Valmynd Leit

Viđskiptafrćđi

3 ára nám, 180 ECTS einingar, stađarnám og fjarnám

Viđskiptafrćđi viđ Háskólann á Akureyri er hagnýtt nám ţar sem einstaklingar eru menntađir til ábyrgđarstarfa viđ rekstur fyrirtćkja, stofnana eđa félagasamtaka. Ţeir öđlast ţekkingu á grunnatriđum viđskiptafrćđa og eru ţjálfađir í faglegum vinnubrögđum og gagnrýnni hugsun sem gerir ţá hćfa til ađ beita viđurkenndum ađferđum viđ ákvarđanatöku, stjórnun og stefnumótun.

Samhliđa eru nemendur ţjálfađir í frćđilegum vinnubrögđum sem nýtast munu í framhaldsnámi og starfi. Allir nemendur öđlast góđa grunnţekkingu á viđskiptafrćđi og geta svo valiđ ađ leggja sérstaka áherslu á stjórnun og fjármál eđa stjórnun og markađsfrćđi. Deildin sýnir frumkvćđi í íslensku menntakerfi á sínum sérsviđum í samrćmi viđ ţarfir markađarins á hverjum tíma. Slíkt er međal annars gert međ virkum tengslum viđ fyrirtćki međ verkefnavinnu og tengslum viđ rannsóknarstofnanir. 

Áherslur námsins:

Nemendur geta valiđ hvort ţeir leggja áherslu á stjórnun og markađsfrćđi eđa stjórnun og fjármál. Nemendur lćra međal annars ađ búa til viđskipta-, markađs- og kynningaráćtlanir. Lögđ er áhersla á tengingu viđ atvinnulífiđ ţar sem nemendur vinna einstaklings- og hópverkefni í samstarfi viđ fyrirtćki og stofnanir. Einnig er lögđ áhersla á gagnrýna hugsun og sjálfstćđ vinnubrögđ í náminu.

  • Stjórnun og fjármál: Lögđ er áhersla á ađ mennta fólk til almennra stjórnunarstarfa í fyrirtćkjum og til ađ gegna ábyrgđarstöđum í fjármálafyrirtćkjum auk ţess ađ veita nauđsynlegan undirbúning fyrir framhaldsnám í viđskiptafrćđum. Fjallađ er m.a. um stjórnun skipulagsheilda, mannauđsstjórnun, stefnumótun, hagnýta stćrđfrćđi, hagrannsóknir og ţjóđhagsfrćđi ásamt ţví ađ fjalla ítarlega um fjármálastjórnun, áhćttustýringu og verđbréfalögfrćđi.

  • Stjórnun og markađsfrćđi: Lögđ er áhersla á ađ mennta fólk til stjórnunar- og markađsstarfa auk ţess ađ veita nauđsynlegan undirbúning fyrir framhaldsnám í viđskiptafrćđum. Fjallađ er međal annars um stjórnun skipulagsheilda, mannauđsstjórnun og stefnumótun ásamt ţví ađ falla ítarlega um auglýsinga- og kynningarmál, ţjónustumarkađsfrćđi, neytendahegđun, almannatengsl og markađsrannsóknir. Í náminu er fariđ yfir ađferđir til markađsgreiningar, gerđ markađs- og kynningaráćtlana, ţjónustumćlinga og almannatengslaherferđa. Ađ auki eru m.a. kennd námskeiđ í vöruţróun og áćtlanagerđ. 

Allir vegir fćrir ađ námi loknu

Viđskiptafrćđi opnar margar spennandi leiđir ađ námi loknu, bćđi til starfa og framhaldsnáms. Viđskiptafrćđingar frá Háskólanum á Akureyri eru eftirsóttir starfskraftar og starfa međal annars sem ráđgjafar, framkvćmdastjórar, fjármálastjórar, starfsmannastjórar, markađsstjórar og verkefnastjórar. Einnig hefur námiđ reynst góđur grunnur fyrir ţá sem fara í framhaldsnám, bćđi hérlendis og erlendis. Námiđ veitir prófgráđuna BS í viđskiptafrćđi.

Er viđskiptafrćđi fyrir ţig?

  • Vilt ţú eiga kost á fjölbreyttu starfsvali?
  • Hefur ţú áhuga á markađsmálum?
  • Hefur ţú áhuga á fjármálum?
  • Hefur ţú áhuga á stjórnun?
  • Langar ţig í framhaldsnám sem byggir á viđskiptafrćđilegum grunni?

Fyrirkomulag námsins

Námiđ er skipulagt ţannig ađ nemendur geta stundađ námiđ hvort heldur sem ţeir eru stađar- eđa fjarnemar. Allir hefđbundnir fyrirlestrar eru teknir upp og eru upptökurnar settar á kennsluvef skólans. Nemendur sem ekki eru á stađnum taka ţátt í umrćđum og verkefnavinnu og hafa samskipti sín á milli og viđ kennara á kennsluvef. Ţannig geta nemendur sem leggja stund á nám í viđskiptafrćđi sinnt námi sínu óháđ stađ og stund. Um miđbik hvers misseris fer fram vinnulota í Háskólanum á Akureyri sem nemendum ber ađ sćkja. Ţá er hefđbundin kennsla brotin upp og verkefni unnin sem gera ráđ fyrir ađ nemendur séu á stađnum.

 Andri Dan Traustason

 

"Háskólinn á Akureyri bjó mig vel undir krefjandi framhaldsnám erlendis. Smćđ háskólans auđveldar samskipti viđ kennara verulega án ţess ađ koma niđur á yfirgripsmiklu námsframbođi."

Andri Dan Traustason,
mastersnemi viđ University of Edinburgh Business School

 

 

Jóna Jónsdóttir.

 

"Í HA lćrđi ég ađ skipuleggja mig vel og greina ađalatriđi frá smáatriđum, auk ţess sem ég fékk góđa ţjálfun í verkefnavinnu. Ţessi grunnur hefur reynst mér vel í framhaldsnámi sem og í atvinnulífinu."

Jóna Jónsdóttir,
starfsmannastjóri hjá Norđlenska

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu