Nám í heimskautarétti tekur á fjölmörgum lögfræðilegum álitaefnum tengd norður- og suðurskautinu.

Námið snýr fyrst og fremst að fólkinu sem býr á svæðunum, hvað það vill og hver réttindi þeirra eru. Viðfangsefni námsins eru því á breiðu sviði alþjóðastjórnmála, öryggismála, stjórnskipunar, leitar- og björgunarstarfa, auðlinda, líffræðilegs fjölbreytileika og annarra þátta stjórnmálaþróunar.

Námið fer alfarið fram á ensku.

Einnig í boði:

Er námið fyrir þig?

  • Hefur þú áhuga á þróun norðurslóða?
  • Hefur þú áhuga á réttindum frumbyggja og annara íbúa á norðurslóðum?
  • Finnst þér alþjóðastjórnmál spennandi?
  • Langar þig að vita meira um stjórnunarhætti á suðurskautinu?
  • Býrðu yfir færni í ensku?
  • Langar þig að starfa í alþjóðlegu umhverfi?
  • Langar þig að læra að standa fyrir máli þínu?

Áherslur námsins

Nám í heimskautarétti snýst um lagaumhverfi og stjórnunarhætti norður- og suðurskautsins, jafnt á sviði alþjóðalaga, landsréttar og svæðisbundins réttar.

Álitamálin eru mörg og snúast meðal annars um fullveldi og deilur um markalínur á sjó og landi, mannréttindi frumbyggja í norðri, sjálfstjórn, stjórnfestu og landa- og auðlindakröfur.

Mikið er lagt upp úr alþjóðlegu samstarfi við aðra háskóla. Heimskautaréttarnámið er meðal annars hluti af West Nordic Studies Masters Programme, sem er alþjóðlegt samstarf háskóla um þverfaglegt meistaranám í vestnorrænum fræðum.

Þú getur skoðað skipulag námsins í Uglu, kennsluvef háskólans.

Möguleikar að námi loknu

Námið undirbýr nemendur fyrir störf meðal annars hjá opinberum stofnunum eða einkafyrirtækjum, alþjóðasamtökum, frjálsum félagasamtökum, frumbyggjaþjóðum á norðurskautssvæðinu, í háskólum eða rannsóknastofnunum.

Meistaranámið er líka góður undirbúningur fyrir doktorsnám eða frekari rannsóknir á málefnum heimskautanna og þjóðaréttar.

Inntökuskilyrði

Almenn krafa er að nemendur hafi lokið BA/BS-gráðu eða sambærilegu námi við viðurkennda háskóla.

Hér getur þú lesið meira um inntökuskilyrði háskólans.