Sjónaukinn 2025: Prosperity in Iceland

19.-20. May
Annual Conference of the School of Health, Business, and Natural Sciences

Sjónaukinn, the annual conference of the School of Health, Business, and Natural Sciences at the University of Akureyri, will take place on the 19th and 20th of May. The theme of this year’s conference is Prosperity in Iceland.

Keynote Speakers

The keynote speakers eflect the theme Prosperity in Iceland. 

Anna Hildur Guðmundsdóttir

Áfengis og vímuefnaráðgjafi, formaður SÁÁ

Anna Hildur lauk stúdentsprófi árið 1995, hefur löggildingu sem áfengis og vímuefnaráðgjafi frá Embætti landlæknis síðan árið 2009, tók virkan þátt í sveitarstjórnarmálum á Akureyri frá 2011-2021, vann sem áfengis og vímaefnaráðgjafi hjá SÁÁ 2005-2016, áfengis og vímuefnaráðgjafi hjá Velferðarsviði Akureyrar frá 2017-2022, hefur verið formaður SÁÁ frá árinu 2022.

ERINDI Á SJÓNAUKANUM: „Þar sem einhver trúði á mig”: Nálgun til farsældar í nútímasamfélagi

Í erindinu legg ég áherslu á hvernig samfélagið getur gegnt lykilhlutverki í að styðja einstaklinga á batabraut með úrræðum eins og VIRK og starfsemi sem SÁÁ sinnir. Farsæld er ekki einkamál hvers og eins – hún er sameiginleg ábyrgð okkar allra, sem birtist í því hvernig við mætum þeim sem þurfa á stuðningi að halda.

Hildur Eir Bolladóttir

Cand theol og sóknarprestur við Akureyrarkirkju

Lauk cand theolprófi frá Háskóla Íslands árið 2005. Var vígð til prestsþjónustu við Laugarneskirkju í Reykjavík, lagði stund á nám í heilbrigðis og lífssiðfræði við heimspekideild Háskóla Íslands veturinn 2007-2008. Hildur Eir hefur þjónað söfnuði Akureyrarkirkju frá árinu 2010. Hún hefur gefið út þrjár bækur, Hugrekki saga af kvíða, ljóðabókina Líkn og ljóðabókina Meinvarp. Hún hefur skrifað pistla í blöð og netmiðla um árabil og stýrði um tíma sjónvarpsþættinum Milli himins og jarðar á N4.

ERINDI Á SJÓNAUKANUM: Hvað er Einbúakaffi?

Hvernig rjúfum við einsemd á tímum einstaklingshyggju og aukinna tæknisamskipta og hvers vegna er kirkjan svona mikil auðlind mannlegrar nándar?

Margrét Guðnadóttir

Sérfræðingur í heimahjúkrun, lektor við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ og forstöðumaður Miðstöðvar í öldrunarfræðum

Margrét er hjúkrunarfræðingur með doktorspróf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og hefur sérhæft sig í heimahjúkrun. Hún hefur unnið að rannsóknum og þróun á samþættri þjónustu fyrir eldra fólk og fjölskyldur þeirra. Margrét hefur stöðu lektors við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands og var áður kennslustjóri í heimahjúkrun hjá Reykjavíkurborg. Þar leiddi hún meðal annars innleiðingu á SELMU-teyminu, sem miðar að sérhæfðari meðferð eldra fólks í heimahúsum og valdeflingu starfsfólks í heimaþjónustu. Í dag gegnir hún stöðu forstöðumanns Miðstöðvar í öldrunarfræðum við Háskóla Íslands.

ERINDI Á SJÓNAUKANUM: Að eldast farsællega heima

Fjallað verður um veruleika eldra fólks út frá fræðilegri nálgun þess að eldast heima við, Ageing in place. Varpað verður ljósi á þann stuðning sem byggður hefur verið upp í kringum þær áskoranir sem felast í ört stækkandi hópi eldra fólks sem býr heima við aukinn hrumleika.

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad

Sérfræðingur hjá Rannís

Miriam er með BA gráðu í frönskum fræðum og MA gráðu í hnattrænum fræðum frá Háskóla Íslands. Í grunnnáminu kynntist Miriam áhrifum frönsku nýlendustefnunnar á nýlenduþegna og tengsl við kynþátta- og menningarfordóma. Í meistaranáminu rannsakaði Miriam áhrif kynþátta- og menningarfordóma á sjálfsmyndir íslenskra kvenna með miðausturlenskan bakgrunn en lokaverkefnið hennar varð grunnurinn að fræðsluerindi sem hún hefur haldið víðsvegar um land. Miriam fór í skiptinám til Québec í Kanada veturinn 2012-2013 og var við starfsnám hjá sendiráði Íslands í París árið 2019. Eftir heimkomu hóf Miriam störf hjá Rannís og vinnur hún þar hjá Landskrifstofu Erasmus+ sem inngildingarfulltrúi og upplýsingafulltrúi fyrir ungt fólk.

ERINDI Á SJÓNAUKANUM: Menningarfordómar, hatursorðræða og inngilding

Í erindinu mun Miriam fara örstutt yfir reynslu sína af menningarfordómum í íslensku samfélagi og byggir bæði á persónulegri og fræðilegri þekkingu, fjalla um áhrif fordóma og hatursorðræðu á líðan fólks og að lokum segja frá mikilvægi inngildingar í lýðheilsulegu samhengi.

Sigurður Ýmir Sigurjónsson

Hjúkrunarfræðingur, teymisstjóri í Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Eftir framhaldsskóla hóf ég nám í lífeindafræði en áherslan færðist fljótlega yfir í hjúkrunarfræði eftir að starfa á Landspítala við aðhlynningu. Ég hóf hjúkrunarnám við Háskólann á Akureyri í fjarnámi en færði mig í staðnám við Háskóla Íslands árið 2016 þar sem mig þyrsti í virkara félagslíf. Ég lauk þaðan B.Sc.-gráðu árið 2020 samhliða virkum félagsstörfum. Var ég til dæmi í stjórn Curator, nemendafélag hjúkrunarnema Háskóla Íslands í þrjú ár, og forseti sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs SHÍ fyrir hönd Röskvu í eitt ár .
Í dag starfa ég sem teymisstjóri í Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og hef verið þar síðan í september 2023. Samhliða því er ég ráðgefandi hjúkrunarfræðingur hjá Samtökunum ’78 (frá 2020), sinni stundakennslu við Háskólann á Akureyri (frá 2022) og Háskóla Íslands (frá 2021), auk þess að halda fyrirlestra þar sem óskað er eftir því. Áður starfaði ég sem sölu- og markaðsfulltrúi hjá Alvogen (2022–2023) og sem aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu Hafnarfirði, Báruhrauni (2020–2022). Meðan á hjúkrunarnámi stóð vann ég sem hjúkrunarnemi á Landspítalanum í Fossvogi, þá á deild A7 og bráðamóttökunni, og var einnig um tíma á hjúkrunarvöktum hjá Hrafnistu í Hafnarfirði. Fyrir það starfað ég í aðhlynningu á öldrunardeildunum L2 og K2 (2012-2016).

ERINDI Á SJÓNAUKANUM: Hinseigin og heilbrigðiskerfið - Er þetta komið gott?

Þrátt fyrir aukna samfélagslega viðurkenningu hinsegin fólks hefur flest starfandi heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi lokið námi án formlegrar eða kerfisbundinnar fræðslu um sértækar þarfir þessa hóps. Í erindi mínu verður greint frá stöðu íslensks heilbrigðiskerfis gagnvart hinsegin samfélaginu, upplifun hinsegin einstaklinga af heilbrigðisþjónustu, og því hvernig sjúkdómsvæðing hinseginleika birtist í heilbrigðiskerfinu.

Shannon Freeman

Associate Professor in the School of Nursing at that University of Northern British Columbia

Dr. Freeman has expertise in the health and social care needs of older adults in rural and northern communities, both among community-dwelling adults and those in long-term care. She holds a PhD in Health Studies and Gerontology from the University of Waterloo and an MSc in Internal Medicine and Rehabilitation from Tohoku University School of Medicine in Japan. Since moving to northern BC in 2014 to pursue research, Dr. Freeman has led and contributed to a number of cutting-edge projects in the area of aged care, including establishing CTAAN, the Centre for Technology Adoption for Aging in the North in 2019, an AGEWELL national innovation hub and collaborating center dedicated to enhance innovations in technology development and implementation to support older adults in rural and northern communities (www.ctaan.ca). Dr. Freeman was awarded a Michael Smith Foundation for Health Research – AGE-WELL Network of Centers of Excellence (NCE) 2020-2025 Scholar Award. Dr. Freeman’s interest in improving quality of life and care for older adults shows through her engagement in a range of community-partnered research activities, which are having a real-world impact on the rural and northern communities where the research is taking place.

ERINDI Á SJÓNAUKANUM: Meaningful engagement and partnerships to enhance community prosperity

Valdís Rut Jósavinsdóttir

Umsjónarmaður Birtu og Sölku

Valdís er útskrifaður kennari frá Kennaraháskóla Íslands og hefur starfað sem grunnskólakennari frá árinu 2006. 2017 hóf hún síðan nám í stjórnun við Háskólann á Akureyri. Að hlúa að og vinna með fólki á hug hennar allan og hefur verið að mennta sig á ýmsum sviðum til að efla sjálfa sig og aðra. Hún lauk t.d námi frá The life coach school í Bandaríkjunum vorið 2024 og er útskrifaður lífsþjálfi og rekur fyrirtækið Veldu þig ásamt fleiri lífsþjálfum.

ERINDI Á SJÓNAUKANUM: Birta og Salka, félagsmiðstöðvar fólksins

Kynning á Birtu og Sölku á Akureyri sem eru félagsmiðstöðvar fólksins fyrir fullorðna einstaklinga og því mikilvæga starfi sem þar fer fram.

Programme

The Programme can be found here

Registration for Sjónaukinn 2025

All participants are required to register for the conference. 

Register here

Practical Information

  • Sjónaukinn will take place at the University of Akureyri.
  • The conference begins at 8:05 AM on 19 May and concludes at 4:50 PM on 20 May.
  • Everyone is welcome – attendance is free, but registration is required.
  • Participants must cover their own travel, accommodation, and meal expenses.
  • For further information, please contact Áslaug Lind Guðmundsdóttir, project manager at the School of Health, Business, and Natural Sciences.

We look forward to welcoming you!