Inntökuskilyrði og aðgangsviðmið

Almenn krafa er að stúdentar sem sækja um grunnnám þurfi að hafa lokið stúdentsprófi, jafngildu erlendu prófi eða 60 ECTS einingum frá viðurkenndum háskóla.

Stúdentar sem sækja um framhaldsnám þurfa að hafa lokið BA eða BSc prófi eða sambærilegu þriggja ára háskólanámi með fyrstu einkunn (7,25 nema annað sé tekið fram).

Inntökuskilyrði og aðgangsviðmið - Grunnnám

Mismunandi inntökuskilyrði gilda fyrir hverja námsleið. Kynnið ykkur inntökuskilyrði og forgansröðun umsókna. Ekki er hægt að tryggja öllum skólavist þótt þeir uppfylli inntökuskilyrði.

Aðgangsviðmið tiltaka þá hæfni sem gangnleg er fyrir þig að hafa þegar þú hefur nám á háskólastigi.

Heilbrigðisvísindasvið

Hjúkrunarfræði

Almenn krafa er að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi, jafngildu erlendu prófi eða 60 ECTS einingum frá viðurkenndum háskóla. Nánar um samkeppnispróf, inntökuskilyrði og forgangsröðun umsókna á síðu námsins.

Aðgangsviðmið:
Æskilegur undirbúningur sem samsvarar Aðalnámskrá framhaldsskóla:

 • 3. hæfniþrep í íslensku, í ræðu og riti 
 • 3. hæfniþrep í ensku, í ræðu og riti
 • Færni í stærðfræði
 • Færni í upplýsingatækni. Geta nýtt sér almenn ritvinnsluforrit, töflureikna, leitarvélar og helstu forrit og hugbúnað

Iðjuþjálfunarfræði

Almenn krafa er að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi, jafngildu erlendu prófi eða 60 ECTS einingum frá viðurkenndum háskóla. Nánar um inntökuskilyrði og forgangsröðun umsókna á síðu námsins.

Aðgangsviðmið:
Æskilegur undirbúningur sem samsvarar Aðalnámskrá framhaldsskóla:

 • 3. hæfniþrep í íslensku, í ræðu og riti 
 • 3. hæfniþrep í ensku, í ræðu og riti
 • Færni í stærðfræði
 • Færni í upplýsingatækni. Geta nýtt sér almenn ritvinnsluforrit, töflureikna, leitarvélar og helstu forrit og hugbúnað

 

Hug- og félagsvísindasvið

Félagsvísindi

Almenn krafa er að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi, jafngildu erlendu prófi eða 60 ECTS einingum frá viðurkenndum háskóla. Nánar um inntökuskilyrði og forgangsröðun umsókna á síðu námsins.

Aðgangsviðmið:
Æskilegur undirbúningur sem samsvarar Aðalnámskrá framhaldsskóla:

 • 3. hæfniþrep í íslensku, í ræðu og riti 
 • 3. hæfniþrep í ensku, í ræðu og riti
 • Færni í stærðfræði
 • Færni í upplýsingatækni. Geta nýtt sér almenn ritvinnsluforrit, töflureikna, leitarvélar og helstu forrit og hugbúnað

Fjölmiðlafræði

Almenn krafa er að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi, jafngildu erlendu prófi eða 60 ECTS einingum frá viðurkenndum háskóla. Nánar um inntökuskilyrði og forgangsröðun umsókna á síðu námsins.

Aðgangsviðmið:
Æskilegur undirbúningur sem samsvarar Aðalnámskrá framhaldsskóla:

 • 3. hæfniþrep í íslensku, í ræðu og riti 
 • 3. hæfniþrep í ensku, í ræðu og riti
 • Færni í upplýsingatækni. Geta nýtt sér almenn ritvinnsluforrit, töflureikna, leitarvélar og helstu forrit og hugbúnað

Nútímafræði

Almenn krafa er að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi, jafngildu erlendu prófi eða 60 ECTS einingum frá viðurkenndum háskóla. Nánar um inntökuskilyrði og forgangsröðun umsókna á síðu námsins.

Aðgangsviðmið:
Æskilegur undirbúningur sem samsvarar Aðalnámskrá framhaldsskóla:

 • 3. hæfniþrep í íslensku, í ræðu og riti 
 • 3. hæfniþrep í ensku, í ræðu og riti
 • Færni í upplýsingatækni. Geta nýtt sér almenn ritvinnsluforrit, töflureikna, leitarvélar og helstu forrit og hugbúnað

Sálfræði

Almenn krafa er að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi, jafngildu erlendu prófi eða 60 ECTS einingum frá viðurkenndum háskóla.

Æskilegur undirbúningur er stúdentspróf af bóknámsbraut með áherslu á kunnáttu og færni í sálfræði, íslensku, ensku og stærðfræði.

Umsækjendur þurfa að hafa góða almenna færni í íslensku og ensku, sem samsvarar 3. hæfniþrepi Aðalnámskrár framhaldsskóla, jafnt í ræðu sem riti. Þeir þurfa að vera færir um að tjá sig með formlegum hætti og geta tjáð og rökstutt skoðanir sínar og niðurstöður á skýran hátt.

Umsækjendur þurfa jafnframt að hafa traust tök á grunnþáttum upplýsingatækni og geta nýtt sér almenn ritvinnsluforrit, töflureikna, leitarvélar og önnur helstu forrit og hugbúnað í námi sínu.

Umsækjendur um nám á sálfræðibraut er bent á kynna sér reglur um val á nemendum til náms í sálfræði.

Lögreglufræði

Almenn krafa er að umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi eða að lágmarki 60 ECTS einingum frá viðurkenndum háskóla. Inntaka í námið er jafnframt háð inntöku í starfsnám á vegum Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu (MSL) í samvinnu við HA.

Einungis þeir sem standast kröfur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu um starfsnám munu hefja nám við námsbrautina á haustmisseri. Gert er ráð fyrir að 44 nemendur hefji nám í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn í ágúst 2021.

Ákvörðun um hvaða umsækjendum er veitt innganga í starfsnám byggist á heildarmati. Hliðsjón er meðal annars höfð af eftirfarandi gögnum:

 • Þrekprófi
 • Sálfræðimati
 • Mati læknis
 • Framkomu
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Sakavottorði og sakaferli að öðru leyti
 • Frammistöðu í viðtali
 • Öðrum verkefnum

Ýtarlegar upplýsingar um inntökuferlið í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn má sjá á vef Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu.

Athugið að forkröfur inn í Starfsnám II SNL0276 eru námskeiðin: Starfsnám I SNL0176, Lögreglusálfæði LGS01476, Lögreglustarfið LRF0176 og Inngangur að íslenskri lögfræði LÖG0176

Kennarafræði

Almenn krafa er að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi, jafngildu erlendu prófi eða 60 ECTS einingum frá viðurkenndum háskóla. Nánar um inntökuskilyrði og forgangsröðun umsókna á síðu námsins.

Lögfræði

Almenn krafa er að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi, jafngildu erlendu prófi eða 60 ECTS einingum frá viðurkenndum háskóla. Nánar um inntökuskilyrði og forgangsröðun umsókna á síðu námsins.

Aðgangsviðmið:
Æskilegur undirbúningur sem samsvarar Aðalnámskrá framhaldsskóla:

 • 3. hæfniþrep í íslensku, í ræðu og riti 
 • 3. hæfniþrep í ensku, í ræðu og riti
 • Færni í Norðurlandatungumáli
 • Færni í upplýsingatækni. Geta nýtt sér almenn ritvinnsluforrit, töflureikna, leitarvélar og helstu forrit og hugbúnað

 

Viðskipta- og raunvísindasvið

Líftækni

Almenn krafa er að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi, jafngildu erlendu prófi eða 60 ECTS einingum frá viðurkenndum háskóla. Nánar um inntökuskilyrði og forgangsröðun umsókna á síðu námsins.

Aðgangsviðmið
Æskilegur undirbúningur sem samsvarar Aðalnámskrá framhaldsskóla: 

 • 3. hæfniþrep í íslensku
 • 3. hæfniþrep í ensku
 • 3. hæfniþrep í stærðfræði
 • 2. hæfniþrep í eðlisfræði, efnafræði og líffræði
 • Færni í upplýsingatækni. Geta nýtt sér almenn ritvinnsluforrit, töflureikna, leitarvélar og helstu forrit og hugbúnað

Viðskiptafræði

Almenn krafa er að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi, jafngildu erlendu prófi eða 60 ECTS einingum frá viðurkenndum háskóla. Nánar um inntökuskilyrði og forgangsröðun umsókna á síðu námsins.

Aðgangsviðmið
Æskilegur undirbúningur sem samsvarar Aðalnámskrá framhaldsskóla: 

 • 3. hæfniþrep í ensku
 • 3. hæfniþrep í stærðfræði
 • Færni í upplýsingatækni. Geta nýtt sér almenn ritvinnsluforrit, töflureikna, leitarvélar og helstu forrit og hugbúnað

Sjávarútvegsfræði

Almenn krafa er að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi, jafngildu erlendu prófi eða 60 ECTS einingum frá viðurkenndum háskóla. Nánar um inntökuskilyrði og forgangsröðun umsókna á síðu námsins.

Aðgangsviðmið
Æskilegur undirbúningur sem samsvarar Aðalnámskrá framhaldsskóla: 

 • 3. hæfniþrep í íslensku
 • 3. hæfniþrep í ensku
 • 3. hæfniþrep í stærðfræði
 • 2. hæfniþrep í eðlisfræði, efnafræði og líffræði
 • Færni í upplýsingatækni. Geta nýtt sér almenn ritvinnsluforrit, töflureikna, leitarvélar og helstu forrit og hugbúnað

 

Aðgangstakmarkanir 

Háskólinn á Akureyri býður upp á eftirsóknarvert nám og því eru fjöldatakmarkanir í allar deildir háskólans til að viðhalda gæðum náms. Af þeim sökum þarf hugsanlega að grípa til forgangsröðunar umsókna. Kynntu þér viðmið deilda og þeirra þátta sem horft er til við forgangsröðun umsókna.

Í 18. grein laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla kemur fram að stúdentspróf skuli njóta forgangs fyrir inngöngu í háskólanám. Kynntu þér inntökuskilyrði og aðgangsviðmið þeirrar deildar sem þú ætlar að sækja um nám við. Ekki er hægt að tryggja öllum skólavist þótt þeir uppfylli inntökuskilyrði. 

Námsleiðir þar sem samkeppnispróf gilda:

Hjúkrunarfræði og sálfræði

Stúdentar sem uppfylla inntökuskilyrði innritast á 1. misseri náms. Stúdentar í hjúkrunarfræði og sálfræði eru teknir inn á 2. misseri náms á grundvelli samkeppnisprófa sem haldin eru í lok 1. misseris í samræmi við reglur háskólans um samkeppnispróf. Aðeins þeir sem komast í gegnum samkeppnispróf fá að halda áfram á 2. misseri og ekki er heimilað að skipta um námsbraut við lok misseris. 

Sjá Samkeppnispróf í hjúkrunarfræði
Sjá reglur um val á nemendum til náms í sálfræði 

Lögreglufræði

Einungis þeir sem standast kröfur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu um starfsnám munu hefja nám við námsbrautina á haustmisseri. Athugið að forkröfur inn í Starfsnám II SNL0276 eru námskeiðin: Starfsnám I SNL0176, Lögreglusálfæði LGS01476, Lögreglustarfið LRF0176 og Inngangur að íslenskri lögfræði LÖG0176.

Undanþágur frá inntökuskilyrðum - Grunnnám

Háskólinn á Akureyri má aðeins innrita lítinn fjölda stúdenta sem uppfylla ekki almenn inntökuskilyrði. Umsóknir sem ekki teljast uppfylla almenn inntökuskilyrði eru metnar sjálfstætt. Því er mikilvægt að umsækjendur skili viðbótarupplýsingum þar sem þeirra er óskað (til dæmis kynningarbréfi ásamt upplýsingum um fyrra nám). 

Kynntu þér inntökuskilyrði þeirrar námsleiðar sem þú ætlar að sækja um nám við, athugaðu að í sumum deildum háskólans eru engar undanþágur veittar. 

Undanþágur frá inntökuskilyrðum - Framhaldsnám

Nemendur geta sótt um í diplomanám á meistarastigi þótt þeir séu ekki með fyrstu einkunn úr grunnnámi (nema á heilbrigðisvísindasviði). Nemendur sem fá fyrstu einkunn úr diplomanámi á meistarastigi geta sótt um meistaranám.