Nám til MEd-prófs í menntunarfræðum veitir réttindi til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Námið er beint framhald af BEd námi við kennaradeild HA eða öðru grunnnámi á háskólastigi.

Er námið fyrir þig?

  • Hefur þú áhuga á að verða kennari?
  • Hefur þú lokið grunnnámi á háskólastigi og vilt afla þér kennsluréttinda?
  • Hefur þú lokið meistara- eða doktorsprófi á einhverju námssviði framhaldsskólans og vilt afla þér kennsluréttinda á því sviði?
  • Hefur þú áhuga á uppeldis- og skólamálum?
  • Hefur þú gaman af ólíkum viðfangsefnum?
  • Finnst þér gaman að miðla af þekkingu þinni?
  • Vilt þú hafa góð áhrif?

Áherslur námsins

Við upphaf náms skráir þú þig á eitt þriggja kjörsviða og aflar sér kennsluréttinda á því sviði:

  • Leikskólastig
  • Grunnskólastig
  • Framhaldsskólastig

Áhersla er á verklega þjálfun með vettvangsnámi og æfingakennslu sem spannar heilt námsmisseri hjá verðandi leik- og grunnskólakennurum. Náminu lýkur með meistaraprófsritgerð.

Þú getur skoðað skipulag námsins í Uglu, kennsluvef háskólans.

Möguleikar að námi loknu

Að loknu MEd-prófi getur nemandi sótt um leyfisbréf til kennslu á því skólastigi sem hann hefur sérhæft sig til. Jafnframt opnar námið á margvísleg störf í menntakerfinu.

Markmiðið með viðbótarnámi í menntunarfræði er að mennta fólk til starfsréttinda. Jafnframt eykur það hæfni til að stunda frekara nám.

Inntökuskilyrði

Almenn krafa er að nemendur hafi lokið grunnnámi á háskólastigi og fengið að minnsta kosti 6 í meðaleinkunn.

Hér getur þú lesið meira um inntökuskilyrði háskólans.

Umsagnir

Námið við Háskólann á Akureyri veitti mér sterkan faglegan grunn til að takast á við fjölbreytt, krefjandi og jafnframt gefandi starf grunnskólakennara.

Ruth Margrét Friðriksdóttir
umsjónarkennari í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði