Allir stúdentar eiga kost á að taka hluta af námi sínu við erlenda samstarfsháskóla.
- Þú velur á milli eins eða tveggja missera náms
- Stúdentar á heilbrigðisvísindasviði geta tekið hluta klíníska námsins í skiptinámi
- Í boði eru háskólar í gegnum Erasmus+ og Nordplus
- Háskólar á norðlægum slóðum í gegnum North2North
- Háskólar utan Evrópu
Almennt um skiptinám
Hvað kostar skiptinámið?
Þú færð niðurfellingu á skólagjöldum gestaskólans og greiðir eingöngu innritunargjald í HA.
- Þú greiðir fyrir húsnæði, fæði, bókakostnað og annað sem til fellur
- Gestaskólinn veitir aðstoð við að útvega húsnæðið auk annarrar almennrar aðstoðar
- Í Erasmus+ og Nordplus er möguleiki á dvalar- og ferðakostaði upp að vissu marki
Hverjir eru kostirnir við að fara í skiptinám?
- Þú getur fengið námið metið inn í þitt nám við HA
- Þú eykur færni þína í tungumálakunnáttu
- Færð reynslu af nýju skólakerfi
- Lærir að þekkja menningu, siði og venjur annarrar þjóðar
- Byggir upp fjölþjóðlegt tengslanet
- Færð reynslu sem nýtist í atvinnulífinu að námi loknu
Hver eru skilyrðin fyrir því að geta farið í skiptinám?
- Þú þarft að hafa lokið 60 ECTS einingum í viðkomandi námi. Stúdentar í hjúkrunarfræði þurfa að hafa lokið tveimur námsárum.
- Þú þarft að fara út í fullu samstarfi við þína deild.
Þurfi að velja á milli stúdenta sem sótt hafa um sama skóla gilda eftirfarandi reglur:
- Gildar umsóknir sem berast fyrir auglýstan umsóknarfrest hafa forgang. Umsókn telst ekki gild fyrr en öll fylgigögn hafa borist.
- Meistaranemar njóta forgangs umfram grunnnema nema ákvæði viðkomandi samstarfssamnings kveði á um annað.
- Ef umsækjendur eru á sama námsstigi gildir eftirfarandi:
- Ef munar minna en 30 ECTS á loknum einingum ráða einkunnayfirlit og árangursröðun úrslitum. Ef einkunnir eru sambærilegar skal varpa hlutkesti milli stúdenta í viðurvist votta.
- Ef munar meira en 30 ECTS á loknum einingum ráða einkunnayfirlit og árangursröðun einungis úrslitum ef munur á meðaleinkunn milli stúdenta er einn heill eða meira (t.d. annar með 6.5 og hinn með 8.0). Ef einkunnir eru sambærilegar skal varpa hlutkesti milli stúdenta í viðurvist votta.
Er umsóknarfrestur?
Já, umsóknarfrestur fyrir skiptinám er 1. mars fyrir haustönn og 1. nóvember fyrir vorönn.
Hvernig sæki ég um skiptinám?
1. Veldu gestaskóla
Kynntu þér skiptinám í gegnum efnið hér að ofan og hafðu samband við Miðstöð alþjóðasamskipta ef þú þarft frekari upplýsingar.
Veldu gestaskóla sem þú hefur áhuga á og skoðaðu vel hvaða námskeið eru í boði fyrir skiptinema þar.
Mundu að umsóknarfrestur fyrir skiptinám er:
- 1. mars fyrir haustönn
- 1. nóvember fyrir vorönn
2. Fylltu út umsókn í Uglu
Þú sækir um skiptinám í Uglu: Uglan mín > Umsókn um skiptinám
Þegar þú sækir um skiptinám í Uglu er sjálfkrafa sótt um styrki ef samstarfsskólinn tengist HA í gegnum Erasmus+ eða Nordplus.
Við hvetjum þig einnig til að sækja um inngildingarstyrk til viðbótar við hefðbundinn dvalarstyrk.
Inngildingarstyrkur á við um:
- stúdenta búsetta á landsbyggðinni
- stúdenta með efnahagslegar hindranir
- stúdenta sem eru innflytjendur eða börn innflytjenda
- stúdenta með stöðu flóttafólks
- stúdenta sem glíma eða hafa glímt við alvarleg veikindi, langvarandi veikindi eða andlegar áskoranir
- stúdenta með líkamlega fötlun, þroskafrávik, sjón-/heyrnarskerðingu eða námshamlanir
- stúdenta með börn undir 18 ára
Sjá nánari upplýsingar um inngildingarstyrki á vefsíðu Rannís
3. Fylltu út námssamning
Í námssamningum (learning agreement) eiga að koma fram:
- Námskeið sem þú ætlar að taka við gestaskólann (ef kennsluskráin fyrir næsta skólaár er ekki tilbúin þá miðar þú við núverandi kennsluskrá)
- Námskeið sem þú færð metin við HA
Notaðu námssaming sem passar skólanum sem þú valdir:
Undirritun námssamnigsins:
Hafðu samband við verkefnastjóra námsbrautarinnar þinnar hér í HA til að yfirfara og undirrita námssamninginn. Í sumum deildum fer skjalið til matsnefndar.
Þú sendir svo undirritað eintak á: international@unak.is
Skilafrestur:
- 1. maí fyrir haustmisseri
- 15. nóvember fyrir vormisseri
4. Kláraðu umsóknarferlið hjá gestaskólanum
Þú þarft að sækja formlega um við gestaskólann.
Fyrst tilnefnir Miðstöð alþjóðasamskipta þig sem skiptinema til gestaskólans. Í kjölfarið færðu leiðbeiningar frá gestaskólanum um umsóknarferlið hjá sér.
Miðstöð aðþjóðasamskitpa aðstoðar við umsókn og útvegar nauðsynleg fylgigögn frá HA.
Atriði sem þarf að ganga frá:
- Senda samþykkisbréf frá gestaskóla á Miðstöð alþjóðasamskipta HA
- Ganga frá styrksamningi (ef við á)
- Undirritun á námssamningi frá gestaskóla
5. Gakktu frá árlegri skráningu við HA
Skiptinemar frá HA þurfa að vera skráðir hjá Háskólanum á Akureyri meðan á skiptinámi stendur.
Mundu að:
- Skrá þig í Uglu fyrir næsta skólaár
- Greiða skrásetningargjaldið
Ertu með frekari spurningar varðandi skiptinám? Hafðu samband við okkur hjá Miðstöð Alþjóðasamskipta.
Tímabókun
- Þú getur bókað fund á bókunarvefnum okkar
- Við getum hist á skrifstofunni okkar eða í Teams
- Miðstöð alþjóðasamskipta er staðsett á Sólborg í O115, sjá kort
Bóka fund
Erasmus+
Erasmus+ er menntaáætlun Evrópusambandsins. Háskólinn á Akureyri hefur verið virkur þátttakandi í Erasmus samstarfi um árabil.