Grunnnám
Háskólinn á Akureyri er námssamfélag sem stúdentar eru hvattir til að taka virkan þátt í með tímasókn, fjarfundum og umræðum eftir því sem við á. Staðbundnar námslotur eru á hverju misseri og er 80% skyldumæting í þær. Nýnemadagar teljast til námslota í Kennaradeild. Í staðlotum er lögð áhersla á umræður og verkefnavinnu sem ekki verður unnin á öðrum vettvangi. Einkunn lækkar því um 15% ef mæting fer niður fyrir 80% en fari hún undir 50% verður stúdent að sitja námskeiðið aftur.
Mætingarskylda er í allt vettvangsnám og æfingakennslu.
Geti stúdent ekki mætt í einstaka tíma ber hann ábyrgð á að afla sér upplýsinga sem hann kann að hafa farið á mis við. Kennurum ber ekki skylda til að veita sérstakar tilhliðranir vegna stúdenta sem sækja ekki kennslustundir.
Framhaldsnám
Háskólinn á Akureyri er námssamfélag sem stúdentar eru hvattir til að taka virkan þátt í með tímasókn, fjarfundum og umræðum eftir því sem við á. Mikilvægt er að stúdentar mæti í námslotur og taki virkan þátt í þeim námsþáttum sem þar fara fram og ekki verða unnir á öðrum vettvangi.
Geti stúdent ekki mætt í einstaka tíma ber hann ábyrgð á að afla sér upplýsinga sem hann kann að hafa farið á mis við. Kennurum ber ekki skylda til að veita sérstakar tilhliðranir vegna stúdenta sem sækja ekki kennslustundir.
Mætingarskylda er í allt vettvangsnám og æfingakennslu.