Valmynd Leit

Sálfrćđi BA

Nemar í sálfrćđi

3 ára nám, 180 ECTS einingar, stađarnám og fjarnám

Af hverju líđur mér svona? Hvers vegna gerđi ég ţetta? Af hverju get ég ekki hćtt ađ pćla í ţessu? Í sálfrćđinni leggjum viđ áherslu á ađ reyna ađ skilja mannlega hegđun, hugsun og tilfinningar. 

Áherslur námsins

Sálfrćđi viđ Háskólann á Akureyri er spennandi og krefjandi nám. Nemendur öđlast grunnţekkingu á ýmsum sviđum sálfrćđinnar međal annars í ţroska barna, sálfrćđilegum hliđum ţess ađ eldast, sálmeinafrćđi, taugasálfrćđi, sálmćlingum, félagssálfrćđi, atferlisfrćđi og vinnusálfrćđi. Í náminu öđlast nemendur fćrni í ađferđum rannsókna, međal annars međ ţví ađ taka virkan ţátt í rannsóknum. Mikil áhersla er lögđ á virka umrćđu međal nemenda og kennara. Ţannig ţjálfast nemendur í gagnrýnni hugsun. 

Einnig er hćgt ađ taka sálfrćđi sem 60 ECTS eđa 120 ECTS aukagrein.

Símat

Námsmatiđ byggir á símatsstefnu, sem ţýđir ađ námskeiđum lýkur helst ekki međ einu stóru prófi heldur byggir ţađ á eftirfarandi atriđum:

 • Hlutaprófum
 • Verkefnum
 • Umrćđum
 • Verklegum ćfingum
 • Sýnikennslu
 • Tilraunum og rannsóknum á vettvangi

Međ ţessu móti geta nemendur fylgst vel međ eigin árangri en jafnframt krefst ţetta jafnrar ástundunar ţeirra. Hins vegar eru ýmis námskeiđ samkennd međ öđrum deildum eđa öđrum námslínum, einkum á fyrsta ári, ţannig ađ ćtíđ verđa einhverjar undantekningar frá símatsstefnunni.

Möguleikar ađ námi loknu

Brautskráđir nemendur starfa međal annars viđ rannsóknir, sem forvarnarfulltrúar, taka kennsluréttindi og starfa sem kennarar. Ađrir fara í áframhaldandi nám og öđlast starfsréttindi sem sálfrćđingar og starfa margir ţeirra sem skólasálfrćđingar, á sjúkrahúsum, viđ ráđgjöf og ýmiskonar međferđarvinnu. Auk ţess veitir námiđ sterkan grunn fyrir annađ framhaldsnám á ólíkum sviđum sálfrćđinnar og tengdum greinum eins og í mannauđsstjórnun og fjölskylduráđgjöf.

Kennarar í sálfrćđi viđ Háskólann á Akureyri

Kennarar í sálfrćđi viđ HA eru öflugir og í miklum tengslum viđ frćđimenn og sérfrćđinga viđ háskóla hér á landi og erlendis. Fjölbreyttar rannsóknir eru stundađar ýmsum sviđum sálfrćđinnar, ţar sem nemendum á lokastigum námsins gefst oft kostur á ađ taka ţátt. Helstu sérsviđ kennara í sálfrćđi eru ţessi:

 • Klínísk sálfrćđi
 • Heilsusálfrćđi
 • Hugsun og hugarferli
 
 •    Atferlisgreining
 •    Taugahrörnunarsjúkdómar
 •    Lífeđlisleg sálfrćđi

 

Margrét Lára Viđarsdóttir.

 

 "Upplifun mín af fjarnáminu í sálfrćđi viđ HA var frábćr. Ég stundađi námiđ samhliđa atvinnumannaferli mínum og er afar ţakklát fyrir ađ hafa fengiđ tćkifćri ađ stunda 100% nám samhliđa vinnunni."

Margrét Lára Viđarsdóttir
atvinnumađur í knattspyrnu

 

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu