Tilhögun Háskólahátíðar 2023

Háskólahátíð - brautskráning kandídata frá Háskólanum á Akureyri fer fram í Háskólanum á Akureyri 9. og 10. júní 2023
Tilhögun Háskólahátíðar 2023

Föstudaginn 9. júní kl. 16:00 verða brautskráðir kandídatar úr námi á framhaldsstigi.

Laugardaginn 10. júní verða brautskráðir kandídatar á grunnstigi í tveimur athöfnum, kl. 10:00 og 14:00.

Helstu tímasetningar


Föstudagur 9. júní

10:00-11:00 Æfing með starfsfólki sem hefur hlutverk á sviði

15:00-15:30 Stutt æfing í Hátíðarsal fyrir kandídata í framhaldsnámi

15:30-15:50 Hópmyndataka fyrir kandídata í framhaldsnámi

16:00-17:00 Brautskráningarathöfn úr framhaldsnámi í Hátíðarsal

17:00-17:30 Móttaka með kaffi og sætum bita

17:00-19:00 Endurfundir Góðvina í matsal – Kaffi Borg

19:00-19:30 Æfing með kandídötum: Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið

19:45-20:15 Æfing með kandídötum: Hug- og félagsvísindasvið

Laugardagur 10. júní

09:00-09:30 Hópmyndataka fyrir kandídata í grunnnámi af Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviði

10:00-11:30 Brautskráningarathöfn: Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið*

11:30-12:00 Móttaka með kaffi og sætum bita

13:00-13:30 Hópmyndataka fyrir grunnnema af Hug- og félagsvísindasviði

14:00-15:30 Brautskráningarathöfn: Hug- og félagsvísindasvið**

15:30-16:00 Móttaka með kaffi og sætum bita

*Fagnám sjúkraliða - grunndiplóma, hjúkrunarfræði BS, iðjuþjálfunarfræði BS, líftækni BS, sjávarútvegsfræði BS, viðskiptafræði BS, viðskiptafræði og sjávarútvegsfræði BS, tölvunarfræði BS – samstarf við HR

**Lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn – grunndiplóma, félagsvísindi BA, fjölmiðlafræði BA, lögreglu- og löggæslufræði BA, nútímafræði BA, kennarafræði B.Ed., lögfræði BA, sálfræði BA

Hver kandídat má taka með sér tvo gesti.

Opnað verður fyrir skráningar innan skamms.

Nánari upplýsingar veita Katrín Árnadóttir (katrin@unak.is) og Sólveig María Árnadóttir (solveigmaria@unak.is) fyrir hönd undirbúningshóps Háskólahátíðar.

Við hlökkum til að gleðjast með þér!