Nám í heimskautarétti tekur á fjölmörgum lögfræðilegum álitaefnum tengd norður- og suðurskautinu.

Heimskautaréttur fjallar um þau réttarkerfi sem eru við lýði á Norður- og Suðurheimskautunum. Námið er þverfaglegt með áherslu á viðeigandi svið þjóðaréttar og félagsvísinda. Áherslur í náminu eru meðal annars á: þjóðarétt, þar á meðal hafrétt og umhverfisrétt; frumbyggjarétt og réttindi annarra íbúa á svæðunum; stjórnmála- og þróunarfræði á heimskautasvæðunum; ásamt því að fjallað verður hinar ýmsu atvinnugreinar og hag- og viðskiptafræði bæði á Norður- og Suðurheimskautunum.

KENNSLA Í HEIMSKAUTARÉTTI FER FRAM Á ENSKU

Opið er fyrir umsóknir í nám í heimskautarétti annað hvert ár. Opið verður fyrir umsóknir vor 2025.

Tengdar námsleiðir:

Er námið fyrir þig?

  • Hefur þú áhuga á þjóðarétti á norður- og suðurheimskautunum?
  • Hefur þú áhuga á réttindum frumbyggja og annara íbúa á norðurslóðum?
  • Viltu læra meira um umhverfisvernd á heimskautasvæðum?
  • Hefur þú áhuga á stjórnun auðlinda á norðurslóðum og suðurskautinu?
  • Býrðu yfir færni í ensku?
  • Viltu bæta fræðilega rannsóknarhæfileika þína?
  • Langar þig að læra í alþjóðlegu umhverfi?

Áherslur námsins

Nám í heimskautarétti snýst um hvernig mönnum, umhverfi og auðlindum er stjórnað á norðurslóðum og suðurskautinu. Þau telja ríkiskerfið á norðurslóðum öfugt við alþjóðasáttmálakerfið fyrir meginland Suðurskautslandsins. Námið skoðar hvernig spennu er haldið í lágmarki með beitingu réttarríkis og öflugu samstarfi ríkja, frumbyggja norðurslóða, alþjóðastofnana og annarra þátttakenda.

Stúdentar fræðast um alþjóðlegan lagaramma, þar á meðal hafrétt, umhverfisrétt og réttindi frumbyggja. Þeir fá einnig kynningu á þjóðum norðurslóða, meginreglur efnahagsþróunar og góða stjórnarhætti.

Mikið er lagt upp úr alþjóðlegu samstarfi við aðra háskóla. 

Þú getur skoðað skipulag námsins í Uglu, kennsluvef háskólans.

Möguleikar að námi loknu

Námið undirbýr nemendur fyrir störf meðal annars hjá opinberum stofnunum eða einkafyrirtækjum, alþjóðasamtökum, frjálsum félagasamtökum, frumbyggjaþjóðum á norðurskautssvæðinu, í háskólum eða rannsóknastofnunum.

Meistaranámið (LLM eða MA) er líka góður undirbúningur fyrir doktorsnám eða frekari rannsóknir á málefnum heimskautanna og þjóðaréttar.

Inntökuskilyrði

Almenn krafa er að nemendur hafi lokið BA/BS-gráðu við viðurkennda innlenda eða erlenda háskóla á sambærilegu sviði.

Hér getur þú lesið meira um inntökuskilyrði háskólans.

Umsagnir

The quality of the programme and the mix of courses gives a well-rounded understanding of both legal and economic principles. The teachers were exceptionally good and I was impressed that the professors were active in legal fields in the Polar Regions.

Sune Tamm
Project Developer at Arctic Trucks

Every course was relevant and helped me study the Polar Regions comprehensively and thoroughly and they all were highly relevant regarding contemporary Arctic and Antarctic legal issues. The quality of the teaching was exemplary

Romain Francois R. Chuffart
Doctoral candidate at Durham Arctic Project

The university’s program of Polar Law, could not be better suited to equip and enable people to address genuine issues that are happening in today's circumpolar north. The University of Akureyri is offering a program unparalleled by any other. The professors are specialists in their fields and have assembled here to share their knowledge in a masterful scheme unfolding in intensive, efficient, short duration classes.

It has been a real privilege to have the opportunity to attend the Polar Law Program at the University of Akureyri.

Liza Petenuzzo
MA Polar Law candidate, 2nd year