Valmynd Leit

Kennaradeild

Kennarar gegna mikilvćgu samfélagslegu hlutverki. Ţeir starfa flestir viđ kennslu en menntunin nýtist einnig vel í öđrum störfum, innan menntakerfisins sem á almennum vinnumarkađi.

Nám í kennaradeild miđar ađ ţví ađ mennta kennara til starfa í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum eđa á öđrum sviđum menntamála. Markmiđiđ er ađ veita ţeim örugga ţekkingu á undirstöđuţáttum starfsins svo ţeir geti tekist á hendur ţau hlutverk sem ţađ leggur ţeim á herđar. Ţeir eiga jafnframt ađ vera fćrir um ađ ţróa og móta skóla sem lćrdómssamfélag, iđka rannsóknir eđa stunda frekara nám.

Tvćr námsleiđir

Kennaradeild býđur annars vegar heildstćtt fimm ára kennaranám er tekur miđ af lögum um menntun og ráđningu kennara og skólastjórnenda viđ leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008. Ţetta nám skiptist í ţriggja ára nám í kennarafrćđi til BEd gráđu (180 ECTS) og tveggja ára meistaranám í menntunarfrćđi til MEd gráđu (120 ECTS).
Einnig er bođiđ upp á 120 eininga diplómanám í leikskólafrćđi sem er fullt tveggja ára nám,  kennt í stađarnámi og fjarnámi. Námiđ er skipulagt međ svipuđu sniđi og fyrstu tvö árin til bakkalárgráđu en međ meiri áherslu á nám á vettvangi. Sömu inntökuskilyrđi eru í diplómanám og á ađrar námsleiđir. Nemar međ 120 eininga diplómu í leikskólafrćđum geta haldiđ háskólanámi sínu beint áfram.

Ţeir sem lokiđ hafa BA eđa BS prófi á öđrum námssviđum geta innritast í MEd nám og lokiđ meistaraprófi í menntunarfrćđi. Ađ ţví loknu geta nemar sótt um leyfisbréf á ţví skólastigi sem ţeir hafa sérhćft sig til. Umsćkjendur eru hvattir til ađ kynna sér lög og reglugerđir er varđa menntun kennara, s.s. lög nr. 87/2008 ásamt reglugerđum nr. 241/2009 og 872/2009.

Í öđru lagi er nám í menntavísindum fyrir ţá sem vilja sérhćfa sig á tilteknum sviđum til ýmissa starfa í menntakerfinu og/eđa stunda rannsóknir og frćđistörf. Námiđ er skipulagt sem 120 eininga meistaranám og lýkur međ MA prófi.

Í stađ meistaraprófs í menntunarfrćđi eđa menntavísindum er hćgt ađ ljúka 60 ECTS viđbótarnámi á meistarastigi á hvorri námsleiđinni sem er. 

  Nám Gráđa Einingar
Grunnnám: Grunnskólakennarafrćđi
Leikskólakennarafrćđi
Íţróttafrćđi
Leikskólafrćđi
BEd
BEd
BEd
Diplóma
180 ein.
180 ein.
180 ein.
120 ein.
Framhaldsnám:

Menntunarfrćđi
Menntunarfrćđi
Menntavísindi
Menntavísindi

MEd
Viđbótarnám á meistarastigi
MA
Viđbótarnám á meistarastigi

120 ein.
60 ein.
120 ein.
60 ein.


Gesta- og skiptinám

Nemendur í kennaradeild geta sótt um ađ taka hluta námsins sem gestanám viđ innlenda háskóla, sbr. samning opinberra háskóla á Íslandi um gagnkvćman ađgang nemenda ađ námskeiđum, eđa sem skiptinám viđ erlenda háskóla, sbr. reglur um skiptinám. Nemendur skulu kynna sér reglurnar á vef deildarinnar og sćkja um gesta- og skiptinám til matsnefndar hennar.

Mat á fyrra námi

Matsnefnd metur óskir um mat á fyrra námi. Nemendur sem óska eftir slíku ţurfa ađ kynna sér matsreglur (sjá hér). Erindi skal senda skrifstofu hug- og félagsvísindasviđs.

Inntökuskilyrđi

Smelltu hér til ađ sjá ađgangsviđmiđ hug- og félagsvísindasviđs Háskólans á Akureyri 


Anna Ólafsdóttir, formađur kennaradeildar.Formađur kennaradeildar:
Anna Ólafsdóttir, dósent
sími: 460 8577
fax: 460 8999
anno@unak.is

 

Finnur FriđrikssonBrautarstjóri kennarabrautar:
Finnur Friđriksson, dósent
sími: 460 8575
fax: 460 8999
finnurf@unak.is


Anna Elísa HreiđarsdóttirBrautarstjóri menntavísindabrautar:

Anna Elísa Hreiđarsdóttir, lektor
sími: 460 8555
fax: 460 8999
annaelisa@unak

 

Verkefnisstjóri vettvangsnáms og ćfingakennslu:
Ţorgerđur Sigurđardóttir, sími: 460 8587, netfang: thorgerdursig@unak.is

Skrifstofa kennaradeildar
netfang: kennaradeild@unak.is
Sólborg v/Norđurslóđ
600 Akureyri

Afgreiđsla háskólans er á Sólborg og er opin kl. 8:00–16:00 alla virka daga.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu