Valmynd Leit

Menntunarfrćđi M.Ed.

Nemandi í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Mynd: Daníel Starrason2 ára nám, 120 ECTS einingar, lotunám og fjarnám
1 árs viðbótarpróf, 60 ECTS einingar, lotunám og fjarnám

MEd nám í menntunarfræði er beint framhald af BEd námi við kennaradeild HA eða öðru bakkalárnámi úr öðrum deildum/háskólum. Því er ætlað að mennta nemendur til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Nemendur velja sér kjörsvið sem taka mið af því. Sérstök rækt er lögð við verklega þjálfun kennaraefna með samfelldu vettvangsnámi og æfingakennslu sem spannar heilt námsmisseri. Náminu lýkur með meistaraprófsritgerð.

Inntökuskilyrði
Innritunarskilyrði í MEd nám er að lágmarki önnur einkunn á bakkalárprófi.

Kjörsvið til MEd prófs eru þrjú:

  • Leikskólastig
    • Að námi loknu öðlast nemendur leyfisbréf sem leikskólakennarar.
  • Grunnskólastig
    • Að námi loknu öðlast nemendur leyfisbréf sem grunnskólakennarar.
  • Framhaldsskólastig
    • Að námi loknu geta nemendur sótt um leyfisbréf sem framhaldsskólakennarar að uppfylltum skilyrðum laga. 

Fyrirkomulag kennslu
Krafa er gerð um ákveðna tímasókn í námskeið og viðveru í vettvangsnámi og æfingakennslu. Kennsla fer fram með breytilegu sniði, sem staðarnám og/eða fjarnám, í staðbundnum lotum og dvöl í skólum í vettvangsnámi og æfingakennslu.

Viðbótarpróf í menntunarfræði
Viðbótarpróf í menntunarfræði (60 ECTS) er einkum ætlað þeim sem hafa lokið meistaraprófi og vilja afla sér kennsluréttinda. Námið er byggt upp með svipuðum hætti og fyrra ár MEd námsins.

 

"Skemmtilegast fannst mér að læra Íslandssögu, grenndarfræði og líffræði. Nú kenni ég í heimabyggð minni, Þorlákshöfn, og get varla hugsað mér skemmtilegra eða meira gefandi starf."

 

Anna Sólveig Ingvadóttir
grunnskólakennari og fyrrum fjarnemi HA

Anna Sólveig Ingvadóttir.

Námssviđ

Heilbrigðisvísindasvið

Viðskipta- og Raunvísindasvið

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasvið

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Sólborg v/norđurslóđ         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Skráđu ţig á póstlista HA

Fylgdu okkur eđa deildu