456. fundur Háskólaráðs

FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS

Fundur var haldinn daginn 8. janúar 2024, á Borgum, R262.

Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 14:00.
Mætt voru auk hans: 
Bjarni S Jónasson fulltrúi háskólaráðs
Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi háskólaráðs (í fjarfundi)
Guðmundur Kristján Óskarsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir fulltrúi stúdenta
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins
Einnig mætt:
Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor
Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð
 

Rektor kynnti dagskrá.

1. Samstarf og samtal við Háskólann á Bifröst – fýsileikaskýrsla

2308052

Eina mál á dagskrá þessa aukafundar í háskólaráði var skýrsla um mat á fýsileika sameiningar Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst.

Háskólaráð ræddi skýrsluna ítarlega og möguleg næstu skref í málinu.

Háskólaráð heimilar rektor að halda áfram með næstu skref í sameiningarviðræðum samkvæmt þeim ramma sem fram kemur í fýsileikaskýrslunni. Þá setur Háskólaráð fram skýra kröfu um svör við tveimur meginspurningum um fjármögnun sameinaðrar stofnunar ásamt fjármögnun sjóðs sem notaður verður til uppbyggingar rannsókna og þróunar. Mikilvægt er að fjárhagslegar forsendur og framlög til sameinaðs háskóla til næstu ára liggi fyrir í næstu fjármálaáætlun stjórnvalda sem birt verður þann 1. apríl nk. ef ákveðið verður að fara áfram í sameiningu háskólanna.

Jafnframt leggur háskólaráð áherslu á að fram fari samtal við háskólasamfélagið í HA og nærsamfélög sem HA þjónar um land allt. Sérstök áhersla skal lögð á samtalið við starfsfólk og stúdenta, en þegar hefur verið boðað til háskólafundar þar sem þetta mál verður rætt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:01.