Námsleiðinni er ætlað að mæta sívaxandi þörf fyrir menntun á sviði upplýsingatækni.

Námið gagnast öllum sem áhuga hafa á að efla menntun sína og starfshæfni á sviði upplýsingatækni, hvort heldur sem er á vettvangi skóla eða annarra stofnana sem sinna fræðslu.

Tengdar námsleiðir:

Er námið fyrir þig?

  • Vilt þú auka hæfni þína í notkun upplýsingatækni í skólastarfi?
  • Hugsar þú út fyrir kassann?
  • Langar þig að efla skólastarf?
  • Vilt þú stuðla að skólaþróun?
  • Hefur þú áhuga á að byggja upp stafrænt lærdómssamfélag?
  • Langar þig að efla þátt upplýsingatækni í skólastarfi?
  • Viltu verða hæfari í að mæta ólíkum þörfum?

Fyrirkomulag náms

Brautarstjóri námslínunnar er Rannveig Oddsdóttir.

Kennsla fer fram í staðbundnum námslotum í Háskólanum á Akureyri og er skyldumæting í þær. Jafnframt eru margvíslegir möguleikar notaðir við miðlun efnis og til gagnvirkra samskipta.

Stúdentar geta sótt námskeið á meistarastigi við aðrar deildir HA og í gesta- eða skiptinámi.

Áherslur námsins

Áhersla er á að efla stúdenta til frumkvæðis og forystu í þróun skólastarfsins, með hagnýtingu stafrænnar tækni að leiðarljósi.

Stafræn tækni er nýtt í kennsluháttum þannig að stúdentum gefst tækifæri til að læra með því að nota slík verkfæri í náminu.

Lögð er áhersla á að stúdentar verða færir um að taka að sér hlutverk leiðtoga í menntastofnunum á sviði stafrænnar tækni í námi og kennslu.

Þú getur skoðað skipulag námsins á Uglu, kennsluvef háskólans.

Möguleikar að námi loknu

Nám í menntavísindum hentar sérstaklega vel þeim sem hafa reynslu af fræðslustörfum og vilja dýpka þekkingu sína og efla sig í starfi. Jafnframt eykur það hæfni til að stunda frekara nám. Stúdentar sem lokið hafa viðbótarnámi í menntavísindum geta bætt við sig 60 ECTS einingum til MA-prófs í menntavísindum.

Hæfni í íslensku

Samkvæmt reglugerð um hæfniramma með viðmiðum fyrir almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla skal kennari við brautskráningu úr kennaranámi við íslenska háskóla búa yfir hæfni í íslensku sem samsvarar að lágmarki C1 í Evrópska tungumálarammanum.

Því eru þau sem ekki hafa íslensku sem fyrsta mál og sækja um grunn- eða framhaldsnám við Kennaradeild beðin um að meta færni sína í íslensku og fylla út sjálfsmatsramma Evrópuráðsins.

Hér má sjá Tungumálaramma Evrópuráðsins.

Námskeið við Kennaradeild eru almennt kennd á íslensku.

Inntökuskilyrði

Bakkalárpróf eða sambærilegt próf með 2. einkunn eða hafa leyfisbréf útgefið fyrir árið 2009.

Hér getur þú lesið meira um inntökuskilyrði háskólans.