Umsóknarferlið

Sótt er um í Háskólann á Akureyri á rafrænan hátt.

Þú getur fengið aðstoð við að fylla út umsóknina hjá:

Eftir að skráningu lýkur færðu sendan veflykil og getur fylgst með stöðu umsóknarinnar. Ef þú týnir veflyklinum hafðu þá sambandi við nemendaskrá.

Grunnnám

Tekið er við umsóknum frá byrjun mars til 5. júní ár hvert.

Fylgjast með stöðu umsóknar

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn um grunnnám

Stúdentsprófsskírteini eða sambærilegt prófskírteini úr framhaldsskóla. Í umsóknarferlinu býðst mörgum að heimila Háskólanum á Akureyri að sækja stúdentsprófsskírteinið beint úr Innu. Þeir sem veita slíka heimild þurfa ekki að senda skólanum afrit af skírteininu.

Ef umsækjandi fær ekki slíkt tilboð í umsóknarferlinu þarf hann að útvega sér staðfest afrit af prófskírteini og senda sem hér segir:

  • Staðfest ljósrit af stúdentsprófsskírteini eða sambærilegu prófskírteini úr framhaldsskóla
  • Ljósritið þarf síðan að senda í bréfapósti til Háskólans á Akureyri merkt „UMSÓKN UM NÁM" (það þarf að vera ljósrit af öllu skírteininu með bláum stimpli og undirritun um staðfestingu)

Senda til:

UMSÓKN UM NÁM
Háskólinn á Akureyri
b.t. nemendaskrár
Norðurslóð 2
600 Akureyri

Umsókn lokið, hvað svo

Upplýsingar vegna umsóknar geta verið einstaklingsbundnar. Hér getur þú fundið svör við helstu spurningum sem vakna við umsóknarferlið.