Við leggum áherslu á góða þjónustu við nemendur og greiðan aðgang að margvíslegum rafrænum gagnasöfnum, bókum og tímaritum á fræðasviðum háskólans. Starfsfólk safnsins veitir ráðgjöf og aðstoð við upplýsinga- og heimildaleitir, millisafnalán, notkun gagna-, tímarita- og rafbókasafna, annast kennslu og þjálfun í upplýsingalæsi og fleira.
Gagnasöfn
Hér getur þú fundið gagna-, tímarita- og rafbókasöfn í landsaðgangi, opnum aðgangi og í áskrift bókasafnsins.