397. fundur háskólaráðs

FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS
Fimmtudaginn 20. september 2018 kl.13:30. Borgir, R402

Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 13:36.

Mættir voru auk hans:

Björn Ingimarsson fulltrúi menntamálaráðherra
Erla Björg Guðmundsdóttir varafulltrúi háskólaráðs
Finnbogi Jónsson fulltrúi háskólaráðs (via Zoom)
Hermína Gunnþórsdóttir fulltrúi háskólasamfélagsins
Óskar Þór Vilhjálmsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Sólveig María Árnadóttir fulltrúi nemenda

Forföll boðuðu: 

Brynhildur Pétursdóttir fulltrúi háskólaráðs

Aðrir mættir: 

Martha Lilja Olsen ritari háskólaráðs

Gestir:

Harpa Halldórsdóttir forstöðumaður fjármálasviðs
Hólmar Svansson framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu
Vaka Óttarsdóttir forstöðumaður þróunar og umbóta á hug- og fél
Christoph Merschbrock Háskólasetri Austurlands

Rektor kynnti dagskrá.

1. Samþykkt fundargerðar 396. fundar

1808003
Fundargerð samþykkt.

2. Fjármál og rekstur

Framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu og forstöðumaður fjármálasviðs komu inn á fundinn undir þessum lið.

Rekstraryfirlit janúar til júlí 2018

Forstöðumaður fjármálasviðs kynnti rekstraryfirlit janúar til júlí. Staða háskólans í heild í jafnvægi og í samræmi við áætlanir.
Forstöðumaður fjármálasviðs yfirgaf fundinn.

Fjárlagafrumvarp 2019

Fjárlagafrumvarp 2019 hefur verið birt. Framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu fór yfir forsendur og skýringar menntamálaráðuneytisins varðandi úthlutun til HA samkvæmt frumvarpinu. Aukning til háskólans er rúmlega 200 milljónir á milli ára og er það vilji ráðherra að styrkja sérstaklega nám í hjúkrunarfræði, kennarafræði og auðlindafræði. Það samræmist stefnu háskólans. Um er að ræða jákvætt skref þó enn vanti upp á að háskólarnir nái meðaltali OECD-landanna í fjármögnun. Mikilvægt er að stjórnvöld haldi áfram að tryggja og auka fjármagn til háskólans. Ítrekað er að um er að ræða hóflega viðbót og áfram þarf að sýna ráðdeild og skynsemi í rekstri háskólans.

Umræður um fjárhags- og rekstraráætlun 2019

Gert er ráð fyrir að áætlanagerðin verði ítarlega endurskoðuð með það að markmiði að gera alla áætlanagerð enn nákvæmari og betri.

Framkvæmdastjóri yfirgaf fundinn.

3. Starfsemi háskólaráðs 2017-2018

Rektor fór yfir starfsemi háskólaráðs skólaárið 2017-2018.

4. Breytingarferli á hug- og félagsvísindasviði

1806051
Vaka Óttarsdóttir kom inn á fundinn undir þessum lið og kynnti stöðuna, fyrirkomulagið og ferlið framundan á breytingum og umbótum á hug- og félagsvísindasviði.

Vaka yfirgaf fundinn.

5. Háskólasetur Austurlands

Christoph Merschbrock verkefnastjóri fyrir undirbúning að stofnun Háskólaseturs á Austurlandi kom inn á fundinn og kynnti stöðu málsins við undirbúning að stofnun setursins og uppbyggingu háskólanáms á Austurlandi. Niðurstaða þeirrar vinnu sem unnin hefur verið er að óska eftir aðkomu Háskólans á Akureyri og að unnið verði að stofnun útibús Háskólans á Akureyri á Austlandi.

Christoph yfirgaf fundinn.

Háskólaráð tekur jákvætt í tillögurnar og styður við áframhaldandi umræður um þessar hugmyndir og gefur rektor heimild til að vinna áfram með verkefnastjórninni.

6. Skipunartími rektors

Rektor vakti athygli á að skipunartími rektors myndi renna út þann 1. júlí n.k. og fór hann yfir ferlið við skipun rektors. Ákvörðun þarf að liggja fyrir áramót um hvort auglýsa eigi eftir rektor eða hvort vilji sé til að endurskipa núverandi rektor til næstu fimm ára. Rektor býður fram krafta sína til næstu fimm ára.

7. Bókfærð mál

Starfsreglur háskólaráðs HA

Samþykkt.

Breytingar á reglum um námsmat nr. 885/2009

Samþykkt.

8. Önnur mál

Verkferli vegna rannsókna í tengslum við persónuverndarlögin

Háskólinn þarf að skoða verkferli í tengslum við rannsóknir í sambandi við nýju persónuverndarlögin. Málið verður tekið upp á vettvangi framkvæmdastjórnar og unnið áfram.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:50.