452. fundur Háskólaráðs

Fundargerð Háskólaráðs

Fundur var haldinn fimmtudaginn 28. september 2023 á Borgum, R262.
 
Starfandi rektor Elín Díanna Gunnarsdóttir setti fund kl. 13:30.
 
Mætt voru auk hans:
Guðmundur Kristján Óskarsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir fulltrúi stúdenta
Katrín Björg Ríkarðsdóttir varafulltrúi háskólaráðs
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins
 
Forföll:
Bjarni S. Jónasson fulltrúi háskólaráðs
Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi háskólaráðs
 
Einnig mætt:
Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu, sem ritar fundargerð
 
Gestir:
Helga María Pétursdóttir verkefnastjóri gagnagreiningar og fjárhags
Hólmar Erlu Svansson framkvæmdastjóri Háskólaskrifstofu
Vaka Óttarsdóttir gæða- og mannauðsstjóri
 
Rektor kynnti dagskrá.

1. Fjármál og rekstur

2302002
  • Rekstraryfirlit janúar til ágúst
    Helga María Pétursdóttir og Hólmar Erlu Svansson komu inn á fundinn. Helga María kynnti rekstraryfirlit janúar til ágúst. Litlar breytingar frá fyrri mánuði. Umræða skapaðist um sértekjueiningar háskólans, rekstrarlega stöðu þeirra og möguleikana til að styrkja þessar einingar og gera þær fyllilega rekstrarlega sjálfbærar. Háskólaráð óskar eftir að forstöðumaður RHA komi á fund háskólaráðs á næstunni til að ræða stöðuna í rekstri RHA og sýn til næstu ára.
  • Fjárlög
  • Nýtt reiknilíkan háskóla og áhrif á HA
    Rektor sagði frá samráðsfundi HA með HVIN þar sem nánar var farið yfir ýmsar breytur sem tengjast nýju reiknilíkani um fjármögnun háskólanna og hvernig fyrirsjáanlegt er að fjármögnun HA verði árið 2024 í samræmi við nýtt líkan. Málið rætt.
Helga og Hólmar yfirgáfu fundinn.

2. Samstarf háskóla – samtal við Bifröst – staða mála

2308052
Rektor fór yfir stöðu málsins. Gert er ráð fyrir undirritun viljayfirlýsingar um fýsileikakönnun á næstu dögum. Málið rætt.
 
Fulltrúi stúdenta í háskólaráði lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd stúdentaráðs SHA:
 
„Stúdentaráð Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (hér eftir SHA) vill bóka eftirfarandi í fundargerð Háskólaráðs undir umræðum um samtal og mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst:
 
Fyrstu fréttir af samtali og mögulegri sameiningu háskólanna tveggja komu okkur á óvart, sérsaklega vegna þeirra einföldu staðreyndar að um er að ræða ólíkt rekstrarfyrirkomulag.
 
Þá einnig vegna þeirrar staðreyndar að árið 2015 og 2021 komst úttektarhópur Gæðaráðs íslenskra háskóla að þeirri niðurstöðu að hann beri takmarkað traust til núverandi starfshátta og getu Háskólans á Bifröst til að tryggja gæði þeirra gráða sem hann veitir. Í ljósi yfirlýsinga ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar og skoðana ráðuneytisins á fjölda háskóla veltum við því fyrir okkur hver raunverulegur tilgangur og markmið mögulegrar sameiningar er. Háskólinn á Akureyri stendur sterkur og hefur komið vel út úr gæðaúttektum, sú nýjasta staðfestir það. Er hagurinn í sameiningu meiri fyrir annan háskólann?
 
SHA óskar eftir því og leggur ríka áherslu á að fá að koma að borðinu og vera upplýst um gang mála í því samtali sem þegar er farið af stað. Þá teljum við nauðsynlegt að verði að sameiningu verði það ekki bara sameiningannar vegna heldur af þeim forsendum að það muni auka gæði, styrkja og efla nám og námssamfélag stúdenta.
 
SHA hefur sérstakar áhyggjur af því hve ólíkt rekstrarfyrirkomulag háskólanna er. Um er að ræða annars vegar ríkisrekinn háskóla þar sem stúdentar greiða einungis skráningargjöld og hins vegar einkarekinn og ríkisstyrktan háskóla þar sem stúdentar greiða skólagjöld. Við teljum nauðsynlegt að ákveðin forsenda í samtali háskólanna sé að halda í rekstrarfyrirkomulag Háskólans á Akureyri. Það er nauðsynlegt að íbúar á landsbyggðunum hafi greiðan aðgang að háskólanámi eins og raunin er í dag. Ef farin yrði sú leið að einkavæða Háskólann á Akureyri myndi það þýða skólagjöld sem myndu leiða að sér mikla takmörkun á möguleikum einstaklinga á landsbyggðinni til háskólanáms. Við viljum því hvetja Háskólaráð til að senda skýr skilaboð til þeirra sem leiða samtalið fyrir hönd Háskólans á Akureyri að standa fast í lappirnar og vera ákveðin hvað þennan þátt varðar. Hér þarf ekki að tvínóna um þau jákvæðu áhrif sem Háskólinn á Akureyri hefur haft á byggðaþróun í landinu öllu.
 
SHA treystir starfandi rektor vel fyrir því að vandað verði til verka og vel verði staðið að fýsileikakönnun þar sem tryggt verður aðkoma stúdenta. Verði niðurstaða vinnunnar sem nú er að hefjast sameining háskólanna tveggja leggjum við ríka áherslu á að það verði gert með það að markmiði að auka fjölbreytileika námsframboðs, efla gæði náms og kennslu og styrkja stoðþjónustu við stúdenta. Enn fremur að það verði leiðarljós að Háskólinn á Akureyri verði áfram Háskóli alls Íslands sem efli byggðaþróun í landinu öllu og veiti fleirum aðgengi að gæða menntun með sama rekstarfyrirkomulagi og er í dag þar sem stúdentar greiða skráningargjöld en ekki skólagjöld.“

3. Stefnumótun og nýsköpun

2204037
Rektor gerði grein fyrir stöðunni í stefnumótunarvinnunni.

4. Gæða- og mannauðsmál

Vaka Óttarsdóttir gæða- og mannauðsstjóri kom inn á fundinn.
Vaka fór yfir það sem er efst á baugi í gæða- og mannauðsmálum.
Vaka yfirgaf fundinn.

5. Ákvörðun um innritun um áramót

2308050
Ekki er gert ráð fyrir almennri innritun nýrra nemenda um áramót. Ákvörðun um innritun í einstakar deildir um áramót er vísað til forseta fræðasviða og stjórna fræðasviðanna, að teknu tilliti til stöðu mála í einstökum deildum, s.s. nemendafjölda, fjármögnunar og fjárhagsstöðu deilda og fræðasviða.

6. Bókfærð mál til samþykktar

  • Reglur um stjórnunar- og aðstöðugjald (2308051)
  • Breyting á reglum nr. 694/2022 fyrir Háskólann á Akureyri (2206132)
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:57.