Rektorsskrifstofa

Háskólinn á Akureyri (Mynd: Auðunn Níelsson)

Starfsemi skrifstofu rektors helgast af því að framfylgja lögskipuðu hlutverki rektors háskólans og gæta heildarhagsmuna Háskólans á Akureyri.

Hlutverk Rektorsskrifstofu

Skrifstofa rektors hefur umsjón með málefnum sameiginlegrar stjórnsýslu háskólans, fundum háskólaráðs, fundum framkvæmdastjórnar, ársfundi háskólans og háskólafundi.

Undir skrifstofu rektors heyra einnig mannauðsmál háskólans, gæðamál og skjalastjórnun ásamt umsjón með stefnumótun og eftirfylgni með stefnum háskólans.

Skrifstofa rektors ber ábyrgð á að öll starfsemi háskólans og stjórnsýsla sé í samræmi við gildandi lög og reglur og góða stjórnsýsluhætti og heldur utan um reglur háskólans. Skrifstofa rektors heldur utan um samskipti rektors við stjórnvöld, samskipti við innlenda og erlenda samstarfsaðila, hvort sem um er að ræða fulltrúa fyrirtækja, stofnana eða erlendra ríkja.

Fyrir utan ofantalið er fer fram mjög fjölbreytt starfsemi á skrifstofu rektors, sem felst m.a. í móttöku og afgreiðslu ýmissa erinda, afgreiðsla viðtala eftir pöntunum, miðlun upplýsinga, umsjón með nefndum og starfshópum á vegum háskólaráðs og rektors, umsjón með ársskýrslu háskólans, umsjón með skipulagi árlegrar brautskráningar, umsjón með almennum starfsmannafundum, fyrirlestrum og öðrum samkomum eða viðburðum á vegum rektors.

  • Rektorsskrifstofa er opin alla virka daga á skrifstofutíma
  • Hún er staðsett á 4. hæð í Borgum á háskólasvæðinu