Valmynd Leit

Félagsvísindi BA

Félagsvísindi. Mynd: Auđunn Níelsson.

3 ára nám, 180 ECTS einingar, stađarnám og fjarnám

Félagsvísindanámiđ er fjölbreytt námsleiđ ţar sem er lögđ áhersla á ađ skođa samspil einstaklings, samfélags og menningar á ýmsum sviđum mannlífsins út frá forsendum helstu greina félagsvísindanna. Nemendur sérhćfa sig á tilteknum sviđum.

Áherslur námsins

Nám í félagsvísindum er byggt á grundvelli félagsfrćđi, mannfrćđi og stjórnmálafrćđi. Lögđ er áhersla á ađ veita nemendum skilning á eđli hópa, stofnana og samfélaga, forsendum samstöđu og átaka og helstu áhrifaţáttum samfélagsbreytinga. Jafnframt fá nemendur ţjálfun í skipulagningu og framkvćmd rannsókna af ýmsu tagi. Nemendur hafa umtalsvert val í námi sínu og geta t.d. lagt sérstaka áherslu á byggđafrćđi, ferđamálafrćđi, kynjafrćđi, norđurslóđafrćđi, ţróunarhagfrćđi og ćskulýđsfrćđi. Mögulegt er ađ taka hluta námsins viđ ađra innlenda eđa erlenda háskóla.

Smelltu hér til ađ sjá nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins.

Möguleikar ađ námi loknu

Nám í félagsvísindum er krefjandi og opnar ýmsar dyr. Hinn fjölbreytti grunnur námsins nýtist til starfa hjá hinu opinbera og í einkageiranum, hérlendis jafnt sem erlendis. Brautskráđir nemendur hafa ţví náđ góđum árangri á vinnumarkađi. Nám í félagsvísindum er jafnframt mjög góđur grunnur fyrir hvers konar framhaldsnám á sviđi félagsvísinda viđ íslenska og erlenda háskóla. 

Áhersla á rannsóknir

Auk formlegra ađferđafrćđinámskeiđa fá nemendur umtalsverđa ţjálfun í skipulagningu og framkvćmd rannsókna og framsetningu á niđurstöđum fyrir almenning og frćđimenn. Gagnasöfn viđamikilla alţjóđlegra og innlendra rannsókna standa nemendum í félagsvísindum jafnframt til bođa og margvísleg tćkifćri gefast til náinnar samvinnu kennara og nemenda viđ slíkar rannsóknir.

Framhaldsnám

BA-próf í félagsvísindum er góđur grunnur fyrir framhaldsnám í fjölmörgum greinum félagsvísinda. Nemendum međ BA-próf í félagsvísindum gefst jafnframt kostur á rannsóknartengdu meistaranámi í félagsvísindum viđ HA. Nemendur í slíku námi ljúka einu misseri af námskeiđum á meistarastigi viđ HA eđa ađra viđurkennda háskóla, en námiđ felst ađ stćrstum hluta í viđamiklu rannsóknarverkefni undir leiđsögn reyndra rannsóknarmanna.

 

 

"Námiđ í félagsvísindum viđ HA er bćđi fjölbreytt og skemmtilegt. Ţađ veitir frábćran grunn fyrir framtíđarstarf og fyrir frekara nám á ýmsum sviđum."

Sonja Gunnarsdóttir
enskukennari í Barcelona

 

Sonja Gunnarsdóttir.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu