Hvað er að vera læs?

Læsisráðstefna á vegum Miðstöðvar skólaþróunar og Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu

Miðstöð skólaþróunar við HA og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu halda læsisráðstefnu í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 14. september þar sem yfirskriftinn er: Hvað er að vera læs? Ráðstefnunni er ætlað að svara spurningunni hvernig skapa megi æskileg skilyrði í námi sem styðja við gott læsi í leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar verða:

  • Bragi Valdimar Skúlason fjölmiðlamaður, orðarýnir og orðasmiður
  • Guðmundur Engilbertsson lektor við Kennaradeild HA sem mun fjalla um læsi á stigi djúp- og yfirfærslunáms á efri skólastigum

Auk þrískiptra erinda eftir skólastigum:

  • Jóhanna Thelma Einarsdóttir prófessor við Heilbrigðisvísindasvið HÍ sem mun fjalla um stöðu fjöltyngdra leikskólabarna á Íslandi
  • Auður Soffíu Björgvinsdóttir aðjúnkt og doktorsnemi við Menntavísindasvið HÍ og Guðbjörg R. Þórisdóttir læsisráðgjafi hjá MMS sem munu fjalla um mikilvægi sveigjanleika í heimalestrarþjálfun út frá stöðu nemenda í lestri
  • Ívar Rafn Jónsson lektor við Kennaradeild HA sem mun fjalla um læsi framhaldsskólanema á orðræðu og hugtakanotkun sem er við lýði í námsmati.

Til viðbótar verður svo fjöldi mál- og vinnustofa sem ráðstefnugestir geta valið sig á.

Kall eftir erindinum

Auglýst er eftir erindum á málstofur og efni fyrir vinnustofur frá leik-, grunn-, framhalds- og háskólakennurum, læsisfræðingum, náms- og kennsluráðgjöfum, skólastjórnendum og öðrum áhugasömum aðilum um efni ráðstefnunnar. Einkum er leitað eftir efni sem hefur hagnýtt gildi fyrir kennara. Frestur til að senda inn lýsingu á erindi eða vinnustofu er til 5. apríl 2024

Smelltu hér til að senda inn erindi

Öll velkomin!