Brautskráning Háskólans á Akureyri 2018

Í fyrsta skipti í sögu Háskólans á Akureyri fór brautskráning fram tvo daga í röð. Þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem Háskólinn á Akureyri brautskráir kandídata í lögreglufræði.
Brautskráning Háskólans á Akureyri 2018

Í gær, föstudaginn 8. júní voru brautskráðir kandídatar af framhaldsnámsstigi og á Háskólahátíð í dag voru kandídatar í grunnnámi brautskráðir. Þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem Háskólinn á Akureyri brautskráir kandídata í lögreglufræði.

Þetta er í fyrsta skipti sem Háskólinn á Akureyri brautskráir kandídata í lögreglufræði.

Heiðursgestur Háskólahátíðar var Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og flutti hún heilnæma og einlæga ræðu auk þess að gefa kandídötum góð heilræði í veganesti.

Heiðursgestur Háskólahátíðar var Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og flutti hún heilnæma og einlæga ræðu auk þess að gefa kandídötum góð heilræði í veganesti.

Ketill Sigurður Jóelsson, kandídat í viðskiptafræði og fyrrverandi formaður SHA, flutti ávarp kandídata og Magni Ásgeirsson sá um tónlist. Vigdís Diljá Óskarsdóttir og Leifur Guðni Grétarsson voru kynnar Háskólahátíðar.

Ketill Sigurður Jóelsson, kandídat í viðskiptafræði og fyrrverandi formaður SHA flutti ávarp kandídata  Magni Ásgeirsson sá um tónlist.

Að vanda var bein útsending frá athöfninni á sjónvarpsstöðinni N4 og á Facebook. Upptaka er aðgengileg á YouTube en einnig á Facebook.

Háskólaárið 2017-2018 stunduðu 2074 nemendur nám á þremur fræðasviðum háskólans. Samtals voru brautskráðir 418 nemendur, 292 með diplómaskírteini og bakkalárgráðu og 125 með diplómu á framhaldsstigi og meistaragráðu.

Skipting kandídata eftir fræðasviðum er eftirfarandi:

 • Heilbrigðisvísindasvið 103

Heilbrigðisvísidasvið

 • Hug- og félagsvísindasvið 200

Hug- og félagsvísindasvið

 • Viðskipta- og raunvísindasvið 114

Viðskipta- og raunvísindasvið

Hér má sjá nafnalista brautskráningarnema 8. júní 2018 (pdf)
Hér má sjá nafnalista brautskráningarnema 9. júní 2018 (pdf)

Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA

Í ræðu sinni fjallaði Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, um nýtt met umsókna við háskólann og þá áskorun sem það hefur í för með sér. „ Það er stórt verkefni sem bíður stjórnenda skólans að semja við stjórnvöld um það hvernig við tökum á móti þessum stóra og glæsilega hópi sem nú óskar þess að fá inngöngu í HA. Ljóst er er að stjórnvöld verða að styrkja fjárhagsgrunn skólans ef okkur á að vera unnt að taka á móti öllum þessu nemendum. Því er komin upp sú staða að stjórnvöld verða að gefa skýr skilaboð um forgangsröðun, bæði háskólamenntunar almennt sem og skýr skilaboð um hvaða menntun ríkisvaldið er tilbúið að greiða fyrir.“

Háskólahátíð Háskólans á Akureyri Háskólahátíð Háskólans á Akureyri

Kandídötum óskaði hann þess að geta staldrað aðeins við á þessum tímamótum og gefa sér tíma til að sinna því sem er verðmætast, vinum og fjölskyldu. „Verið viss um að rafhlöðurnar séu fullhlaðnar áður en farið er í næsta verkefni, verið viss um að tengslin við fjölskyldu ykkar séu sterk svo að þau haldi þegar á brattann sækir á ný, verið viss um að heilsa ykkar sé góð þannig að þið getið tekist á við erfiðleikana þegar þeir munu banka uppá.“

Að lokum óskaði rektor eftir stuðningi allra landsmanna þannig að HA gæti tekið á móti þeim nemendum sem þar vilja stunda sitt háskólanám.

„Ég þakka fyrir að þið skuluð gefa ykkur tíma til að vera með okkur í dag og treysti á ykkar stuðning til þess að íslenskt háskólakerfi verði sú öfluga stoð sem landið þarf til að Ísland verði áfram eitt besta og eftirsóttasta samfélag heimsins.“

Háskólinn á Akureyri Háskólahátíð Háskólans á Akureyri

Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í grunnnámi hlutu eftirtaldir:

 • Auðlindafræði – Harpa Brynjarsdóttir
 • Félagsvísinda- og lagadeild / hug- og félagsvísindasvið – Margrét Magnúsdóttir
 • Kennarafræði – Bryndís Sóley Gunnarsdóttir
 • Hjúkrunarfræði – Kristín Anna Jónsdóttir og Kolbrún Sara Guðjónsdóttir
 • Iðjuþjálfunarfræði – Linda Ósk Þorvaldsdóttir
 • Viðskiptafræði – Ríkey Sigurbjörnsdóttir

Zontaklúbbur Akureyrar hefur mörg undanfarin ár veitt viðurkenningu fyrir framúrskarandi ritgerðir sem fjalla um aukin réttindi kvenna og eða jafnrétti. Zontaklúbbur Akureyrar er hluti af alþjóðahreyfingu Zonta sem er málsvari kvenna og berst fyrir réttindum og bættum hag kvenna um heim allan.

Í ár hljóta þessa viðurkenningu:

 • Fríða Ísbjörg Kjartansdóttir
 • Helga Sjöfn Kjartansdóttir
 • Margrét Magnúsdóttir

Fyrir ritgerðina: „Mér finnst þetta bara auka lífsgæði, það er alveg klárt mál.“ - Upplifun og viðhorf starfsfólks Reykjavíkurborgar til styttingar vinnuvikunnar. Verkefnið fjallar um upplifun og viðhorf starfsfólks Reykjavíkurborgar af tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar.

Niðurstöðurnar benda til betra jafnvægis á milli vinnu og einkalífs, fjölgunar gæðastunda, aukinnar orku, betri líðan og meiri starfsánægju þátttakenda m.a. með tilliti til jafnréttis kynjanna. Viðlíka rannsókn hefur ekki áður verið gerð á Íslandi og niðurstöðurnar veita mikilvæga þekkingu sem ekki var áður til staðar á þessu sviði. Verkefnið var sérlega vel unnið og metnaðarfullt.

Þrír hlutu heiðursverðlaun Góðvina að þessu sinni: Almar Ögmundsson, Anna Karen Birgisdóttir og Sólveig María Árnadóttir.

Í 14 skipti veittu Góðvinir Háskólans á Akureyri, félag brautskráðra nemenda við HA og annarra velunnara háskólans, viðurkenningar til kandídata sem hafa sýnt góðan námsárangur og óeigingjarnt starf í þágu háskólans á meðan á námstíma stóð.

Þrír hlutu heiðursverðlaun Góðvina í grunnnámi að þessu sinni:

Almar Ögmundsson, kandídat í viðskiptafræði hefur ávallt verið tiltækur til að kynna HA, hvort heldur á hefðbundnum kynningum eða með því að ljá andlit sitt í kynningarefni fyrir skólann. Hann hefur að minnsta kosti tvisvar farið hringferðina um landið í kynningarherferðum og staðið vaktina á háskóladeginum mörg ár í röð. Honum tókst þó að koma sér aldrei í formlegt embætti en var lykilmaður bak við tjöldin. Almar hefur einnig staðið sig með prýði í náminu.

Anna Karen Birgisdóttir, kandídat í iðjuþjálfun hefur verið ötull talsmaður Háskólans á Akureyri og sér í lagi iðjuþjálfunarfræðinnar. Anna er jákvæð, metnaðarfull og dugleg, þá er einnig afskaplega gaman að vinna með henni. Hún sat í stjórn Eirar, félagi heilbrigðisvísindanema starfsárið 2015-2016 og var einnig í alþjóðanefnd. Anna Karen var virk í félagsstarfinu og sinnti störfum á Háskóladeginum síðustu þrjú ár.

Sólveig María Árnadóttir, kandídat í kennarafræði er starfandi formaður SHA, fulltrúi stúdenta HA í Háskólaráði og fulltrúi stúdenta HA í fulltrúaráði Landssamtaka íslenskra stúdenta. Sólveig er ötull talsmaður kennaranema og hefur á síðustu misserum látið í sér heyra þegar verið er að atast út í kennarastarfið. Hún er metnaðarfull, réttsýn og iðin og það er gefandi og gott að vinna með henni. Nemendur bera henni einnig vel söguna enda berst hún fyrir hagsmunum stúdenta á hverjum degi, hugsar um hagsmuni heildarinnar og vekur athygli á Háskólanum á Akureyri hvarvetna. Sólveig María er – og verður áfram – Háskólanum á Akureyri til mikils sóma. 

 

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, kandídat í lögfræði á framhaldsstigi, hlaut heiðursverðlunin á brautskráningarathöfn framhaldsnema: 

Berglind Ósk Guðmundsdóttir sem nú lýkur meistaragráðu í lögfræði hefur látið til sín taka allt frá því hún hóf grunnám sitt við Háskólann á Akureyri. Fyrsta árið gegndi hún embætti nýnemafulltrúa Þemis - félags laganema og var síðan formaður þess árið 2014-2015. Þá tók hún einnig að sér embætti varaformanns Stúdentafélags Háskólans á Akureyri 2015-2016. Hún hefur auk þess setið í stjórn FÉSTA, Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri og samfleytt í fjögur var hún fulltrúi stúdenta í háskólaráði. Berglind hefur látið sér málefni stúdenta varða, tekið virkan þátt í hagsmunagæslu og hagsmunabaráttu þeirra, innan veggja háskólans sem og á opinberum vettvangi. Góðvinir óska Berglindi farsældar í lífi og starfi á næstu árum. Hún er og verður Háskólanum til mikils sóma.

 

Að athöfn lokinni buðu Góðvinir og Háskólinn til móttöku á fræðasviðunum. Einnig efndu Góðvinir til endurfunda afmælisárganga.

Starfsfólk Háskólans á Akureyri óskar öllum kandídötum innilega til hamingju með brautskráningu og velfarnaðar í lífi og starfi!

Að athöfn lokinni buðu Góðvinir og Háskólinn til móttöku á fræðasviðunum.

Lars Gunnar Lundsten, forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólahátíð Háskólans á Akureyri

Háskólahátíð Háskólans á Akureyri

Háskólinn á Akureyri Háskólahátíð Háskólans á Akureyri

Að athöfn lokinni buðu Góðvinir og Háskólinn til móttöku á fræðasviðunum.

 #háskólinnáakureyri