Nám í menntavísindum er ætlað þeim sem vilja auka sérþekkingu sína og starfshæfni á sviði menntamála.
Námsleiðin hentar þeim sem vilja auka þekkingu sína starfstengdri leiðsögn og þannig veita nýliðum meiri stuðning og leiðsögn fyrstu árin í kennarastarfinu.
Er námið fyrir þig?
Hefur þú áhuga á að bæta við þekkingu þína?
Langar þig að efla skólastarf?
Vilt þú stuðla að skólaþróun og árangursríku skólastarfi?
Hefur þú áhuga á að byggja upp fagmennsku í lærdómssamfélagi?
Vilt þú veita nýliðum stuðning og leiðsögn fyrstu árin í kennarastarfinu?
Áherslur námsins
Sérhæfing í starfstengdri leiðsögn er 30 ECTS einingr nám á meistarastigi og lýkur með diplómu. Markmið þess er að auka þekkingu, leikni og hæfni kennara á móttöku og leiðsögn nema og nýliða í kennslu og forystu þar um.
Þú getur skoðað skipulag námsins í Uglu, kennsluvef háskólans.
Fyrirkomulag námsins
Námið er 30 ECTS einingar á meistarastigi, þrjú 10 ECTS námskeið alls. Kennarar geta einnig valið að taka stök námskeið af sérhæfingunni sem hagnýta endurmenntun.
Styrkir
Starfandi kennari sem leggur stund á diplómanám í starfstengdri leiðsögn við HA getur sótt um styrk þegar staðfesting liggur fyrir að hann hafi lokið fyrsta námskeiði í námslínu (fyrri hluti) og þegar hann hefur lokið námi (seinni hluti). Styrkurinn er ígildi innritunargjalds opinberra háskóla í að hámarki tvö skólaár.
Forsenda styrkveitingar er að skólastjóri styðji umsókn viðkomandi kennara í námið. Umsókninni þarf m.a. að fylgja staðfesting skólastjórnanda á að umsækjandi sé starfandi kennari við viðkomandi skóla og að skólastjóri telji mikilvægt að viðkomandi kennari sérhæfi sig í starfstengdri leiðsögn.
Möguleikar að námi loknu
Nám í menntavísindum hentar sérstaklega vel þeim sem hafa reynslu af fræðslustörfum og vilja dýpka þekkingu sína og efla sig í starfi .
Viðbótarnámi í menntavísindum er ætlað að styrkja nemendur til þess að takast á við störf í menntakerfinu sem krefjast framhaldsmenntunar á sviði menntavísinda. Jafnframt eykur það hæfni til að stunda frekara nám.
Inntökuskilyrði
Almenn krafa er að nemendur hafi lokið grunnnámi á háskólastigi og fengið að minnsta kosti fyrstu einkunn (7,25) í meðaleinkunn.