Merki Háskólans á Akureyri

Merkið er hannað af Atla Hilmarssyni. „Merkið vísar í innviði og andlegt atgervi. Það ber með sér dirfsku og þor. Það vísar í staðhætti. Það er laust við tilgerð og er ákaflega einfalt og beinskeytt í notkun."

Merkið endurspeglar stílhreinar línur í húsum háskólans og Íslandsklukkunni. Þannig er það í senn traust og framsækið. Það er auðveldlega hægt að lesa upphafsstafina HA út úr því og jafnvel UA. Þeir sem hafa fjörugt ímyndunarafl geta séð karl og konu út úr því og þar kemur jafnréttið til skjalanna. Í því eru þekkt tákn úr raunvísindum og leturgerðin er af húmanískum toga. Þannig vísar það til menntunar og er um leið alþjóðlegt.

Rautt lógó á gagnsæjum grunni Svart lógó á gagnsæjum grunni Hvítt lógó á gagnsæjum grunni

Hönnunarstaðall

Merkið á helst að nota í rauðu án ramma.

Merkið birtist eingöngu í rauðu, svörtu eða hvítu og ætti að vera notað í öllu birtu efni – prenti, stafrænu formi, bréfsefni, bæklingum, plakötum inni og úti, skiltum og svo framvegis

Undantekning: Við notkun á merkinu utanhúss eða ef nauðsynlegt er að aðgreina það skýrt frá öðru myndefni má nota negatíft merki á rauðum eða svörtum ramma.

Andrými og pláss

Merkið þarf alltaf að geta andað, hafa andrými með auðu plássi sem greinir það frá öðru efni og verndar frá truflun af sjónrænu áreiti. Ekkert grafískt efni eða letur má fara inn fyrir þau mörk sem hér er lýst.

Grundvallarreglan ætti að vera að hafa alltaf eins mikið pláss í kringum merkið og hægt er.

Það sem má og má ekki

  • Hingað til hefur því verið lýst hvernig nota má merkið, bæði grafík og letur. Hér eru dæmi um notkun sem er bönnuð, það sem ekki má.
  • Ekki setja litaða merkið á svartan eða litaðan bakgrunn
  • Ekki setja merkið á flóknar bakgrunnsmyndir
  • Ekki breyta lit merkisins
  • Ekki breyta hlutföllum eða öðrum eiginleikum merkisins og ekki aðskilja grafík þess og letur
  • Ekki snúa eða raska/skekkja/umbreyta merkinu
  • Ekki nota effekta eins og skugga, upphleypingu eða annað slíkt

Myndabanki

Húsnæði