Próf

Próf eru haldin 2. til 16. desember vegna námskeiða á haustmisseri og 24. apríl til 11. maí vegna námskeiða á vormisseri.

Hefðbundin lokapróf í reglulegri prófatíð á vormisseri 2020 verða ekki haldin í húsnæði Háskólans á Akureyri, né öðru því húsnæði sem háskólanum tengist. Nánari upplýsingar um breytingar á prófum er að finna á síðu hvers og eins námskeiðis á moodle/canvas.

Sjúkra- og endurupptökupróf eru haldin í byrjun janúar og lok maí. Prófin eru auglýst sérstaklega í Uglu.

Prófstjóri er Bryndís Ásta Böðvarsdóttir.

Próftöflur

Þú getur séð þína próftöflu í Uglu undir > Námskeiðin mín > Próf

Próf fjarnema

Fjarnemar geta tekið próf hjá símenntunar- og fræðslumiðstöðvum ef þeir hafa ekki tök á taka próf í Háskólanum á Akureyri.

Nemendur sem eru búsettir erlendis geta fengið undanþágu til að taka próf utan skráðra próftökustaða. Þeir verða þá að útvega prófstað hjá viðurkenndri háskólastofnun eða hjá sendiráði fyrir 5. nóvember. Nemandi ber sjálfur kostnað af próftökunni. Hægt er að sækja um próftökur erlendis hér.

Öll próf fara fram á sama tíma og próf á Íslandi. Tímamismunur getur verið mikill.

Listi yfir símenntunar- og fræðslumiðstöðvar sem HA er í samstarfi við. Athugið að hjá sumum símenntunar- og fræðslumiðstöðvum eru innheimt þjónustugjöld.

Reglur í prófum

Reglur í prófum eru ítarlegar en hér er dregið fram það helsta. Kynntu þér vel reglurnar í heild sinni.

Almennar reglur

 • Þú þarft að mæta til prófs að lágmarki fimm mínútum áður en það hefst
 • Ef þú mætir meira en klukkustund eftir að próf hefst færð þú ekki að taka prófið
 • Þú verður að hafa með sér skilríki með mynd og láta það liggja á borðinu þínu í prófi
 • Þú mátt ekki hafa við prófborðið; yfirhöfn, síma, tösku eða annan búnað sem tilheyrir ekki leyfilegum hjálpargögnum. Þetta á líka við um heyrnartól og snjallúr
 • Bannað er að valda truflun í prófstofu
 • Þú mátt ekki neita matar né tóbaks í prófi

Viðvera nemenda í prófi

 • Þú mátt ekki yfirgefa próf fyrsta klukkutímann
 • Þú mátt aðeins standa upp frá prófi til að fara á snyrtingu í fylgd með prófverði
 • Þú mátt ekki skila úrlausnum fyrr en klukkustund eftir að próftími hefst
 • Ef þú lýkur prófi áður en próftíma er lokið skaltu fara út úr prófstofunni og gæta þess að trufla ekki þá sem eru enn í prófinu

Próftími

Með próftíma er átt við þann tíma sem þú hefur til þess að leysa prófið.

 • Prófstjóri getur breytt próftíma ef ófyrirsjáanleg truflun verður á framkvæmd prófsins
 • Prófstjóri á að tilkynna nemendum samstundis ef breyting verður próftímanum
 • Það er ekki hægt að breyta próftíma eftir að hann hefst nema að umsjónarkennari óski eftir því og þá þarf samþykki prófstjóra fyrir því
 • Þegar próftíma lýkur átt þú að skila úrlausnum þegar í stað

Skil á úrlausnum

 • Þú skilar öllum úrlausnum (prófspurningum og rissblöðum) í skriflegum prófum merktum með nafni og kennitölu til prófgæslumanns að loknu prófi
 • Ef notað er skólanúmer þá á að setja það á úrlausnarblöð (prófspurningar og rissblöð) í stað nafns
 • Í samsettum prófum átt þú að svara hverjum prófhluta á sérstöku blaði

Brot á námsmatsreglum

 • Ef nemandi er grunaður um að hafa rangt við í prófi er prófstjóri eða staðgengill hans kallaður til og viðeigandi ráðstafanir gerðar
 • Rektor tekur ákvörðun um viðurlög um meint brot og eftir atvikum í samráði við siðanefnd háskólan

Skráning í og úr prófum

Skráning í námskeið er jafnframt skráning í próf.

Ef ekki er lokapróf samkvæmt námslýsingu skilar kennari inn námsmati. Nemendur þurfa að vera skráðir í námskeið til þess að geta tekið próf eða fengið námsmat.

Frestur til þess að skrá sig úr námskeiðum haustmisseris rennur út þann 5. nóvember og 1. apríl fyrir vormisseri.

Veikindi í prófum

Það þarf að tilkynna veikindi á prófdegi samdægurs til nemendaskrár HA. Þú þarft að staðfesta veikindin með læknisvottorði innan fimm daga frá prófdegi.

Athugið: Ef þú ert veik/ur í prófi ertu ekki sjálfkrafa skráð/ur í sjúkrapróf. Þú þarft að skrá þig sérstaklega í það í Uglu.

Sjúkra- og endurtekningarpróf

Sjúkra- og endurtekningarpróf eru haldin í byrjun janúar vegna námskeiða á haustmisseri og í lok maí vegna námskeiða á vormisseri.

Þú skráir þig í sjúkra- og endurtökupróf í Uglunni.

Próftökugjald

Það þarf ekki að greiða próftökugjald fyrir sjúkrapróf ef þú hefur skilað vottorði.

Endurtekningarpróf kostar 6.000 krónur.

Gjaldið þarf að greiða að lágmarki viku fyrir prófdag svo að skráningin teljist gild. Það má greiða inn á reikning háskólans: 162-26-6610, kt. 520687-1229.

Sérúrræði í prófum

Námsráðgjafar sjá um ráðgjöf, leiðsögn og skráningu vegna sérúrræða í prófum.

Þú þarft að bóka viðtal við námsráðgjafa tímanlega svo að hægt sé að veita þér bestu mögulegu úrræði.

Opnir viðtalstímar námsráðgjafa eru alla virka daga frá klukkan 13:30-14:30.