Umsóknarferlið

Tekið er við rafrænum umsóknum um nám við HA frá mars til 5. júní

Sækja um náM í umsóknargátt HA

Aðrir umsóknarfrestir gilda fyrir eftirfarandi námsleiðir:

Ef síðasta umsóknardag ber upp á helgi eða helgidag er opið fyrir umsóknir um nám til og með fyrsta virka degi eftir þann dag. 

Grunnnám

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn um grunnnám

Skila þarf inn gögnum fyrir 5. júní (aðrar dagsetningar geta átt við einstaka brautir).  

1. Staðfest afrit af stúdentsprófi með námsferilsyfirliti

Háskólinn á Akureyri tekur á móti skönnuðum afritum af staðfestum gögnum um fyrra nám umsækjanda sem gild fylgigögn.

Umsóknir eru ekki teknar til afgreiðslu nema að þeim fylgi afrit af staðfestum gögnum um fyrra nám eða umsækjandi gefi HA leyfi til að sækja stúdentsskírteini beint í Innu. Skönnuð afrit af staðfestum gögnum eða stafrænt undirrituð skjöl má hengja við umsóknina (á .pdf-sniði) eða senda þau í tölvupósti á nemskra@unak.is
Þá má einnig senda gögn á pappír í bréfapósti á:

Háskólinn á Akureyri
b.t Nemendaskrá
Norðurslóð 2
600 Akureyri

Athugið að ljósmyndir (sem dæmi .jpg-snið eða .png-snið) af skírteinum er ekki teknar gildar.

Skönnuð prófskírteini skulu vera í frumriti eða staðfest afrit með stimpli frá viðkomandi skóla.

HA áskilur sér rétt til að kalla eftir frumritum prófskírteina áður en umsókn er tekin til afgreiðslu.

2. Skjöl með viðbótarupplýsingum

Á ekki við um hjúkrunarfræði og sálfræði.

Vegna mikillar aðsóknar í Háskólann á Akureyri gæti skólinn þurft að grípa til aðgangstakmarkana. Ef til þess kemur geta umsækjendur eftirfarandi námsleiða bætt stöðu umsóknar sinnar með því að skila inn ferilskrá og kynningarbréfi sem viðhengi með umsókninni.

Félagsvísindi, fjölmiðlafræði eða nútímafræði
Fagnám fyrir sjúkraliða - kynningarbréf umsækjanda
Iðjuþjálfunarfræði
Líftækni eða sjávarútvegsfræði
Lögfræði
Lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn
Viðskiptafræði

Umsækjendur um nám í kennarafræði skulu skila inn eftirfarandi:

Starfsferilsvottorði ef umsækjandi hefur starfað við leik-, grunn-, eða framhaldsskóla
Staðfestingu á reynslu sem leiðbeinandi, hópstjóri eða þjálfari/aðstoðarþjálfari í íþrótta- og æskulýðsstarfi ef umsækjandi hefur slíka reynslu

Umsókn lokið, hvað svo?

Upplýsingar vegna umsóknar geta verið einstaklingsbundnar. Hér getur þú fundið svör við helstu spurningum sem vakna við umsóknarferlið.

Framhaldsnám

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn um framhaldsnám

 Skila þarf inn gögnum fyrir 5. júní.

1. Staðfest afrit af bakkalárprófskírteini eða sambærilegu prófskírteini með námsferilsyfirliti

Háskólinn á Akureyri tekur á móti skönnuðum afritum af staðfestum gögnum um fyrra nám umsækjenda sem gild fylgigögn með umsókn um nám við HA.

Umsóknir eru ekki teknar til afgreiðslu nema að þeim fylgi staðfest gögn um fyrra nám. Skönnuð afrit af staðfestum gögnum eða stafrænt undirrituð skjöl má hengja við umsóknina (á .pdf-sniði) eða senda þau í tölvupósti á nemskra@unak.is

Þá má einnig senda gögn á pappír í bréfapósti á:

Háskólinn á Akureyri
b.t Nemendaskrá
Norðurslóð 2
600 Akureyri

Nemendur brautskráðir frá HA þurfa þó ekki að skila skírteini.

Athugið að ljósmyndir (sem dæmi .jpg-snið eða .png-snið) af skírteinum er ekki teknar gildar.

Skönnuð prófskírteini skulu vera í frumriti eða staðfest afrit með stimpli frá viðkomandi skóla.

HA áskilur sér rétt til að kalla eftir frumritum prófskírteina áður en umsókn er tekin til afgreiðslu.

2. Skjal með viðbótarupplýsingum

Allir umsækjendur um eftirfarandi námsleiðir skulu fylla út sérstakt skjal með viðbótarupplýsingum og senda það sem viðhengi í umsókninni sjálfri:

Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum (MS 120 ECTS og diplóma, kynningarbréf)
Heimskautaréttur
Lögfræði
Rannsóknatengt meistaranám í auðlindafræði
Rannsóknatengt meistaranám í félagsvísindi
Rannsóknatengt meistaranám í sálfræði
Rannsóknatengt meistaranám í viðskiptafræði

Umsækjendur um nám í menntunarfræði skulu skila inn eftirfarandi:

Starfsferilsvottorði ef umsækjandi hefur starfað við leik-, grunn-, eða framhaldsskóla