407. fundur háskólaráðs

FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS
Fimmtudaginn 24.10.2019 kl. 13.35. Borgir, R262

Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 13:37.

Mættir voru auk hans:

Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi menntamálaráðherra
Katrín Björg Ríkarðsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Óskar Þór Vilhjálmsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Sigfríður Inga Karlsdóttir varafulltrúi háskólasamfélagsins
Sólveig María Árnadóttir fulltrúi stúdenta

Forföll boðuðu: 

Birna G. Konráðsdóttir fulltrúi háskólasamfélagsins
Brynhildur Pétursdóttir varafulltrúi háskólaráðs
Kristján Þór Magnússon fulltrúi háskólaráðs

Aðrir mættir:

Martha Lilja Olsen starfsmaður og ritari háskólaráðs

Gestir:

Hólmar Svansson framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu

 

Fundargerð síðasta fundar var samþykkt rafrænt á milli funda og hefur verið
birt á vef háskólans.


Rektor kynnti dagskrá.

1. Fjármál og rekstur

Rekstraryfirlit – staðan 2019

Framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu fór yfir rekstrarstöðu háskólans fyrstu níu mánuði ársins 2019. Athugasemd kom um framsetningu á fjárhagsupplýsingum. Óskað var eftir að upplýsingarnar fyrir háskólaráð sýni stöðu einstakra starfseininga. Háskólinn í heild er innan ramma fjárhagsáætlunar en ljóst að ramminn er þröngur og staðan þannig að ekkert má út af bregða.

Fjárhagsáætlun 2020

Vinna við fjárhagsáætlun er á lokastigi og liggur því ekki fyrir á
þessum fundi. Verður lögð fram á fundi í nóvember. Spurt var um
stöðu húsnæðismála – hvort að yfirfærsla á fasteignum háskólans til
Ríkiseigna muni ganga eftir um næstu áramót. Framkvæmdastjóri
staðfesti að gengið væri út frá því og samningar við Ríkiseignir væru á
lokastigi.

Út frá fjárlagafrumvarpi 2020 og fyrirliggjandi fjármálaáætlun
ríkisstjórnarinnar er ljóst að Háskólinn á Akureyri mun ekki geta
fjölgað nemendum á því tímabili sem fjármálaáætlunin nær til og mun
því neyðast til að halda áfram aðgerðum til að takmarka fjölda
nemenda svo unnt sé að tryggja gæði náms við skólann.

Háskólaráð felur rektor og framkvæmdastjórn að vinna áætlun um
fjölda nýnema sem Háskólinn á Akureyri muni geta tekið við á
haustmisseri 2020 og leggja fram í síðasta lagi fyrir fund háskólaráðs í
desember.

Stefna ríkisaðila

Skjalið ekki tilbúið til afgreiðslu. En verður sent inn mjög sambærilegt
og fyrri ár, með sambærilegum mælikvörðum.

2. Innritun um áramót

Staðan í kjölfar samþykktar háskólaráðs í september um að innrita ekki í nýja námsferla um áramót.

Mikil óánægja var með ákvörðunina meðal eins nemendahóps. Fulltrúi stúdenta lagði fram greinagerð frá stúdentaráði vegna málsins. Stúdentaráð bendir á að mikilvægt sé að upplýsingar séu settar fram tímanlega og með skýrum hætti og að þess sé gætt að réttar upplýsingar séu gefnar hjá samstarfsstofnunum ef um slíkt er að ræða.

3. Jafnréttisvísir

Rektor sagði frá þátttöku Háskólans á Akureyri í Jafnréttisvísi Capacent. Um er að ræða greiningu á stöðu jafnréttismála út frá menningu, upplifun, ferlum og skipuriti. Niðurstöður greiningarinnar liggja fyrir og verða kynntar fyrir starfsfólki háskólans á tveimur vinnustofum á næstu dögum. Í kjölfar vinnustofanna verður farið í næsta fasa verkefnisins, sem er að velja þau verkefni og aðgerðir sem koma út úr greiningunni og vinnustofum starfsfólks. Háskólaráð fær nánari kynningu á verkefninu á næsta fundi.

4. Mál til kynningar

Skjalastefna HA – drög til kynningar

Rektor kynnti drög að nýrri skjalastefnu. Gert ráð fyrir að stefnan verði lögð fram til samþykktar á fundi í nóvember. Óskað eftir að háskólaráðsfulltrúar rýni drögin og sendi athugasemdir á rektorsskrifstofu ef einhverjar eru.

Ársskýrsla siðanefndar

Lögð fram til kynningar yfirlitsskýrsla yfir starfsemi siðanefndar skólaárið 2018-2019.

Veiting heiðursdoktorsnafnbótar við heilbrigðisvísindasvið: Vigdís Finnbogadóttir

Rektor vakti athygli háskólaráðsfulltrúa á að heilbrigðisvísindasvið muni veita frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, heiðursdoktorsnafnbót við hátíðlega athöfn þann 8. nóvember nk. Af því tilefni verðu haldið glæsilegt málþing til heiðurs Vigdísi sama dag og voru drög að dagskrá málþingsins kynnt.

Framgangur akademískra starfsmanna veittur frá 1. júlí 2019.

Þrír starfsmenn fengu framgang frá 1. júlí 2019: Brynhildur Bjarnadóttir fékk framgang í stöðu dósents við kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs, Hermína Gunnþórsdóttir fékk framgang í stöðu prófessors við kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs og Sigrún Sigurðardóttir fékk framgang í stöðu dósents við hjúkrunarfræðideild heilbrigðisvísindasviðs.

5. Bókfærð mál til samþykktar

Launa- og jafnlaunastefna HA

Samþykkt. 

Skipun stjórnar vísindasjóðs HA

Tilnefningar samþykktar. Stjórn vísindasjóðs til 31. október 2022 skipa:

  • Brynhildur Bjarnadóttir dósent, tilnefnd af hug- og félagsvísindasviði.
  • Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir forstöðumaður RHA, tilnefnd af háskólaskrifstofu.
  • Jón Torfi Jónasson, prófessor emeritus við HÍ, formaður stjórnar, tilnefndur af rektor.
  • Margrét Hrönn Svavarsdóttir dósent, tilnefnd af heilbrigðisvísindasviði.
  • Oddur Vilhelmsson prófessor, tilnefndur af viðskipta- og raunvísindasviði.
  • Rannveig Oddsdóttir lektor, tilnefnd af rektor.

Varafulltrúar eru: Birna María Svanbjörnsdóttir lektor, Joan Nymand Larsen prófessor, Hjördís Sigursteinsdóttir dósent, Sigrún Kristín Jónasdóttir lektor. Ekki hafa verið tilnefndir varafulltrúar fyrir Rannveigu Oddsdóttur og Guðrúnu Rósu Þórsteinsdóttur.

Skipun siðanefndar HA

Tilnefningar samþykktar. Siðanefnd HA til 31. október 2021 skipa:

  • Hermína Gunnþórsdóttir prófessor tilnefnd af hug- og félagsvísindasviði. Varafulltrúi Guðmundur Torfi Heimisson lektor.
  • Þorbjörg Jónsdóttir lektor, tilnefnd af heilbrigðisvísindasviði. Formaður nefndarinnar. Varafulltrúi Olga Ásrún Stefánsdóttir aðjúnkt.
  • Vífill Karlsson dósent, tilnefndur af viðskipta- og raunvísindasviði. Varafulltrúi Ásta Margrét Ásmundsdóttir aðjúnkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:32