405. fundur háskólaráðs

FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS
Fimmtudaginn 11.09.2019 kl. 14.00. Borgir, R302

Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 14:02.

Mættir voru auk hans:

Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi menntamálaráðherra
Óskar Þór Vilhjálmsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Rúnar Gunnarsson varafulltrúi háskólasamfélagsins
Sólveig María Árnadóttir fulltrúi stúdenta

Forföll boðuðu:

Birna G. Konráðsdóttir fulltrúi háskólasamfélagsins

Aðrir mættir:

Martha Lilja Olsen ritari og starfsmaður háskólaráðs

Rektor kynnti dagskrá og bauð fulltrúa velkomna.

1. Kosning fulltrúa háskólaráðs í háskólaráð 2019-2021

Rektor fór yfir lög og reglur sem um Háskólann á Akureyri gilda og þar með hlutverk og skyldur háskólaráðs. Nánar verður farið yfir þetta á fyrsta fundi fullskipaðs háskólaráðs þann 19. september nk.

Rektor lagði fram eftirfarandi tillögu að fulltrúum nærsamfélagsins í háskólaráði:

Aðalfulltrúar: Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu og Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri Norðurþings.

Varafulltrúi: Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.

Tillaga rektors var samþykkt einróma.

Rektor fór í stuttu máli yfir starfsemi háskólans sl. ár.

2. Fundarskipulag háskólaráðs skólaárið 2019-2019  

Háskólaráð fundar að jafnaði þriðja fimmtudag í mánuði yfir skólaárið. Fundarboð hafa verið send út fyrir allt skólaárið.
Almennar umræður sköpuðust um háskólaumhverfið á Íslandi og þar með starfsumhverfi Háskólans á Akureyri.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:40.