Nám til MEd-prófs í menntunarfræðum veitir réttindi til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Námið er beint framhald af BEd námi við kennaradeild HA eða öðru grunnnámi á háskólastigi. 

Er námið fyrir þig?

  • Hefur þú áhuga á að verða kennari?
  • Hefur þú lokið grunnnámi á háskólastigi og vilt afla þér kennsluréttinda?
  • Hefur þú áhuga á uppeldis- og skólamálum?
  • Hefur þú gaman af ólíkum viðfangsefnum?
  • Finnst þér gaman að miðla af þekkingu þinni?
  • Vilt þú hafa góð áhrif?

Áherslur námsins

Við upphaf náms skráir þú þig á eitt þriggja kjörsviða og aflar þér kennsluréttinda á því sviði:

  • Leikskólastig
  • Grunnskólastig
  • Framhaldsskólastig

Áhersla er á starfsnám sem spannar hálft eða heilt námsmisseri hjá verðandi leik- og grunnskólakennurum. Samhliða starfsnáminu vinna nemendur að meistaraprófsritgerð.

Þú getur skoðað skipulag námsins í Uglu, kennsluvef háskólans:

Fyrirkomulag námsins

Brautarstjóri námslínunnar er Rannveig Oddsdóttir.

Kennsla fer fram í staðbundnum námslotum í Háskólanum á Akureyri og er skyldumæting í þær. Á síðara námsárinu eru nemar í 30 eininga vettvangsnámi og vinna að 30 eininga meistaraverkefni.

Margvíslegir möguleikar eru notaðir við miðlun efnis og til gagnvirkra samskipta.

Hér getur þú séð hvenær námslotur eru.

Möguleikar að námi loknu

Að loknu MEd-prófi getur nemandi sótt um leyfisbréf til kennslu á því skólastigi sem hann hefur sérhæft sig til. Jafnframt opnar námið á margvísleg störf í menntakerfinu.

Markmiðið með viðbótarnámi í menntunarfræði er að mennta fólk til starfsréttinda. Jafnframt eykur það hæfni til að stunda frekara nám.

Inntökuskilyrði

Bakkalárpróf eða sambærilegt próf með 1. einkunn.

Umsækjendur sem lokið hafa sambærilegum prófum með 2. einkunn og hafa að auki að lágmarki 5 ára starfsreynslu úr skólastarfi geta sótt um á undanþágu.

Hér getur þú lesið meira um inntökuskilyrði háskólans.

Félagslífið

Magister er félag kennaranema og leggur félagið sig fram við að efla tengslamyndum nemenda í námslotum. Þú getur nálgast nánari upplýsingar um félagið á Facebook.

Námsstyrkur

Nemendur á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi, geta sótt um styrk til að sinna lokaverkefni sínu samhliða starfsnámi.

Nánar um námsstyrk

Umsagnir

Námið við Háskólann á Akureyri veitti mér sterkan faglegan grunn til að takast á við fjölbreytt, krefjandi og jafnframt gefandi starf grunnskólakennara.

Ruth Margrét Friðriksdóttir
umsjónarkennari í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði