrir hvert fræðasvið. Kynnið ykkur inntökuskilyrði áður en sótt er um.

Undanþágur frá inntökuskilyrðum - Grunnnám

Háskólinn á Akureyri má aðeins innrita lítinn fjölda nemenda án stúdentsprófs í grunnnám. Ekki er hægt að tryggja öllum skólavist þótt þeir uppfylli skilyrði. Kynntu þér inntökuskilyrði þeirrar deildar sem þú ætlar að sækja um nám við, athugaðu að í sumum deildum eru engar undanþágur veittar.

Aðgangsviðmið og undanþágur

Heilbrigðisvísindasvið - Aðgangsviðmið

Umsækjendur þurfa að hafa góða almenna færni í íslensku og ensku, jafnt í ræðu sem riti. Þeir þurfa að vera færir um að tjá sig með formlegum hætti og geta tjáð og rökstutt skoðanir sínar og niðurstöður á skýran hátt.

Einnig nýtist grunnfærni í þriðju kjarnagrein framhaldsskólans, stærðfræði, í öllu háskólanámi.

Umsækjendur þurfa jafnframt að hafa traust tök á grunnþáttum upplýsingatækni og geta nýtt sér almenn ritvinnsluforrit, töflureikna, leitarvélar og önnur helstu forrit og hugbúnað í námi sínu.

DeildUndanþágurÆskilegur grunnur
Hjúkrunarfræðideild Engar undanþágur veittar Stúdentspróf eða sambærilegt próf
Viðmið eru 140 einingar eða 220 FEIN einingar
 • 2. hæfniþrepi í líffræði, einkum á sviði frumulíffræði
 • 2. hæfniþrepi í efnafræði, einkum hvað varðar ólífræna og lífræna efnafræði
 • 2. hæfniþrepi í stærðfræði, einkum á sviði algebru og tölfræði
 • 2. hæfniþrepi í dönsku eða öðru Norðurlandamáli, einkum hvað varðar lestur fræðigreina
Iðjuþjálfunarfræðideild Engar undanþágur veittar Stúdentspróf eða sambærilegt próf
Viðmið eru 140 einingar eða 220 FEIN einingar
 • 2. hæfniþrepi í líffræði, einkum á sviði frumulíffræði
 • 2. hæfniþrepi í efnafræði, einkum hvað varðar ólífræna og lífræna efnafræði
 • 2. hæfniþrepi í stærðfræði, einkum á sviði algebru og tölfræði
 • 2. hæfniþrepi í dönsku eða öðru Norðurlandamáli, einkum hvað varðar lestur fræðigreina

Hug- og félagsvísindasvið - Undanþágur og aðgangsviðmið

Umsækjendur þurfa að hafa góða almenna færni í íslensku og ensku, jafnt í ræðu sem riti. Þeir þurfa að vera færir um að tjá sig með formlegum hætti og geta tjáð og rökstutt skoðanir sínar og niðurstöður á skýran hátt.

Einnig nýtist grunnfærni í þriðju kjarnagrein framhaldsskólans, stærðfræði, í öllu háskólanámi.

Umsækjendur þurfa jafnframt að hafa traust tök á grunnþáttum upplýsingatækni og geta nýtt sér almenn ritvinnsluforrit, töflureikna, leitarvélar og önnur helstu forrit og hugbúnað í námi sínu.  

DeildUndanþágurÆskilegur grunnur
Félagsvísindi *Undanþágur heimilar Stúdentspróf eða sambærilegt próf*

3. hæfniþrep í ensku
2. hæfniþrep í samfélagsgrein
2. hæfniþrep í stærðfræði

Fjölmiðlafræði *Undanþágur heimilar Stúdentspróf eða sambærilegt próf*

3. hæfniþrep í ensku
2. hæfniþrep í samfélagsgrein

Nútímafræði *Undanþágur heimilar Stúdentspróf eða sambærilegt próf*

3. hæfniþrep í ensku
2. hæfniþrep í samfélagsgrein

Sálfræði *Undanþágur heimilar Stúdentspróf eða sambærilegt próf*

3. hæfniþrep í ensku
2. hæfniþrep í samfélagsgrein
2. hæfniþrep í stærðfræði
1. hæfniþrep í náttúrufræði/líffræði

Lögreglufræði *Undanþágur heimilar Stúdentspróf eða sambærilegt próf*
Skilyrði til starfsnáms er samkvæmt 38. grein laga nr. 90/1996
Kennaradeild *Undanþágur heimilar Stúdentspróf eða sambærilegt próf*
Lögfræði *Undanþágur heimilar Stúdentspróf eða sambærilegt próf*

3. hæfniþrep í ensku, einkum er varðar lestur fræðitexta
3. hæfniþrep í dönsku eða öðru Norðurlandamáli, einkum er varðar lestur fræðitexta

Undanþágur frá inntökuskilyrðum

Sviðinu er heimilt að innrita tilskilinn fjölda nemenda án stúdentsprófs og eru eftirfarandi viðmið fyrir þeim innritunum, auk almennu skilyrðanna:

 • Umsækjandi skal hafa lokið a.m.k. 90 einingum miðað við 130 eininga bóklegt stúdentspróf (eldra einingakerfi).
 • Umsækjandi skal hafa lokið a.m.k. 170 framhaldsskólaeiningum miðað við nám til þriggja ára stúdentsprófs (oftast 200–210 framhaldsskólaeiningar) og jafnmörgum einingum af fjögurra ára stúdentsprófi (240 framhaldsskólaeiningar).

Viðskipta- og raunvísindasvið - Undanþágur og aðgangsviðmið

Umsækjendur þurfa að hafa góða almenna færni í íslensku og ensku, jafnt í ræðu sem riti. Þeir þurfa að vera færir um að tjá sig með formlegum hætti og geta tjáð og rökstutt skoðanir sínar og niðurstöður á skýran hátt.

Einnig nýtist grunnfærni í þriðju kjarnagrein framhaldsskólans, stærðfræði, í öllu háskólanámi.

Umsækjendur þurfa jafnframt að hafa traust tök á grunnþáttum upplýsingatækni og geta nýtt sér almenn ritvinnsluforrit, töflureikna, leitarvélar og önnur helstu forrit og hugbúnað í námi sínu.  

DeildUndanþágurÆskilegur grunnur
Auðlindadeild *Undanþágur heimilar

Stúdentspróf eða sambærilegt próf*

 • 3. hæfniþrep í íslensku og ensku hvað varðar læsi á sérhæfðan texta, skilning á töluðu máli og hagnýtingu á fræðitextum
 • 2. hæfniþrep í stærðfræði einkum hvað varðar algebru, rúmfræði, föll og tölfræði
 • 2. hæfniþrep í eðlis-, efna- og líffræði
Viðskiptadeild *Undanþágur heimilar

Stúdentspróf eða sambærilegt próf*

 • 2. hæfniþrep í stærðfræði, einkum hvað varðar algebru, föll og tölfræði
 • 3. hæfniþrep í ensku, einkum hvað varðar að skilja vel sérhæfðan texta á sviði sem þeir þekkja og geta tjáð sig af öryggi um margvísleg málefni

Undanþágur frá inntökuskilyrðum

Sviðinu er heimilt að innrita tilskilinn fjölda nemenda án stúdentsprófs og eru eftirfarandi viðmið fyrir þeim innritunum, auk almennu skilyrðanna:

 • Umsækjandi skal hafa lokið a.m.k. 90 einingum miðað við 130 eininga bóklegt stúdentspróf (eldra einingakerfi).
 • Umsækjandi skal hafa lokið a.m.k. 170 framhaldsskólaeiningum miðað við nám til þriggja ára stúdentsprófs (oftast 200–210 framhaldsskólaeiningar) og jafnmörgum einingum af fjögurra ára stúdentsprófi (240 framhaldsskólaeiningar).

Undanþágur frá inntökuskilyrðum - Framhaldsnám

Nemendur geta sótt um í diplomanám á meistarastigi þótt þeir séu ekki með fyrstu einkunn úr grunnnámi.

Nemendur sem fá fyrstu einkunn úr diplomanámi á meistarastigi geta sótt um meistaranám.