Námið er framhald af BS námi í iðjuþjálfunarfræði og ætlað þeim sem stefna á að starfa sem iðjuþjálfar.

Umsóknarfrestur er frá 15. febrúar til 31. mars

Er námið fyrir þig?

  • Viltu starfa sem iðjuþjálfi?
  • Hefur þú áhuga á fólki?
  • Viltu stuðla að því að fólk blómstri í umhverfi sínu?
  • Viltu vinna með fjölbreyttum hópi fólks á öllum aldri?
  • Hefur þú áhuga á að efla heilsu og lífsgæði fólks?
  • Viltu stuðla að jafnrétti til þátttöku í samfélaginu?

Áherslur námsins

Stór hluti námsins fer fram á vettvangi í fjölbreytilegu starfsumhverfi iðjuþjálfa. Þar takast nemendur á við raunveruleg viðfangsefni með fólki á öllum aldri og fá þjálfun og undirbúning fyrir störf iðjuþjálfa.

Þú getur skoðað skipulag námsins á Uglu, kennsluvef háskólans.

Hér getur þú séð hvenær námslotur eru.

Möguleikar að námi loknu

  • Gráðan tryggir leyfisveitingu frá Embætti landlæknis til að starfa sem iðjuþjálfi á Íslandi.
  • Iðjuþjálfar starfa á breiðum vettvangi svo sem innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, í skólakerfinu, hjá félagasamtökum og á almennum markaði.
  • Störf iðjuþjálfa eru fjölbreytt, s.s. endurhæfing, vinnuvernd, geðvernd, heilsuefling og forvarnarstarf sem stuðlar að auknum lífsgæðum fólks.
  • Alþjóðleg viðurkenning námsins opnar möguleika á frekara námi og störfum erlendis.

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði í iðjuþjálfun – Starfsréttindanám á meistarastigi er BS gráða í iðjuþjálfunarfræði frá HA með einkunn að lágmarki 7,25.

Umsagnir

Námið í iðjuþjálfun var ótrúlega gagnlegt og undirbjó mig á fjölbreytta vegu fyrir atvinnulífið en var ekki síður mótandi persónulega. Ég upplifi starfsfmöguleika mína einungis takmarkast við áhugasvið mitt með menntunina í farteskinu

Alda Pálsdóttir
verkefnastjóri í endurhæfingarbúsetu Reykjavíkurborgar

Ég hafði verið í háskólanámi áður og unnið við allt milli himins og jarðar. Að þeirri reynslu fenginni þá veit ég að það er vandfundið háskólanám sem er jafn gagnlegt og opnar jafnmargar dyr í lífinu, bæði í leik og starfi, og iðjuþjálfun. Ég er stolt af að vera iðjuþjálfi og þakklát fyrir að hafa fattað að hún er til.

Guðrún Friðriksdóttir
verkefnastjóri í endurhæfingarbúsetu Reykjavíkurborgar