Valmynd Leit

Hjúkrunarfrćđi

Nemendur í hjúkrunarfrćđi. Mynd: Auđunn Níelsson.

4 ára nám, 240 ECTS einingar, stađarnám og sveigjanlegt nám

Nám í hjúkrunarfrćđi viđ Háskólann á Akureyri fer fram í hjúkrunarfrćđideild. Nám til BS-prófs í hjúkrunarfrćđi tekur fjögur ár og inntökuskilyrđi er ađ öllu jöfnu stúdentspróf eđa sambćrileg menntun. Námiđ er alţjóđlega viđurkennt og veitir ađgang ađ framhaldsnámi á meistarastigi.

Áherslur og markmiđ

Meginmarkmiđ hjúkrunarfrćđideildar er ađ mennta einstaklinga í undirstöđugreinum heilbrigđisvísinda í samrćmi viđ ţarfir samfélagsins hverju sinni. Hjúkrunarfrćđingar frá Háskólanum á Akureyri eru faglega fćrir um ađ gegna almennum hjúkrunarstörfum, svo og stjórnunar- og frćđslustörfum á flestum sviđum heilbrigđisţjónustu. Atvinnumöguleikar eru fjölbreytilegir hérlendis og erlendis.

Hjúkrunarfrćđi er frćđigrein sem skođar ţarfir einstaklinga og fjölskyldna ţeirra á öllum aldursstigum; heilbrigđa og sjúka; samskipti, frćđsluţarfir og viđhorf. Hjúkrunarfrćđinámiđ viđ HA hefur getiđ sér gott orđ og er alţjóđlega viđurkennt. Ţađ hefur tekiđ miđ af ţeirri ţróun sem hefur orđiđ í frćđigreininni. Námiđ er byggt á sterkum faglegum grunni í raunvísindum, hug- og félagsvísindum auk hjúkrunarfrćđigreinum. Strax á fyrsta ári fara nemendur út um allt land í klínískt nám. Reynslan hefur sýnt ađ námsumhverfiđ í hjúkrunarfrćđináminu viđ skólann er jákvćtt og í hverjum nemendahópi eru yfirleitt um 55 manns.

Námsskipulagiđ

Námiđ skiptist í raunvísindi, hug- og félagsvísindagreinar og hjúkrunarfrćđigreinar. Klínískt nám hefst strax á fyrsta ári, fer fram á sjúkrastofnunum víđa um land og er á fjórum árum samtals 24 vikur.

Reglur um námsframvindu

Möguleikar nemanda til ađ komast yfir á annađ misseri 1. námsárs samkvćmt námskrá hjúkrunarfrćđideildar ákvarđast af reglum um val á nemendum til náms í hjúkrunarfrćđi. Nemandi ţarf ađ ljúka námskeiđum sem skráđ eru í námskrá fyrir fyrsta og annađ námsár, áđur en hann hefur nám á ţriđja námsári. Hámarkstími til ađ ljúka fyrri hluta náms er ţrjú ár og önnur ţrjú ár til ađ ljúka seinnihluta náms eđa samtals sex ár. Ef brýnar persónulegar ástćđur hindra nemanda í ađ ljúka námi innan ţessara tímamarka getur hann sótt um undanţágu til deildaráđs. Til ţess ađ nemandi geti fariđ í klínískt nám annars árs ţarf hann fyrst ađ hafa lokiđ klínísku námi fyrsta árs, allri sýnikennslu í námskeiđum HJÚ0208, HJÚ0306 og HJÚ0508, HFM0104 og kennslu í skráningu.

Sveigjanlegt nám í hjúkrunarfrćđi

Kennsla fer fram viđ Háskólann á Akureyri og á netinu. Nemendur eru búsettir víđs vegar um landiđ, á Akureyri sem annars stađar. Sveigjanlegt nám fer fram samhliđa stađarnámi og mynda stađar- og fjarnemar einn heildstćđan nemendahóp. Námsefni er ađgengilegt á lokuđum vefsíđum viđkomandi námskeiđs og getur ţar veriđ um ađ rćđa upptökur á kennslustundum, talsettar glćrur, bein gagnvirk samskipti og fleira. Gerđ er krafa um ađ allir nemendur komi einu sinni til tvisvar á hverju misseri í fimm til tíu daga námslotur sem haldnar eru í húsakynnum Háskólans og taki ţátt í verklegri ţjálfun og umrćđutímum. Mest öll samskipti fjarnema og kennara fara í gegnum vefsíđur námskeiđa og samskiptakerfi tengd ţeim. Auk ţess hafa kennarar ýmist sérstaka viđtalstíma í síma eđa taka viđ fyrirspurnum og erindum nemenda, bćđi stađarnema og fjarnema, eftir samkomulagi. Nemendur nýta ýmsar samskiptaleiđir viđ námiđ, s.s. umrćđuţrćđi og Facebook-hópa. 

Dvöl viđ erlendan samstarfsháskóla

Heilbrigđisvísindasviđ er í samvinnu viđ skóla víđa í Evrópu um nemendaskipti. Ţar međ er möguleiki fyrir áhugasama nemendur ađ stunda klínískt nám ađ hluta til viđ samstarfsstofnanir á öđrum Norđurlöndum ţví hjúkrunarfrćđideildin tekur ţátt í Nordplus-samstarf viđ skóla í Svíţjóđ, Finnlandi, Noregi og Danmörku. Nemendur á ţriđja ári í hjúkrunarfrćđi eiga ţess einnig kost ađ taka hluta af námi sínu viđ samstarfsháskóla annars stađar í Evrópu eđa í Bandaríkjunum. Ţeir geta sótt um ađ taka eitt misseri eđa heilt skólaár. Til ţess ţarf náiđ samráđ viđ formann hjúkrunarfrćđideildar og velja ţarf öll námskeiđ međ samţykki skólans. Alţjóđafulltrúi HA ađstođar nemendur viđ ađ sćkja um námspláss, húsnćđi og nemendastyrk.

 

"Í námi mínu viđ HA fannst mér skipta mestu máli jákvćtt og hvetjandi viđmót kennara ásamt persónulegu og hlýlegu umhverfi. Ţađ er ein af mörgum ástćđum fyrir ţví ađ ég sóttist eftir ađ fá vinnu viđ skólann."

Sigrún Sigurđardóttir, lektor viđ heilbrigđisvísindasviđ HA.

 

Sigrún Sigurđardóttir.

 

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu