Valmynd Leit

Sjávarútvegsfrćđi

Nemendur í sjávarútvegsfrćđi

3 ára nám, 180 ECTS einingar, stađarnám og fjarnám

Íslenskur sjávarútvegur skapar um milljarđ króna í útflutningstekjur hvern virkan dag. Hann hefur einnig skapađ sér mjög gott orđspor erlendis og er talinn einn hinn framsćknasti í heimi. Háskólinn á Akureyri býđur einn íslenskra háskóla upp á ţriggja ára nám í sjávarútvegsfrćđi til BS-prófs. 

Áherslur námsins

Sjávarútvegsfrćđi er spennandi og krefjandi nám og er markmiđiđ ađ veita góđan grunn til stjórnunarstarfa í öllum greinum sjávarútvegs. Sjávarútvegurinn er í raun langt ferli frá auđlindinni um veiđarnar og vinnsluna og ţar til vara er tilbúin á disk neytenda í fjarlćgum löndum. Alls stađar í ţessu ferli ţarf ađ huga ađ ţáttum eins og gćđum, sjálfbćrni og hagkvćmni. Nemendur í sjávarútvegsfrćđi öđlast ţekkingu á ýmsum sviđum, međal annars um vistfrćđi hafsins, um helstu veiđi- og vinnsluađferđir, um rekstur fyrirtćkja og um mikilvćgi markađa og markađssetningar. Námiđ er ţví mjög fjölbreytt og einstakt í íslenskri námsflóru.

Mikil áhersla er lögđ á samvinnu viđ fyrirtćki og stofnanir sem vinna viđ sjávarútveg og stođgreinar hans, m.a. í tengslum viđ lokaverkefni nemanda.

Möguleikar ađ námi loknu

Stćrstu vinnuveitendur sjávarútvegsfrćđinga eru stóru sjávarútvegsfyrirtćkin á Íslandi svo sem Samherji, HB Grandi og Vinnslustöđin, allt fyrirtćki sem eru burđarásar í samfélaginu. Sjávarútvegsfrćđingar starfa annars mjög víđa innan íslenskra sjávarútvegsfyrirtćkja, ţeir eru framkvćmdastjórar, framleiđslustjórar, sviđsstjórar, gjaldkerar, skipstjórar, útgerđarstjórar, verkstjórar, gćđastjórar og margt fleira. Margir ţeirra reka einnig eigin fyrirtćki eđa starfa erlendis. Reynslan hefur sýnt ađ námiđ nýtist einnig víđar ţví allt ađ helmingur sjávarútvegsfrćđinga starfar utan hefđbundinna sjávarútvegsfyrirtćkja, til dćmis hjá fjármála-, flutninga- og hugbúnađarfyrirtćkjum.

Er sjávarútvegsfrćđi fyrir ţig?

  • Vilt ţú eiga kost á fjölbreyttu starfsvali?
  • Hefur ţú áhuga á auđlindum Íslands og verđmćtasköpun?
  • Hefur ţú áhuga á ađ vinna í alţjóđlegu umhverfi?
  • Hefur ţú áhuga á sjávarútvegi, hvort sem ţú hefur starfađ ţar eđa ekki?

Fyrirkomulag námsins

Nám í sjávarútvegsfrćđi er í bođi sem sveigjanlegt nám. Engu skiptir hvort nemandi sé fjar- eđa stađarnemi, hćgt er ađ stunda námiđ hvar sem er á landinu og jafnvel innan ákveđinna marka erlendis. Koma ţarf í tvisvar sinnum í eina viku til Akureyrar á hverju misseri til ađ gera tilraunir og sćkja verklega tíma í sumum námskeiđum. Algengt er ađ fjarnemar taki námiđ á lengri tíma en 3 árum, sérstaklega ef ţeir eru í hlutavinnu međ námi. Frá og međ haustinu 2017 geta nemendur í sjávarútvegsfrćđi einnig fengiđ gráđu í viđskiptafrćđi međ ţví ađ bćta viđ sig einu ári í viđskiptagreinum. Ţeir útskrifast ţá međ tvćr gráđur, bćđi sem sjávarútvegsfrćđingar og viđskiptafrćđingar.

Ađgengi ađ kennurum og samnemendum

Allir fyrirlestrar eru teknir upp og eru ađgengilegir bćđi fjarnemum og stađarnemum á vefnum allt misseriđ. Lögđ er áhersla á ađ hitta nemendur og rćđa viđ ţá ţegar ţeir eru á svćđinu. Ţess á milli er hvatt til góđra samskipta međ hjálp tćkninnar eđa símleiđis.

Framhaldsnám

BS-próf frá auđlindadeild HA er góđur grunnur fyrir framhaldsnám í fjölmörgum greinum náttúru­vísinda, hvort sem er viđ innlenda eđa erlenda háskóla. Auk náms viđ ađra háskóla standa til bođa tvćr leiđir til meistaranáms viđ HA. Annars vegar er hćgt ađ fara beint í meistaranám í auđlindafrćđum og hins vegar er hćgt ađ velja meistaranám í viđskiptafrćđum.

Gunnar Ţór

 

"Sjávarútvegsfrćđin er alveg frábćrt nám, mađur lćrir ekki bara um sjávarútveg heldur tekur mađur
allt frá fjármálum til örverufrćđi svo mađur er tilbúinn í nánast hvađ sem er eftir útskrift. HA er eins og lítiđ samfélag og sjávarútvegsfrćđin lítil fjölskylda sem er magnađ."

Gunnar Ţór Halldórsson
verkefnastjóri viđ Sjávarútvegsmiđstöđ HA

Jón Ingi Björnsson.

 

"Ţađ versta viđ sjávarútvegsfrćđinámiđ er ađ ţurfa ađ útskrifast og fara. Kosturinn er hins vegar ađ ţađ er hćgt ađ halda góđu sambandi viđ starfsfólk HA, jafnvel ţótt námi sé lokiđ."

Jón Ingi Björnsson
innkaupastjóri IcefreshGmbH, Frankfurt, Ţýskalandi

 

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu