Umsóknarferlið

Sótt er um í Háskólann á Akureyri á rafrænan hátt.

Þú getur fengið aðstoð við að fylla út umsóknina hjá:

Eftir að skráningu lýkur færðu sendan veflykil og getur fylgst með stöðu umsóknarinnar. Ef þú týnir veflyklinum hafðu þá sambandi við nemendaskrá.

Fylgjast með stöðu umsóknar

Tekið er við umsóknum frá mars til 5. júní ár hvert

Háskólaráð ákveður hverju sinni hvort innritað sé um áramót.

Grunnnám

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn um grunnnám

Skila þarf inn gögnum fyrir 5. júní.

1. Staðfest afrit af stúdentsprófi með námsferilsyfirliti

Þeir sem hafa nýlega lokið stúdentsprófi geta veitt Háskólanum á Akureyri aðgang að því í gegnum Innu í rafrænu umsókninni

Ef stúdentsprófsskírteinið með námsferilsyfirliti (eða sambærilegt) er ekki aðgengilegt í Innu þarf að:

  • afhenda eða senda staðfest afrit af því með bláum stimpli og undirritun um staðfestingu í bréfpósti merkt:

Háskólinn á Akureyri
Þjónustuborð nemendaskrár
UMSÓKN UM GRUNNNÁM
Norðurslóð 2
600 Akureyri

2. Skjöl með viðbótarupplýsingum

Á ekki við um hjúkrunarfræði, lögreglufræði og sálfræði.

Vegna mikillar aðsóknar í Háskólann á Akureyri gæti skólinn þurft að grípa til aðgangstakmarkana. Ef til þess kemur geta umsækjendur eftirfarandi námsleiða bætt stöðu umsóknar sinnar með því að skila inn ferilskrá og kynningarbréfi sem viðhengi með umsókninni.

  • Ef þú átt ferilskrá er sjálfsagt að nota hana, ef ekki þá leggur háskólinn til sniðmát fyrir ferilskrá.
  • Skjölin fyrir kynningarbréfin eru mismunandi eftir deildum, smelltu á viðkomandi deild til að nálgast viðeigandi skjal:

Viðskiptadeild: Viðskiptafræði
Kennaradeild: Kennarafræði (leikskóla- grunnskóla- og íþróttakjörsvið)
Félagsvísindadeild: Félagsvísindi, fjölmiðlafræði og nútímafræði
Lagadeild: Lögfræði
Iðjuþjálfunarfræðideild: Iðjuþjálfunarfræði
Auðlindadeild: Líftækni og sjávarútvegsfræði (aðeins ferilskrá)

Umsókn lokið, hvað svo?

Upplýsingar vegna umsóknar geta verið einstaklingsbundnar. Hér getur þú fundið svör við helstu spurningum sem vakna við umsóknarferlið.

Framhaldsnám

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn um framhaldsnám

 Skila þarf inn gögnum fyrir 5. júní.

1. Staðfest afrit af bakkalárprófsskírteini eða sambærilegu prófskírteini

  • Afritið á að vera stimplað með bláu af opinberri stofnun, t.d. skóla eða sýsluskrifstofu)
  • Nemendur brautskráðir frá HA þurfa þó ekki að skila skírteinum

Afritið þarftu svo að senda í bréfapósti til Háskólans á Akureyri merkt:

Háskólinn á Akureyri
b.t. nemendaskrár
UMSÓKN UM FRAMHALDSNÁM
Norðurslóð 2
600 Akureyri

2. Skjal með viðbótarupplýsingum

Allir umsækjendur um eftirfarandi námsleiðir skulu fylla út sérstakt skjal með viðbótarupplýsingum og senda það sem viðhengi í umsókninni sjálfri:

Heilbrigðisvísindi
Menntavísindi
Menntunarfræði
Félagsvísindi
Auðlindafræði
Viðskiptafræði