398. fundur háskólaráðs

FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS
Fimmtudaginn 18.10.2018 kl. 13:30. Borgir, R262

Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 13:35.

Mætt voru auk hans:

Björn Ingimarsson fulltrúi menntamálaráðherra
Erla Björg Guðmundsdóttir varafulltrúi háskólaráðs
Finnbogi Jónsson fulltrúi háskólaráðs
Hermína Gunnþórsdóttir fulltrúi háskólasamfélagsins
Óskar Þór Vilhjálmsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Sólveig María Árnadóttir fulltrúi nemenda

Forföll:

Brynhildur Pétursdóttir fulltrúi háskólaráðs

Aðrir mættir:

Martha Lilja Olsen starfsmaður og ritari háskólaráðs
Rannveig Björnsdóttir, forseti viðskipta- og raunvísindasviðs og staðgengill rektors

Gestir:

Harpa Halldórsdóttir forstöðumaður fjármálasviðs
Vaka Óttarsdóttir forstöðumaður þróunar og umbóta á hug- og fél

Rektor kynnti dagskrá.

1. Fjármál og rekstur

Harpa Halldórsdóttir forstöðumaður fjármálasviðs kom inn á fundinn undir þessum lið.

Rekstraryfirlit

Forstöðumaður fjármálasviðs fór yfir rekstraryfirlit og stöðuna fyrstu átta mánuði ársins. Staða háskólans í heild í samræmi við áætlanir.

Fjárhags- og rekstraráætlun 2019

Vinna við fjárhags- og rekstraráætlun 2019 stendur yfir og gert ráð fyrir að skila drögum að áætlun 2019 til menntamálaráðuneytis síðar í október.

Harpa yfirgaf fundinn.

2. Málefni norðurslóða

1804045

UArctic Congress

Rektor fór yfir tillögu undirbúningshóps vegna UArctic Congress sem stefnt er að íslenskir háskólar haldi í sameiningu árið 2020.

Northern Research Forum - NRF

Kynning á verkefnum NRF og umræða um hvernig verkefni tengd NRF og norðurslóðum verði styrkt frekar innan HA í ljósi formennsku Íslands í norðurskautsráðinu.

3. Til kynningar

Ársskýrsla siðanefndar

– lögð fram til kynningar

Málefni hug- og félagsvísindasviðs: skýrsla um stöðu mála

Vaka Óttarsdóttir kom inn á fundinn og greindi frá stöðu mála í umbótaverkefninu á hug- og félagsvísindasviði.

Vaka yfirgaf fundinn.

4. Bókfærð mál

Breyting á reglum um vísindasjóð

Samþykkt.

Verklagsreglur stjórnar vísindasjóðs

Samþykkt.

5. Skipun rektors

Þar sem rektor sækist eftir endurtilnefningu kom Rannveig Björnsdóttir, forseti viðskipta- og raunvísindasviðs og staðgengill rektors inn á fundinn undir þessum lið og tók hún við stjórn fundarins sem staðgengill hans í háskólaráði.

Rannveig kynnti málið og bauð rektor að hefja sína kynningu.

Kynning rektors

Rektor fór yfir hlutverk rektors samkvæmt lögum og reglum og fór yfir áherslur sínar sl. ár og áherslurnar næstu fimm ár, starfi hann áfram sem rektor.

Að lokinni kynningu rektors, Eyjólfs Guðmundssonar, yfirgaf hann fundinn.

Tilhögun við tilnefningu rektors 2019-2024

Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkir einróma að tilnefna dr. Eyjólf Guðmundsson, núverandi rektor háskólans, til áframhaldandi starfs sem rektor fyrir tímabilið 1. júlí 2019 til 30. júní 2024.

Háskólaráð felur Rannveigu Björnsdóttur, staðgengli rektors, að óska eftir því við menntamálaráðherra að hún skipi Eyjólf Guðmundsson áfram rektor í samræmi við þessa samþykkt háskólaráðs, með vísan í 1. mgr. 8. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og 1. mgr. 5. gr. reglna nr. 387/2009 fyrir Háskólann á Akureyri.

Eyjólfur kom aftur inn á fundinn og tilkynnti Rannveig honum um niðurstöðu háskólaráðs.

Eyjólfur tók aftur við stjórn fundarins.

6. Önnur mál

Fjölmiðlaumfjöllun um innri málefni háskólans

Farið var yfir fjölmiðlaumræðu sl. daga og málið rætt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:21.