Þessi handbók er samstarfsverkefni nemenda og háskólans. Þú getur komið með ábendingar um lagfæringar og viðbætur.
SHA og námsráðgjafar eru umsjónaraðilar handbókarinnar.
Hagsmunavernd
Stúdentafélag Háskólans á Akureyri er hagsmunafélag nemenda. Félagið sinnir hagsmunagæslu á breiðum grunni.
- Skrifstofa SHA er staðsett í G-álmu nálægt bókasafni
- Skrifstofan er opin virka daga á milli 11:00 og 13:00
Í stúdentaráði SHA sitja formenn deildarfélaga, formaður SHA, varaformaður og fjármálafulltrúi félagsins. Þeir gæta hagsmuna nemenda gagnvart háskólanum og öðrum stofnunum, svo sem ráðuneytum og LÍN.
Félagið er til staðar fyrir nemendur.
- Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi námið, réttindi og önnur atriði getur þú leitað til félagsins.
- Innan félagsins er starfrækt ráð sem sinnir sértækri hagsmunagæslu fyrir nemendur.
SHA, ásamt nemendafélögum fræðasviðanna, sér um að velja og skipa nemendur sem gegna trúnaðarstörfum innan HA. Nemendur eru þannig virkir þátttakendur í stjórnun skólans.
Á hverju fræðasviði fyrir sig eru starfrækt sérstök nemendafélög. Nemendafélögin eiga fulltrúa í ýmsum ráðum og nefndum innan fræðasviða og deilda.
Hagsmunasamtök
LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta
- LÍS eru heildarhagsmunasamtök íslenskra stúdenta
- Samtökin standa vörð um hagsmuni háskólanema hérlendis
- Þau standa vörð um hagsmuni íslenskra háskólanema á erlendri grundu
- Samtökin vinna að samræmingu gæðastarfs í íslenskum háskólum
Kynntu þér starfs Landssamtaka íslenskra stúdenta
SÍNE - Samtök íslenskra námsmanna erlendis
- Samtökin sjá um hagsmunavörslu fyrir íslenska námsmenn erlendis. Þau miðla fróðleik um nám í útlöndum og gefa út tímaritið Sæmund.
Réttindi og skyldur
Nemendur við Háskólann á Akureyri hafa ákveðin réttindi og bera einnig ákveðnar skyldur.
Háskólinn fylgir þeim reglum sem þarf til þess að tryggja þér akademíska menntun. Háskólinn þarf að fylgja reglum, varðandi námsmat og kennslu, til þess að tryggja þér réttindin.
HA leitast við að tryggja að komið sé fram við alla nemendur af sanngirni og réttlæti.
Þú getur leitað réttar þíns innan kvörtunarferlis háskólans teljir þú skólann ekki uppfylla skyldur sínar eða á þig sé hallað á einhvern hátt.
Skyldur þínar felast meðal annars í því að fylgja reglum og leiðbeiningum skólans. Með því að vera nemandi við HA tekur þú þátt í þekkingarsamfélagi nemenda, kennara og starfsmanna háskólans. Það er skylda allra að fara eftir þeim reglum sem gilda innan þessa samfélags.
Misferli og brot á reglum háskólans
Í 2. málsgrein, 19. greinar í Lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008 segir:
„Nemandi skal forðast að hafast nokkuð það að í námi sínu eða í framkomu sinni innan og utan skólans sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á nám hans eða skóla."
Þar sem lögin eru nokkuð víðtæk og almenn er gott að þú fylgir þeim leiðbeiningum og siðareglum sem skólinn setur.
Kvartanir og málsskotsréttur
Það er réttur þinn að geta kvartað og skotið þínu máli áfram til umfjöllunar.
Óformlegar fyrirspurnir og ráðgjöf
Áður en þú sendir formlega kvörtun talaðu þá við námsráðgjafa, SHA, fræðasvið eða stoðþjónustu.
- Námsráðgjafar
- Skrifstofurnar eru við bókasafn HA
Opnir viðtalstímar eru á milli 13:30-14:30 alla virka daga
- Skrifstofurnar eru við bókasafn HA
- Stúdentafélag Háskólans á Akureyri (SHA)
- Skrifstofan er í G-álmu
Opið er á milli 11:00 og 13:00 alla virka daga
- Skrifstofan er í G-álmu
- Skrifstofur eða stjórnir fræðasviða/kennara eða starfsfólk stoðþjónustu er að finna í Uglu.
Formlegar kvartanir
Gæðastjóri háskólans tekur við formlegum kvörtunum í gegnum eyðublað í Uglu.
- Gæðastjóri móttekur og skráir kvörtunina innan þriggja daga frá því að hún berst.
- Hann sendir erindi til viðkomandi starfseiningar sem hefur tíu daga til að finna lausn málsins.
- Nemandi getur sent málið aftur til gæðastjóra ef hann unir ekki úrskurðinum.
- Gæðastjóri óskar þá eftir að rektor skipi úrskurðarnefnd í málinu.
- Úrskurðarnefnd er skipuð í hverju máli fyrir sig.
- Nefndin hefur 10 daga til að úrskurða.
Úrskurðarnefnd
Úrskurðarnefnd er skipuð af rektor. Valið er í nefndina sérstaklega fyrir hvert mál.
Í hverri nefnd eru þrír fulltrúar. Einn fulltrúi nemenda, einn fyrir akademískt starfsfólk og einn frá stoðþjónustu og stjórnsýslu. Úrskurðarnefnd hefur lokaorðið varðandi mál innan háskólans.
Þú getur áfrýjað ákvörðun úrskurðarnefndar til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema samkvæmt 20. grein laga um háskóla.
Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema
Þú getur kært niðurstöðu úrskurðarnefndar til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema. Áfrýjunarnefndin getur fellt úr gildi eða staðfest ákvörðun úrskurðarnefndar háskólans.
Úrskurður áfrýjunarnefndar er endanlegur.
Áfrýjunarnefnd tekur fyrir efni er varðar:
- Framkvæmd prófa og námsmats, fyrirlögn prófa, tilhögun einkunnagjafar, skipun prófdómara og birtingu einkunna.
- Mat á námsframvindu og rétt til endurtökuprófs.
- Afgreiðslu umsókna um skólavist og mat á námi á milli skóla.
- Brottvikningu úr skóla eða beitingu annarrar refsingar.
- Beiðni um úrskurð nefndarinnar skal vera skrifleg þar sem kæruefnið kemur skýrt fram og er rökstutt
Sendu erindið til:
Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Sölvhólsgötu 4
101 Reykjavík
Senda fyrirspurn á Mennta-og menningarmálaráðuneytið.
Afgreiðsla alla virka daga frá kl. 8:30-16:00
Sími: 545-9500
Lán og styrkir
-
Háskólanemar í grunn- og meistaranámi geta sótt um styrk vegna rannsóknarverkefna innan fyrirtækja. Sótt er um styrkinn til Nýsköpunarsjóðs námsmanna.
Umsóknarfrestur er næst í febrúar 2018. Opnað verður fyrir umsóknir sex vikum fyrir frest.
Fleiri styrkir
- Fylgstu vel með tilkynningum á Uglunni þar eru reglulega auglýstir styrkir
- Á vef stjórnarráðsins getur þú líka fundið auglýsta námsstyrki
- Rannís hefur umsjón með mörgum sjóðum sem veita styrki