Valmynd Leit

Kennarafrćđi BEd

Nemendur í kennarafrćđi

3 ára nám til BEd gráđu, 180 ECTS einingar, stađar- og fjarnám
2 ára nám á leikskólastigi, 120 ECTS einingar, stađar- og fjarnám

Kennaranám veitir traustan undirbúning til starfs á stćrsta vinnumarkađi landsins: í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum. Í kennaradeild er veitt örugg ţekking á undirstöđuţáttum kennarastarfsins og markviss ţjálfun til virkrar ţátttöku í lifandi menntasamfélagi.

Áherslur námsins

Nám til BEd prófs í kennarafrćđi er fyrri hluti fimm ára náms til MEd prófs sem er forsenda kennsluréttinda. Fyrsta áriđ er ađ mestu sameiginlegt öllum nemendum, á öđru ári velja ţeir sér kjörsviđ og á ţriđja námsári auka nemendur á leik- og grunnskólaskjörsviđum viđ sérhćfingu sína međ valgreinum en nemendur á íţróttakjörsviđi taka ađallega vettvangstengd námskeiđ. Markmiđ námsins er ađ veita nemendum alhliđa innsýn í kennarafrćđi og undirbúa ţá fyrir frekara nám.

Kjörsviđ til BEd prófs eru ţrjú:

 • Leikskólakjörsviđ
  • Nemendur á leikskólastigi geta lokiđ diplómaprófi ađ tveimur námsárum loknum (120 einingar) og fariđ til starfa í leikskólum sem ađstođarleikskólakennarar. Diplómanámiđ er skipulagt međ svipuđu sniđi og fyrstu tvö árin til bakkalárgráđu.
 • Grunnskólakjörsviđ
 • Íţróttakjörsviđ

Heimilt er ađ leita kjörsviđssérhćfingar innan eđa utan HA.

Kennsluhćttir og tilhögun

 • Fyrsta námsár: Sameiginlegt öllum nemendum fyrir utan eitt sérkennt námskeiđ fyrir hvert kjörsviđ.
 • Annađ námsár: Aukin sérhćfing međ hliđsjón af kjörsviđum.
 • Ţriđja námsár: Enn frekari sérhćfing á kjörsviđi.

Er kennarafrćđi fyrir ţig?

 • Hefur ţú einlćgan áhuga á ungu fólki?
 • Hefur ţú ánćgju af ađ rćđa og lesa um uppeldis-, skóla- og íţróttamál?
 • Finnst ţér miklu skipta hvernig stađiđ er ađ menntun og íţróttum barna og unglinga?
 • Átt ţú gott međ ađ vinna međ öđrum?
 • Hefur ţú gaman af nýjum hugmyndum og síbreytilegum viđfangsefnum?

Fyrirkomulag námsins

Margvíslegir möguleikar eru notađir viđ miđlun efnis og til gagnvirkra samskipta jafnframt ţví sem upptökur eru birtar á vefsvćđi hvers námskeiđs. Skyldumćting er í námslotur á Akureyri. Nemendur sem velja íţróttakjörsviđ taka mörg vettvangstengd íţróttanámskeiđ á ţriđja námsári sem krefjast búsetu í grennd viđ háskólasvćđiđ á Akureyri.

Möguleikar ađ námi loknu

Nám til BEd prófs veitir ekki sérstök starfsréttindi en ţađ er mikilvćgur undirbúningur fyrir frekara nám til kennsluréttinda. 

Sólveig María Árnadóttir

 


Kennaranámiđ viđ Háskólann á Akureyri hefur stađist allar mínar vćntingar og kröfur. Námiđ er fjölbreytt ţar sem frćđilegir ţćttir eru vel tengdir viđ raunveruleikann. Ađgengi ađ kennurum og persónuleg samskipti eru ţađ sem heillar mig mest viđ HA.

Sólveig María Árnadóttir
nemandi í kennarafrćđi
Heiđa Björg Guđjónsdóttir

 

Ég valdi kennarafrćđi viđ HA ţví ég tel námiđ vera persónulegt, fjölbreytt og henta vel einstaklingum međ börn. Skólaumhverfiđ í HA er einstakt og félagslífiđ ríkulegt. Svo er líka bara svo frábćrt ađ búa á Akureyri!

Heiđa Björg Guđjónsdóttir
nemandi í kennarafrćđi
Óli Steinar Sólmundarson, nemandi í kennarafrćđi

 

Í verknáminu í leikskólanum gafst mér strax tćkifćri til ađ vinna međ mismunandi kennsluađferđir. Ţađ er alveg einstakt ađ upplifa hvađ börnin eru opin fyrir nýjum ađferđum.

Óli Steinar Sólmundarson
nemandi í kennarafrćđi

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu