Leðurgerð úr roði í metravís: Nanna Lín

Doktorsverkefni

Um verkefnið

Í verkefninu verða gerðar prófanir og mælingar á íslensku laxaroði með það að leiðarljósi að hægt verði að endurmóta roðið yfir í breiður. Eftir endurmótun verður breiðan sútuð yfir i leður og lituð. Helstu áskoranir í verkefninu er að ná roðinu í sundur án þess að valda of miklum skaða og að ná því saman aftur á nýju formi með nægum styrk svo hægt sé að súta það og nota í vörur.

Verkefnið er doktorsverkefni rannsakandans og er viðkomandi starfsmaður og stofnandi Nanna Lín.

Doktorsnemi

  • María Dís Ólafsdóttir, Framkvæmdastjóri Nanna Lín – doktorsnemi

Doktorsnefnd og rannsakendur

  • Rannveig Björnsdóttir, dósent, Háskólinn á Akureyri – aðalleiðbeinandi
  • Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum – meðleiðbeinandi
  • Sigrún Nanna Karlsdóttir, prófessor, Háskóli Íslands – meðleiðbeinandi
  • Alexandra Leeper, framkvæmdastjóri Sjávarklasans á alþjóðavettvangi – meðleiðbeinandi

Samstarfsaðilar

Nanna Lín - Sprotafyrirtæki