Skráningargjald

Nemendur við Háskólann á Akureyri greiða ekki skólagjöld en árlegt skráningargjald er 75.000 krónur.

  • Þú færð greiðsluseðil í netbanka þegar skólavist hefur verið samþykkt
  • Gjalddagi og eindagi skráningargjalds er 5. ágústbæði fyrir nýnema og eldri nemendur. Með greiðslu skráningargjalds staðfestir þú skólavist við HA 
  • Óskir þú eftir að greiða skráningargjald eftir gjalddaga þarft þú að hafa samband við Nemendaskrá HA til að millifæra upphæðina. Ef greitt er eftir gjalddaga reiknast 15% álag á skráningargjald og gjaldið verður þá 86.250 krónur
  • Þér stendur til boða að greiða skráningargjaldið með 15% álagi til 15. ágúst. Ef þú greiðir ekki fyrir þann tíma er litið svo á að þú hafir afþakkað boð um skólavist
  • Skráningargjald er óendurkræft
  • Nánar er fjallað um skráningargjaldið í reglum háskólans

Skráningargjald ef nám hefst um áramót

Skráningargjald er 55.000 krónur ef nám hefst um áramót. Greiðsluseðill er sendur í netbanka þegar skólavist hefur verið samþykkt.

Skráningargjald öryrkja

Þeir sem hafa 75% örorkumat fá 50% skráningargjalds endurgreitt gegn framvísum á staðfestingu á örorkumati til nemendaskrár. Greiða þarf greiðsluseðil í heimabanka áður en endurgreiðslu er óskað.