Undirbúningsnámskeið

Undirbúningsnámskeið í efnafræði, stærðfræði og fræðilegri ritun, eru haldin fyrir nýnema. Námskeiðin eru í samstarfi við Símenntun HA. Þau fara fram seinni partinn í ágúst. Námskeiðsgjaldi er stillt í hóf.

Frekari upplýsingar og skráning er hjá Símenntun HA.

Undirbúningsnámskeið í efnafræði

Námskeiðið tengist námi í auðlindafræði, heilbrigðis- og kennaradeildum. Hentar nýnemum sem vilja skerpa á þekkingu sinni á efnafræði.

Fjallað verður um grundvallaratriði í ólífrænni efnafræði:

  • byggingu atóma
  • lotukerfið
  • efnatengi
  • efnahvörf
  • magnútreikninga
  • sýrur og basa

Námskeiðið stendur yfir í eina viku. Undirbúningsnámskeið veitir ekki einingar.

Undirbúningsnámskeið í stærðfræði

Námskeiðið tengist námi í viðskipta-, raunvísinda- og kennaradeildum. Hentar nemendum sem vilja skerpa á þekkingu sinni á stærðfræði.

Mælt sérstaklega með fyrir þá sem hafa útskrifast með fáar einingar í stærðfræði úr framhaldsskóla.

Fjallað verður um:

  • tölur
  • reikniaðgerðir
  • plús og mínus
  • almenn brot
  • mengi
  • hnitakerfi
  • línur
  • bókstafareikning (algebru)
  • jöfnur og ójöfnur,
  • föll
  • hornaföll
  • flatarmál og rúmmál

Námskeiðið stendur yfir í tvo daga. Undirbúningsnámskeið veitir ekki einingar.

Undirbúningsnámskeið í fræðilegri ritun

Námskeiðið tengist öllu námi. Nemendur læra að skila af sér fræðilegum texta á faglegan hátt.

Farið verður yfir atriði eins og:

  • málsnið
  • orðfæri
  • flæði og samhengi
  • hugtakanotkun
  • samþættingu texta og heimilda
  • grunnatriði varðandi meðferð og utanumhald heimilda og tilvísana

Námskeiðið stendur yfir í eina viku. Undirbúningsnámskeið veitir ekki einingar.