Sálfræðiþjónusta

Notalegt andrúmsloft á skrifstofu Náms- og starfsráðgjarfar

Stúdentar við HA geta sótt sér sálfræðiþjónustu hjá Náms- og starfsráðgjöf háskólans. Þjónustan er stúdentum að kostnaðarlausu.

Áhersla er lögð á hópnámskeið byggð á hugrænni atferlismeðferð. Í því fellst sex vikna HAM námskeið við þunglyndi og kvíða. Tímar eru vikulega í 90-120 mínútur, í lok hvers tíma eru lögð fyrir heimaverkefni. Auk þess er hægt að óska eftir ráðgjöf og stuðningi í einstaklingsviðtölum.

Sálfræðiþjónustan er í boði bæði á staðnum og í rafrænu formi.

Þjónustunni er ekki ætlað að fást við alvarleg sálmein svo sem langvinna geðsjúkdóma eða fíknisjúkdóma en leitast er við að vísa á viðeigandi úrræði innan heilbrigðisþjónustunnar.

Sálfræðiþjónustan er á F-gangi inn af bókasafni HA, skrifstofa F213.

Hafa samband

Ef þú hefur áhuga á að nýta þér þjónustuna getur þú sent tölvupóst á netfangið sali@unak.is. Einnig má hafa samband við náms- og starfsráðgjafa sem vísar málum til sálfræðings.

Opinn símatími

Þú getur einnig hringt í opinn símatíma á mánudögum milli klukkan 14:30-15:30 í síma 460-8034. Þar getum við planað viðtalstíma og rætt um þjónustuna.

Hagnýt ráð í háskólanámi

Í krefjandi háskólanámi getur verið eðlilegt að finna fyrir áhyggjum, kvíða og depurð. Stundum fara þó slíkar tilfinningar að trufla námsárangur og lífsgæði. Þá getur verið tilefni til að grípa inn í. Hér er farið yfir nokkur hagnýt ráð sem geta gagnast í slíkum tilfellum og hjálpað til við að ná tökum á aðstæðum.

Stundum dugar að tileinka sér það sem kemur fram hér og líðan batnar, en ef vandinn er hins vegar enn til staðar gæti verið gott að leita aðstoðar fagfólks. Hafðu samband við sálfræðing háskólans eða leitaðu til heilsugæslu ef þú telur þig þurfa meiri hjálp.

Gagnlegir tenglar

Dæmi um stofnanir og samtök sem hægt er að leita til:

Aflið - Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi (Akureyri)
Aðalstræti 14, 600 Akureyri
461-5959 aflid@aflidak.is

Bjarkarhlíð (Reykjavík)
Bjarkarhlíð við Bústaðarveg
553-3000 bjarkarhlid@bjarkarhlid.is

Bjarmahlíð (Akureyri)
Aðalstræti 14, 600 Akureyri
551-2520 bjarmahlid@bjarmahlid.is

Grófin – geðverndarmiðstöð (Akureyri)
Hafnarstræti 94, 600 Akureyri
462-3400/846-3434 grofin@outlook.com

Heilsugæslur - Heilsuvera
Staðsettar víðsvegar um land.

Hugarafl – Valdefling (Reykjavík)
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
414-1550 hugarafl@hugarafl.is

Miðjan – hæfing og dagþjónusta (Húsavík)
Árgata 12, 640 Húsavík
464-1201

Pieta
Baldursgötu 7, 101 Reykjavík
Aðalstræti 14, 600 Akureyri
552-2218 (allan sólarhringinn) pieta@pieta.is

Rauði krossinn
Efstaleiti 9
1717 Netspjall

Stígamót (Reykjavík)
Laugavegur 170, 105 Reykjavík
562-6868

Lesefni

HAM meðferðarhandbók Reykjalundar

Fjölbreytt HAM lesefni á ensku frá CCI

Fjölbreytt HAM lesefni á ensku frá NHS

Myndbönd

Hjálpleg, stutt sjálfshjálpar myndbönd