Sjónaukinn 2025: Farsæld í íslensku samfélagi

19.-20. maí 2025
Árleg ráðstefna Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs

Skráðu þig núna — við hlökkum til að eiga fræðandi Tíma saman!

Sjónaukinn, árleg ráðstefna Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri, verður haldin í Háskólanum á Akureyri dagana 19. og 20. maí. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er Farsæld í íslensku samfélagi.

  • Fyrri daginn munu fara fram erindi aðalfyrirlesara, pallborðsumræður ásamt fjölbreyttum og áhugaverðum erindum sem öll taka á þema ráðstefnunnar. Það ættu því öll að finna eitthvað við sitt hæfi.
  • Seinni dagur Sjónaukans er tileinkaður meistaranemum þar sem þeir munu kynna meistaraverkefni sín.

Smelltu hér til að skrá þig

Aðalfyrirlesarar

Aðalfyrirlesarar Sjónaukans endurspegla þema ráðstefnunnar í ár sem er Farsæld í íslensku samfélagi.

Anna Hildur Guðmundsdóttir

Áfengis og vímuefnaráðgjafi, formaður SÁÁ

Anna Hildur lauk stúdentsprófi árið 1995, hefur löggildingu sem áfengis og vímuefnaráðgjafi frá Embætti landlæknis síðan árið 2009, tók virkan þátt í sveitarstjórnarmálum á Akureyri frá 2011-2021, vann sem áfengis og vímaefnaráðgjafi hjá SÁÁ 2005-2016, áfengis og vímuefnaráðgjafi hjá Velferðarsviði Akureyrar frá 2017-2022, hefur verið formaður SÁÁ frá árinu 2022.

ERINDI Á SJÓNAUKANUM: „Þar sem einhver trúði á mig”: Nálgun til farsældar í nútímasamfélagi

Í erindinu legg ég áherslu á hvernig samfélagið getur gegnt lykilhlutverki í að styðja einstaklinga á batabraut með úrræðum eins og VIRK og starfsemi sem SÁÁ sinnir. Farsæld er ekki einkamál hvers og eins – hún er sameiginleg ábyrgð okkar allra, sem birtist í því hvernig við mætum þeim sem þurfa á stuðningi að halda. 

Hildur Eir Bolladóttir

Cand theol og sóknarprestur við Akureyrarkirkju

Lauk cand theolprófi frá Háskóla Íslands árið 2005. Var vígð til prestsþjónustu við Laugarneskirkju í Reykjavík, lagði stund á nám í heilbrigðis og lífssiðfræði við heimspekideild Háskóla Íslands veturinn 2007-2008. Hildur Eir hefur þjónað söfnuði Akureyrarkirkju frá árinu 2010. Hún hefur gefið út þrjár bækur, Hugrekki saga af kvíða, ljóðabókina Líkn og ljóðabókina Meinvarp. Hún hefur skrifað pistla í blöð og netmiðla um árabil og stýrði um tíma sjónvarpsþættinum Milli himins og jarðar á N4.

ERINDI Á SJÓNAUKANUM: Hvað er Einbúakaffi?

Hvernig rjúfum við einsemd á tímum einstaklingshyggju og aukinna tæknisamskipta og hvers vegna er kirkjan svona mikil auðlind mannlegrar nándar? 

Margrét Guðnadóttir

Sérfræðingur í heimahjúkrun, lektor við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ og forstöðumaður Miðstöðvar í öldrunarfræðum

Margrét er hjúkrunarfræðingur með doktorspróf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og hefur sérhæft sig í heimahjúkrun. Hún hefur unnið að rannsóknum og þróun á samþættri þjónustu fyrir eldra fólk og fjölskyldur þeirra. Margrét hefur stöðu lektors við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands og var áður kennslustjóri í heimahjúkrun hjá Reykjavíkurborg. Þar leiddi hún meðal annars innleiðingu á SELMU-teyminu, sem miðar að sérhæfðari meðferð eldra fólks í heimahúsum og valdeflingu starfsfólks í heimaþjónustu. Í dag gegnir hún stöðu forstöðumanns Miðstöðvar í öldrunarfræðum við Háskóla Íslands. 

ERINDI Á SJÓNAUKANUM: Að eldast farsællega heima

Fjallað verður um veruleika eldra fólks út frá fræðilegri nálgun þess að eldast heima við, Ageing in place. Varpað verður ljósi á þann stuðning sem byggður hefur verið upp í kringum þær áskoranir sem felast í ört stækkandi hópi eldra fólks sem býr heima við aukinn hrumleika.

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad

Sérfræðingur hjá Rannís

Miriam er með BA gráðu í frönskum fræðum og MA gráðu í hnattrænum fræðum frá Háskóla Íslands. Í grunnnáminu kynntist Miriam áhrifum frönsku nýlendustefnunnar á nýlenduþegna og tengsl við kynþátta- og menningarfordóma. Í meistaranáminu rannsakaði Miriam áhrif kynþátta- og menningarfordóma á sjálfsmyndir íslenskra kvenna með miðausturlenskan bakgrunn en lokaverkefnið hennar varð grunnurinn að fræðsluerindi sem hún hefur haldið víðsvegar um land. Miriam fór í skiptinám til Québec í Kanada veturinn 2012-2013 og var við starfsnám hjá sendiráði Íslands í París árið 2019. Eftir heimkomu hóf Miriam störf hjá Rannís og vinnur hún þar hjá Landskrifstofu Erasmus+ sem inngildingarfulltrúi og upplýsingafulltrúi fyrir ungt fólk.

ERINDI Á SJÓNAUKANUM: Menningarfordómar, hatursorðræða og inngilding

Í erindinu mun Miriam fara örstutt yfir reynslu sína af menningarfordómum í íslensku samfélagi og byggir bæði á persónulegri og fræðilegri þekkingu, fjalla um áhrif fordóma og hatursorðræðu á líðan fólks og að lokum segja frá mikilvægi inngildingar í lýðheilsulegu samhengi. 

Sigurður Ýmir Sigurjónsson

Hjúkrunarfræðingur, teymisstjóri í Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Eftir framhaldsskóla hóf ég nám í lífeindafræði en áherslan færðist fljótlega yfir í hjúkrunarfræði eftir að starfa á Landspítala við aðhlynningu. Ég hóf hjúkrunarnám við Háskólann á Akureyri í fjarnámi en færði mig í staðnám við Háskóla Íslands árið 2016 þar sem mig þyrsti í virkara félagslíf. Ég lauk þaðan B.Sc.-gráðu árið 2020 samhliða virkum félagsstörfum. Var ég til dæmi í stjórn Curator, nemendafélag hjúkrunarnema Háskóla Íslands í þrjú ár, og forseti sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs SHÍ fyrir hönd Röskvu í eitt ár .
Í dag starfa ég sem teymisstjóri í Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og hef verið þar síðan í september 2023. Samhliða því er ég ráðgefandi hjúkrunarfræðingur hjá Samtökunum ’78 (frá 2020), sinni stundakennslu við Háskólann á Akureyri (frá 2022) og Háskóla Íslands (frá 2021), auk þess að halda fyrirlestra þar sem óskað er eftir því. Áður starfaði ég sem sölu- og markaðsfulltrúi hjá Alvogen (2022–2023) og sem aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu Hafnarfirði, Báruhrauni (2020–2022). Meðan á hjúkrunarnámi stóð vann ég sem hjúkrunarnemi á Landspítalanum í Fossvogi, þá á deild A7 og bráðamóttökunni, og var einnig um tíma á hjúkrunarvöktum hjá Hrafnistu í Hafnarfirði. Fyrir það starfað ég í aðhlynningu á öldrunardeildunum L2 og K2 (2012-2016).

ERINDI Á SJÓNAUKANUM: Hinsegin og heilbrigðiskerfið - Er þetta komið gott?

Þrátt fyrir aukna samfélagslega viðurkenningu hinsegin fólks hefur flest starfandi heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi lokið námi án formlegrar eða kerfisbundinnar fræðslu um sértækar þarfir þessa hóps. Í erindi mínu verður greint frá stöðu íslensks heilbrigðiskerfis gagnvart hinsegin samfélaginu, upplifun hinsegin einstaklinga af heilbrigðisþjónustu, og því hvernig sjúkdómsvæðing hinseginleika birtist í heilbrigðiskerfinu.

Dr. Shannon Freeman

Dósent við hjúkrunarfræðideild University of Northern British Columbia

Dr. Shannon Freeman er dósent við hjúkrunarfræðideild University of Norther British Columbia (UNBC). Hún er öldrunarsérfræðingur með doktorsgráðu í heilbrigðisvísindum og öldrunarfræðum frá University of Waterloo, auk meistaragráðu í lyflækningum og endurhæfingu frá Tohoku University School of Medicine í Japan.

Undanfarin ár hefur Dr. Freeman sérhæft sig í heilbrigðis- og félagslegum þörfum eldri borgara, bæði þeirra sem búa á eigin heimili og þeirra sem dvelja á dvalar- og/eða hjúkrunarheimilum. Hún hefur lagt áherslu á rannsóknir á Norðurslóðum og þá sérstaklega í smærri samfélögum landsbyggðanna.

Dr. Freeman hefur stýrt og tekið þátt í fjölda rannsóknarverkefna á sviði öldrunarþjónustu. Hún stofnaði meðal annars CTAAN – Centre for Technology Adoption for Aging in the North árið 2019, sem er margverðlaunuð kanadísk nýsköpunarmiðstöð og samstarfsvettvangur AGE-WELL verkefnisins, sem leggur m.a. áherslu á að efla þróun og innleiðingu tæknilausna sem styðja við eldri borgara í dreifbýli og á Norðurslóðum. Áhugi hennar á bættum lífsgæðum og farsæld eldri borgara kemur skýrt fram í þeim fjölbreyttu rannsóknum og gæðaverkefnum sem hún vinnur að í samstarfi við smærri samfélög í Norður-Bresku Kólumbíu og víðar, þar sem lögð er megináhersla á að rannsóknarverkefnin og innleiðing gæðaverkefna hafi raunveruleg jákvæð áhrif á heilsu og líðan íbúa og farsæld þeirra samfélaga sem taka þátt.

ERINDI Á SJÓNAUKANUM: Meaningful engagement and partnerships to enhance community prosperity / Markviss tengslasköpun og árangursríkt samstarf til að efla farsæld samfélagsins

Valdís Rut Jósavinsdóttir

Umsjónarmaður Birtu og Sölku

Valdís er útskrifaður kennari frá Kennaraháskóla Íslands og hefur starfað sem grunnskólakennari frá árinu 2006. 2017 hóf hún síðan nám í stjórnun við Háskólann á Akureyri. Að hlúa að og vinna með fólki á hug hennar allan og hefur verið að mennta sig á ýmsum sviðum til að efla sjálfa sig og aðra. Hún lauk t.d námi frá The life coach school í Bandaríkjunum vorið 2024 og er útskrifaður lífsþjálfi og rekur fyrirtækið Veldu þig ásamt fleiri lífsþjálfum.

ERINDI Á SJÓNAUKANUM: Birta og Salka, félagsmiðstöðvar fólksins

Kynning á Birtu og Sölku á Akureyri sem eru félagsmiðstöðvar fólksins fyrir fullorðna einstaklinga og því mikilvæga starfi sem þar fer fram.

Dagskrá

Sjónaukinn fer fram mánudaginn og þriðjudaginn 19. og 20. maí. Smelltu á dagana hér fyrir neðan til að sjá ítarlega dagskrá eða náðu í dagskrána sem pdf-skjal.

MÁNUDAGUR 19. MAÍ

Upphafsfundur kl. 08:05 - M101 og rafrænt

SETNING, AÐALFYRIRLESARAR OG PALLBORÐSUMRÆÐUR

08:05-08:15  Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, formaður Sjónaukanefndar 2025
08:15-08:25  Áslaug Ásgeirsdóttir rektor HA

AÐALFYRIRLESARAR

08:25-08:55 Meaningful engagement and community prosperity
Shannon Freeman

08:55-09:15 „Þar sem einhver trúði á mig“ : Nálgun til farsældar í nútímasamfélagi
Anna Hildur Guðmundsdóttir

09:15-09:35 Að eldast farsællega heima
Margrét Guðnadóttir

09:35-09:45 HLÉ

09:45-10:05 Menningarfordómar, hatursorðræða og inngilding
Miriam Petra Ómarsdóttir Awad

10:05-10:25 Hinsegin og heilbrigðiskerfið - Er þetta komið gott?
Sigurður Ýmir Sigurjónsson

10:25-10:45 Hvað er einbúakaffi?
Hildur Eir Bolladóttir

10:45-10:55 HLÉ

10:55-11:30 Pallborðsumræður: Farsæld í íslensku samfélagi

Þátttakendur: Anna Hildur Guðmundsdóttir, Hildur Eir Bolladóttir, Sigurður Ýmir Sigurjónsson, Miriam Petra Ómarsdóttir, Margrét Guðnadóttir og Valdís Jósavinsdóttir

11:30-12:10 HÁDEGISHLÉ (40 mínútur)


SJÓNAUKINN A kl. 12:10 - M101 OG RAFRÆNT

KULNAR ELDUR NEMA KYNTUR SÉ

12:10 Birta og Salka, félagsmiðstöðvar fólksins
Valdís Rut Jósavinsdóttir

12:30 Líðan innflytjenda á kreppuári: Er líðan innflytjenda að einhverju leyti háð stöðu þeirra á vinnumarkaði?
Vífill Karlsson

12:50 Hvaða fyrirbæri eru svæðisbundin farsældarráð? Kynning á þeim verkefnum sem nú standa yfir sem ganga út á að stofna svæðisbundin farsældarráð um allt land. Áskoranir og tækifæri í þeirri vegferð.
Þorleifur Kr. Níelsson, Erna Lea Bergsteinsdóttir, Nína Hrönn Gunnarsdóttir og Sara Björk Þorsteinsdóttir

13:10 Heilsuferðalagið: Langtímarannsókn á Íslendingum fæddum 1988
Kristrún María Björnsdóttir

13:30 Hvert er virði heilsu? Tekjuuppbótaraðferðin: Samspil lífsánægju, tekna og heilsu
Kristjana Baldursdóttir

13:50 HLÉ (10 mínútur)

FLEIRA ÞARF Í DANSINN EN FAGRA SKÓNA 

14:00 Farsæl öldrun og heilsulæsi
Sonja Stelly Gústafsdóttir

14:20 Reynsla sona af því að eiga móður á hjúkrunarheimili
María Finster Úlfarsson

14:40 Akureyrarklíníkin: þjónusta við fólk sem glímir við ME eða langvarandi afleiðingar COVID-19
Ragnheiður Harpa Arnardóttir

15:00 Gott að eldast í Dalvíkurbyggð - samþætting í heimaþjónustu
Elísa Rán Ingvarsdóttir

15:20 HLÉ (10 mínútur)

15:30 Um mikilvægi viðbúnaðar við krísum og áföllum: Lærdómur af Covid-19 heimsfaraldrinum á Norðurlöndum
Grétar Þór Eyþórsson

15:50 „Ég hafði ekki hugmynd um að prjónið mitt gæti skipti máli“: Skapandi iðja og lífsgæði 
Guðný Katrín Einarsdóttir

16:10 Getur nálgunin „leiðbeinandi sjálfsákvörðun“ stuðlað að lækkun áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma hjá einstaklingum í áhættu á sykursýki af tegund 2?
Elín Arnardóttir

16:30 Nytsemisprófun á Vöku fyrir stafræna eftirfylgd eftir þverfaglega endurhæfingu vegna stoðkerfisvanda
Hrefna Óskarsdóttir

16:50 DAGSKRÁRLOK A FYRRI DAGS


SJÓNAUKINN B kl. 12:10 - M102 OG RAFRÆNT

LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ

12:10 Að styðja börn sem eiga foreldra með fíknsjúkdóm: Hlutverk fullorðinna í lífi barna sem búa við fíkn
Silja Jónsdóttir

12:30 Það þarf þorp: Viðeigandi stuðningur fyrir farsæld seinfærra foreldra og barna þeirra
Sara Stefánsdóttir

12:50 Áhrif verkja á svefn og lífsgæði íslenskra kvenna á barneignaaldri
Sigfríður Inga Karlsdóttir

13:10 ART er smart – markvisst er málið
Álfheiður Ingólfsdóttir

13:30 Farsæld barna: Innleiðing farsældar á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Ingunn Eir Eyjólfsdóttir

13:50 HLÉ (10 mínútur)

14:00 Hvernig metur „hitt“ verðandi foreldrið geðheilsu sína?
Sigríður Sía Jónsdóttir

14:20 Áhrif breytinga á rekstrarumhverfi leikskóla á velferð leikskólabarna
Anna Elísa Hreiðarsdóttir

14:40 Verðandi mæður og geðheilsa þeirra
Sigríður Sía Jónsdóttir

15:00 Komdu að dansa! Áhrif snemmtækrar atferlisíhlutunar með fjarráðgjöf á fjölskyldur ungra barna sem búa á landsbyggðunum
Kristín Guðmundsdóttir

15:20 HLÉ (10 mínútur)

MENNT ER MÁTTUR

15:30 Útvíkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun. Til hvers og hvernig?
Gísli Kort Kristófersson

15:50 „Gefandi að sjá nemana vaxa og þroskast“: Reynsla iðjuþjálfa af leiðsögn í vettvangsnámi
Hulda Þórey Gísladóttir

16:10 Gender identity and nursing. Experiences from an international course for nursing students hosted in Akureyri
Jette Jörgensen Mebrouk

16:30 Kennslulíkan sem samtvinnar kennslu í mannkostum og persónumiðaðri umönnun í hjúkrunarfræði
Kristín Þórarinsdóttir

16:50 DAGSKRÁRLOK B FYRRI DAGS

ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ

Meistaradagur - M101 og rafrænt

SETNING OG OPNUNARERINDI

08:05 Opnun
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, formaður Sjónaukanefndar 2025

08:10 Opnunarerindi - Öndunaræfingar og svitahorf sem lyklar að farsæld
Auðbjörg Björnsdóttir, Magnús Smári Smárason og Tolli Morthens

HEILBRIGÐI Í SAMFÉLAGINU

08:30 Öryggi í forgrunni: Lögreglan og geðrænar áskoranir á Íslandi. Reynsla lögreglumanna á Íslandi af vinnu með fólki sem er að takast á við geðrænar áskoranir
Díana Hilmarsdóttir
Leiðbeinendur: Kristín Linda H. Hjartardóttir og Halldór Guðmundsson

08:50 Viðhorf foreldra til þjónustu heilbrigðis- og skólakerfis við leikskólabörn með hegðunar- og/eða tilfinningavanda
Bryndís Hulda Ríkharðsdóttir
Leiðbeinendur: Sigríður Sía Jónsdóttir og Jórunn Elídóttir

09:10 Að velja að vinna úti á landi: Hvaða áhrifaþættir stýra ákvörðun hjúkrunarfræðinga að starfa innan heilbrigðisþjónustu á landsbyggðunum?
Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir 
Leiðbeinendur: Steinunn Jónatansdóttir og Sigríður Sía Jónsdóttir

09:30 Fyllt í skarðið: Störf sérfræðinga í hjúkrun í dreifbýlisheilsugæslu. Yfirlitssamantekt.
Jóna Ósk Antonsdóttir
Leiðbeinendur: Steinunn Jónatansdóttir og Sigríður Sía Jónsdóttir

09:50 Framhaldsskólahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu: Afturskyggn rannsókn á skráðum samskiptum nemenda við framhaldsskólahjúkrunarfræðinga skólaárin 2022-2024.
Ásdís Eckardt
Leiðbeinendur: Sigríður Sía Jónsdóttir og Brynja Örlygsdóttir

10:10-10:20 HLÉ

ÞUNGBÆR REYNSLA MARKAR DJÚP SPOR

10:20 Litlir áverkar geta haft alvarlegar afleiðingar. Mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar séu vakandi fyrir einkennum ofbeldis hjá ungbörnum. Yfirlitssamantekt.
Ása Sæunn Eiríksdóttir 
Leiðbeinandi: Sigríður Sía Jónsdóttir

10:40 Frá áföllum í æsku til ofbeldis í nánu sambandi: Tengsl sálrænna áfalla í æsku og að verða fyrir ofbeldi í nánu sambandi á fullorðinsárum.
Edda Rún Sverrisdóttir 
Leiðbeinendur: Þorbjörg Jónsdóttir og Guðmundur Kristján Óskarsson

11:00 Dropinn holar steininn: Áföll í æsku, ástvinamissir og sjálfsvíg.
Diljá Björk Styrmisdóttir
Leiðbeinendur: Tómas Kristjánsson og Sigrún Sigurðardóttir

11:20 Rifa er ekki það sama og rifa. Reynsla kvenna af líkamlegum og andlegum áhrifum 2° spangarrifu og þjónustu tengda slíkum áverkum.
Gréta María Birgisdóttir 
Leiðbeinandi: Sigfríður Inga Karlsdóttir

11:40-12:10 HÁDEGISHLÉ

LÍFSTÍLL ÆVINA Á ENDA

12:10 „Þetta hefur áhrif” Reynsla eldri borgara af áhrifum Heilsuþjálfunar á líðan.
Ásgerður Kristín Gylfadóttir
Leiðbeinendur: Nanna Ýr Arnardóttir og Hafdís Skúladóttir

12:30 Heilbrigðisfræðsla til eldra fólks á Norðurlandi. Lýðgrunduð þversniðsrannsókn.
Sigríður Atladóttir
Leiðbeinandi: Árún K. Sigurðardóttir

12:50 - Heilsufar grunnskólabarna á Akureyri. Tengsl holdafars við líðan.
Rannveig Elíasdóttir
Leiðbeinendur: Árún K. Sigurðardóttir og Kjartan Ólafsson

13:10 - Kraftmiklir krakkar. Lífsstílsmóttaka fyrir börn með offitu og foreldra þeirra á vegum heilsugæslunnar.
Bjarnheiður Böðvarsdóttir 
Leiðbeinendur: Árún K. Sigurðardóttir og Vignir Sigurðsson

13:30-13:40 HLÉ

LÍÐAN HJÚKRUNARFRÆÐINGA Í STARFI

13:40 „Þetta gerir mig bara að betri deildarstjóra”. Reynsla deildarstjóra hjúkrunar á Landspítala af handleiðslu.
Sunneva Björk Gunnarsdóttir 
Leiðbeinendur: Hafdís Skúladóttir og Hulda Sædís Bryngeirsdóttir

14:00 „Við getum ekki án þessa starfsfólks verið”: Reynsla, upplifun og áskoranir hjúkrunardeildarstjóra á hjúkrunarheimilum af erlendu starfsfólki í umönnunarstörfum.
Anna María Bjarnadóttir
Leiðbeinandi: Hjördís Sigursteinsdóttir

14:20 Hlutverk hjúkrunarstjórnenda í dreifbýli: Margþættar áskoranir í fjölbreyttu og breytilegu starfsumhverfi. Eigindleg rannsókn.
Svava Magnea Matthíasdóttir
Leiðbeinandi: Elísabet Hjörleifsdóttir

14:40 Viðhorf og reynsla hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökum til hjúkrunar einstaklinga með krabbamein: Mat á eigin hæfni og þekkingu.
Katrín Ólafsdóttir 
Leiðbeinendur: Elísabet Hjörleifsdóttir og Þórhalla Sigurðardóttir, ráðgjafi: Guðmundur Kristján Óskarsson

15:00 Viðhorf og reynsla hjúkrunarnema af samskiptum við sjúklinga í líknar- og lífslokameðferð og aðstandendur þeirra.
Hrefna Hafdal Sigurðardóttir 
Leiðbeinandi: Elísabet Hjörleifsdóttir

15:20-15:30 HLÉ

REYNSLA OG LÍÐAN

15:30 Samskipti og myndun meðferðarsambands í líknar- og lífslokameðferð: Reynsla aðstandenda á bráðalegudeildum sjúkrahúsa.
Pála Sigríður Tryggvadóttir 
Leiðbeinandi: Elísabet Hjörleifsdóttir

15:50 Tengsl seiglu við sálræna líðan einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein.
Díana Sif Ingadóttir 
Leiðbeinandi: Elísabet Hjörleifsdóttir, ráðgjafi: Guðmundur Kristján Óskarsson

16:10 Er þörf á því að skima fyrir og meðhöndla andlega vanlíðan feðra í Ung- og smábarnavernd á Íslandi? Samþætt heimildasamantekt.
Eygló Björg Helgadóttir 
Leiðbeinendur: Hulda Sædís Bryngeirsdóttir og Sigfríður Inga Karlsdóttir

16:30 Styðjandi samfélag sem veitir öryggi. Reynsla íbúa af því að búa í íbúakjarna fyrir 60 ára og eldri.
Guðrún Birna Gísladóttir 
Leiðbeinendur: Kristín Þórarinsdóttir og Jette Jörgensen Mebrouk

Streymi

Þau sem ekki komast á staðinn geta horft á erindi í gegn um streymi, Sjónaukinn verður ekki tekin upp.

Gagnlegar upplýsingar

  • Sjónaukinn fer fram í Háskólanum á Akureyri og hefst kl. 8:05 þann 19. maí og lýkur kl. 16:50 þann 20. maí.
  • Öll velkomin, aðgangur er ókeypis en þó er mikilvægt að skrá sig.
  • Þátttakendur greiða sjálfir ferðakostnað, gistingu og mat.
  • Vanti frekari upplýsingar um Sjónaukann má hafa samband við Áslaugu Lind Guðmundsdóttur verkefnastjóra á Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviði.

Öll velkomin!