Nám í menntavísindum er ætlað þeim sem vilja auka sérþekkingu sína og starfshæfni á sviði menntamála.

Sérstaða lestrarfræði við HA felst í því að horft er til lesturs og læsis í víðum skilningi, á öllum skólastigum.

Tengdar námsleiðir:

Er námið fyrir þig?

  • Finnst þér þurfa að efla þátt læsis í skólastarfi?
  • Vilt þú hjálpa öðrum að meðtaka og skapa merkingu með lestri?
  • Hefur þú áhuga á lestrarhefðum?
  • Hefur þú velt fyrir þér hvað lestur er félagslegur í eðli sínu?
  • Vilt þú læra mismundandi tjáningarform lesturs?
  • Vilt þú læra að miðla lestri á fjölbreyttu formi?
  • Langar þig að auka hæfni barna til að tjá sig?
  • Viltu verða hæfari í að mæta þörfum ólíkra nemenda?

Fyrirkomulag náms

Brautarstjóri námslínunnar er Rannveig Oddsdóttir.

Kennsla fer fram í staðbundnum námslotum í Háskólanum á Akureyri og er skyldumæting í þær. Jafnframt eru margvíslegir möguleikar notaðir við miðlun efnis og til gagnvirkra samskipta.

Stúdentar geta sótt námskeið á meistarastigi við aðrar deildir HA og í gesta- eða skiptinámi.

Áherslur námsins

Í lestrarfræði er lögð áhersla á tengsl máls og læsis, kenningar um mál, lestur og læsi.

Stúdentar í lestrarfræði kynna sér rannsóknir á sviði læsis og lesturs. Læra aðferðir til að efla mál, lestur og læsi í kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Miðað er við að stúdentar verði sérfræðingar í læsi og lestrarfræði. Geti skipulagt nám og kennslu og veitt ráðgjöf í þeim efnum.

Þú getur skoðað skipulag námsins á Uglu, kennsluvef háskólans.

Möguleikar að námi loknu

Viðbótarnámi í menntavísindum er ætlað að styrkja stúdenta til þess að takast á við störf í menntakerfinu sem krefjast framhaldsmenntunar á sviði menntavísinda. Jafnframt eykur það hæfni til að stunda frekara nám. Stúdentar sem lokið hafa viðbótarnámi í menntavísindum geta bætt við sig 60 ECTS einingum til MA-prófs í menntavísindum.

Hæfni í íslensku

Samkvæmt reglugerð um hæfniramma með viðmiðum fyrir almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla skal kennari við brautskráningu úr kennaranámi við íslenska háskóla búa yfir hæfni í íslensku sem samsvarar að lágmarki C1 í Evrópska tungumálarammanum.

Því eru þau sem ekki hafa íslensku sem fyrsta mál og sækja um grunn- eða framhaldsnám við Kennaradeild beðin um að meta færni sína í íslensku og fylla út sjálfsmatsramma Evrópuráðsins.

Hér má sjá Tungumálaramma Evrópuráðsins.

Námskeið við Kennaradeild eru almennt kennd á íslensku.

Inntökuskilyrði

Bakkalárpróf eða sambærilegt próf með 2. einkunn eða hafa leyfisbréf útgefið fyrir árið 2009.

Hér getur þú lesið meira um inntökuskilyrði háskólans.