Merkið er hannað af Atla Hilmarssyni. „Merkið vísar í innviði og andlegt atgervi. Það ber með sér dirfsku og þor. Það vísar í staðhætti. Það er laust við tilgerð og er ákaflega einfalt og beinskeytt í notkun."
Merkið endurspeglar stílhreinar línur í húsum háskólans og Íslandsklukkunni. Þannig er það í senn traust og framsækið. Það er auðveldlega hægt að lesa upphafsstafina HA út úr því og jafnvel UA. Þeir sem hafa fjörugt ímyndunarafl geta séð karl og konu út úr því og þar kemur jafnréttið til skjalanna. Í því eru þekkt tákn úr raunvísindum og leturgerðin er af húmanískum toga. Þannig vísar það til menntunar og er um leið alþjóðlegt.
Merki HA á gagnsæjum grunni
Merki (e. logo) HA í pdf
Hönnunarstaðall
Merkið á helst að nota í rauðu án ramma.
Merkið birtist eingöngu í rauðu, svörtu eða hvítu og ætti að vera notað í öllu birtu efni – prenti, stafrænu formi, bréfsefni, bæklingum, plakötum inni og úti, skiltum og svo framvegis
Undantekning: Við notkun á merkinu utanhúss eða ef nauðsynlegt er að aðgreina það skýrt frá öðru myndefni má nota negatíft merki á rauðum eða svörtum ramma.
Andrými og pláss
Merkið þarf alltaf að geta andað, hafa andrými með auðu plássi sem greinir það frá öðru efni og verndar frá truflun af sjónrænu áreiti. Ekkert grafískt efni eða letur má fara inn fyrir þau mörk sem hér er lýst.
Grundvallarreglan ætti að vera að hafa alltaf eins mikið pláss í kringum merkið og hægt er.
Það sem má og má ekki
- Hingað til hefur því verið lýst hvernig nota má merkið, bæði grafík og letur. Hér eru dæmi um notkun sem er bönnuð, það sem ekki má.
- Ekki setja litaða merkið á svartan eða litaðan bakgrunn
- Ekki setja merkið á flóknar bakgrunnsmyndir
- Ekki breyta lit merkisins
- Ekki breyta hlutföllum eða öðrum eiginleikum merkisins og ekki aðskilja grafík þess og letur
- Ekki snúa eða raska/skekkja/umbreyta merkinu
- Ekki nota effekta eins og skugga, upphleypingu eða annað slíkt
Litir
Aðallitirnir eru rauður, hvítur, grár og svartur.
Hvítur er óaðskiljanlegur hluti af merkinu og ber að hafa það í huga við hönnun alls efnis eða skilja eftir gott hvítt pláss fyrir merkið.
Það er alltaf betra að gefa upp Pantonelitagildi fyrir betri útkomu úr prenti.
Aðallitir
Rauður
- CMYK fyrir húðaðan pappír: C0 M100 Y100 K20
- CMYK fyrir óhúðaðan pappír: C0 M100 Y100 K10
- PANTONE Coated: 1797 C
- RGB: R196 G22 B28
- HEX: #c4141c
Grár
- CMYK: C30 M30 Y30 K60
- PANTONE: 432 U/C
- RGB: R91 G88 B85
- HEX: #5b5855
Svartur
- CMYK: C0 M0 Y0 K100
- PANTONE: Black C
- RGB: R25 G25 B25
- HEX: #191919
Hvítur
- CMYK: C0 M0 Y0 K0
- PANTONE: -
- RGB: R255 G255 B255
- HEX: #ffffff
Litir fræðasviða og aukalitir
Hug- og félagsvísindasvið - Appelsínugulur
- CMYK: C0 M65 Y100 K0
- PANTONE: 1665 U/C
- RGB: R212 G114 B23
- HEX: #d47217
Heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasvið - Blár
- CMYK: C90 M50 Y10 K0
- PANTONE: 7461 C
- RGB: R0 G116 B174
- HEX: #0074ae
Letur
Taz er okkar staðlaða leturgerð. Við notum það í öllu okkar efni. Hafið samband við markaðs- og kynningarsvið til að óska eftir leturgerðinni.
Ef ekki er hægt að nota Taz letur, til dæmis í vefpósti, mælum við með að nota innbyggt letur eins og Arial Narrow, Regular og feitletrað í staðinn.