Nýnemadagar

Við hlökkum til að taka á móti ykkur - Enginn ætti að láta Nýnemadaga fram hjá sér fara

Markmið Nýnemadaga er meðal annars

  • Að bjóða nýnema velkomna til starfa í HA
  • Að gefa nýnemum tækifæri á að kynnast starfsfólki og þjónustu háskólans í upphafi náms, til að mynda tölvuumhverfi, prófareglum, bókasafni, námsráðgjöf, alþjóðasamstarfi, húsnæði og fleira
  • Að gera grein fyrir almennum væntingum HA til nýnema

Ekki hika við að nýta þér tækifæri til að kynnast háskólaumhverfinu. Reynslan sýnir að þátttaka á Nýnemadögum auðveldar stúdentum að hefja nám; þau eru fljótari að kynnast samnemendum sínum, vinnuumhverfi, starfsfólki og húsnæði HA. Fyrstu kennslustundirnar hefjast að loknum nýnemamóttökum í hverri deild fyrir sig.

Upplýsingar fyrir nýnema

Nýnemum er skipt í hópa

Mánudagur

Nýnemar mæta í lotu samkvæmt stundatöflu í Uglu:
- Kennaradeild
- Lögreglufræði
- Lagadeild 

Þriðjudagur

Nýnemadagskrá hjá Hug- og félagsvísindasviði:
- Félagsvísindadeild (félagsvísindi, fjölmiðlafræði, lögreglufræði og nútímafræði)
- Lagadeild
- Sálfræðideild
- Kennaradeild

Nýnemapartý aðildafélaga

Miðvikudagur

Nýnemar mæta í lotu samkvæmt stundatöflu í Uglu:
- Félagsvísindadeild (félagsvísindi, fjölmiðlafræði, lögreglufræði og nútímafræði)
- Kennaradeild
- Lagadeild
- Lögreglufræði
- Sálfræðideild

Fimmtudagur

Nýnemadagskrá hjá Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviði:
- Auðlindadeild (líftækni og sjávarútvegsfræði)
- Fagnám fyrir starfandi sjúkraliða
- Hjúkrunarfræðideild
- Iðjuþjálfunarfræðideild
- Tölvunarfræði og tæknifræði
- Viðskiptadeild

NÝNEMAPARTÝ SHA - fyrir alla nýnema og stúdenta

Föstudagur

Nýnemar hjá Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviði mæta í lotu samkvæmt stundatöflu í Uglu
- Fagnám fyrir starfandi sjúkraliða
- Hjúkrunarfræðideild
- Iðjuþjálfunarfræðideild
- Tölvunarfræði og tæknifræði

Sundurliðuð nýnemadagskrá

Þriðjudagur 26. ágúst

Nýnemar í Félagsvísindadeild (félagsvísindi, fjölmiðlafræði, lögreglufræði og nútímafræði), Lagadeild, Sálfræðideild og Kennaradeild.

Formleg dagskrá hefst kl. 9 í Hátíðarsal.

09:00-09:05 Ávarp rektors

09:05-09:20 Stúdentafélag Háskólans á Akureyri – SHA kynnir starfsemi sína

09:20-09:30 Heiða Kristín skrifstofustjóri heilsar, fer yfir mikilvægar upplýsingar og skiptir í hópa

09:35-10:45 Dagskrá deilda:

  • Félagsvísindadeild í stofu N101
  • Kennaradeild í stofu M102
  • Lagadeild í stofu M201
  • Sálfræðideild í stofu N102

10:10-10:40 Skiptist Félagsvísindadeild niður í dagskrá námsbrauta: 

  • Félagsvísindi í stofu M203
  • Fjölmiðlafræði í stofu N202
  • Lögreglufræði í stofu M101
  • Nútímafræði í stofu N201

10:45-12:00 Nýnemi 101 í Hátíðarsal

12:00-13:00 Grill SHA fyrir framan aðalinngang

13:10-14:50 Kennsla samkvæmt stundaskrá í Uglu

15:00 Allir nýnemar í Hátíðarsal - Dagskrá SHA

Nýnemakvöld Kumpána – Fylgist með Kumpána á Facebook
Nýnemakvöld MagisterFylgist með Magister á Facebook
Nýnemakvöld Þemis – Fylgist með Þemis á Facebook

Athugið að NÝNEMAPARTÝ SHA verður á fimmtudeginum og eru allir nýnemar hvattir til að mæta!

Fimmtudagur 29. ágúst

Nýnemar í Auðlindadeild (líftækni og sjávarútvegsfræði), Fagnám fyrir starfandi sjúkraliða, Hjúkrunarfræðideild, Iðjuþjálfunarfræðideild, Tölvunarfræði, Tæknifræði og Viðskiptadeild

Formleg dagskrá hefst kl. 9 í Hátíðarsal.

09:00-09:05 Ávarp rektors

09:05-09:20 Stúdentafélag Háskólans á Akureyri – SHA kynnir starfsemi sína

09:20-09:30 Anna Bryndís skrifstofustjóri heilsar, fer yfir mikilvægar upplýsingar og skiptir í hópa

09:35-10:45 Dagskrá deilda:

  • Viðskiptadeild í stofu M101
  • Auðlindadeild í stofu L103
  • Tölvunarfræði/Tæknifræði í stofu L102
  • Hjúkrunarfræðideild í stofu N101
  • Iðjuþjálfunarfræðideild í stofu M102
  • Fagnám fyrir sjúkraliða í stofu M203

10:45-12:00 Nýnemi 101 í Hátíðarsal

12:00-13:00 Grill SHA fyrir framan aðalinngang

13:10-15:10 Kennsla samkvæmt stundaskrá í Uglu

15:15 Allir nýnemar í Hátíðarsal - Dagskrá SHA

Nýnemapartý SHA

Nýnemapartý SHA fyrir alla nýnema og stúdenta við HA - Tímasetning og staðsetning kemur von bráðar - Fylgist með SHA á Facebook og Instagram

Fyrirpartý Data – Fylgist með Data á Facebook
Fyrirpartý Reka – Fylgist með Reka á Facebook
Fyrirpartý Stafnbúa – Fylgist með Stafnbúa á Facebook

Undirbúningsnámskeið 

Fimm undirbúningsnámskeið eru í boði fyrir nýnema um miðjan ágúst. Smellið hér fyrir nánari upplýsingar.

 

VIÐ HLÖKKUM TIL AÐ TAKA Á MÓTI ÞÉR Í HA Á NÝNEMADÖGUM!