448. fundur Háskólaráðs

FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS

Fundur var haldinn daginn 25.5.2023
Staðsetning: Teams

Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 10:04.

Mætt voru auk hans:

Bjarni S. Jónasson varafulltrúi háskólaráðs
Guðmundur Ævar Oddsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir fulltrúi stúdenta
Katrín Björg Ríkarðsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins

Forföll boðaði:

Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi háskólaráðs

Einnig mætt:

Sólveig Elín Þórhallsdóttir lögfræðingur rektorsskrifstofu, sem ritar fundargerð

Gestir:

Helga María Pétursdóttir verkefnastjóri gagnagreiningar og fjárhags
Vaka Óttarsdóttir gæða- og mannauðsstjóri

Fundargerð síðasta fundar var afgreidd og samþykkt í upphafi fundar.
Rektor kynnti dagskrá.

1. Fjármál og rekstur

2302002
Helga María Pétursdóttir, verkefnastjóri gagnagreinar og fjárhags, sat þennan lið fundarins.
Helga María kynnti rekstraryfirlit janúar til apríl. Rekstur háskólans í heild er um 70 mkr yfir áætlun á þessum tímapunkti, þ.e. gert hafði verið ráð fyrir 80 mkr afgangi á tímabilinu en hann er nú 10 mkr. Þetta kemur m.a. til vegna töluvert meiri launakostnaðar á fræðasviðunum en gert hafði verið ráð fyrir, tímamismunar á áætluðum tekjum stofnana háskólans með sértekjur, árásar á netkerfi háskólans í upphafi árs og hækkunar á húsaleigu vegna verðbólgu. Umræður sköpuðust um stöðuna.
Helga María yfirgaf fundinn.

2. Stofnun ársins – kynning á niðurstöðum HA

2304076
Vaka Óttarsdóttir, gæða- og mannauðsstjóri, kom inn á fundinn.
Vaka fór yfir niðurstöður háskólans vegna könnunar um Stofnun ársins, bæði almennt og einnig hvað varðar málefni EKKO (einelti, ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni og kynbundið og kynferðislegt ofbeldi). Niðurstöðurnar hafa nýst vel til að opna fyrir samtal um starfsumhverfið. Umræður sköpuðust um málið.
Vaka yfirgaf fundinn.

3. Staða aðstoðarrektors

Samþykkt að endurráða Dr. Elínu Díönnu Gunnarsdóttur sem aðstoðarrektor skólaárið 2023 – 2024. Hlutverk aðstoðarrektors komandi skólaárs verður að sinna skyldum rektors á haustmisseri 2023 í leyfi Eyjólfs Guðmundssonar ásamt því að ljúka við vinnu við stefnumótun háskólans og hefja innleiðingu hennar á vormisseri 2024.

4. Breytingastjórnun

Fjallað um minnisblað vegna mögulegs samruna Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Háskólans á Akureyri. Umræða fór fram um sameiningar stofnana almennt.

5. Mál til kynningar

6. Bókfærð mál til samþykktar

  • Nýr formaður dómnefndar
  • Breytingar á reglum HA

Ofangreind mál eru samþykkt.

7. Til fróðleiks og upplýsinga

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:52.