Sálfræðin nálgast samband huga, heila og hegðunar með vísindalegri aðferðafræði.

Námið er rannsóknatengt og sniðið að þínu áhugasviði. Námið veitir góðan undirbúning fyrir doktorsnám í sálfræði, félagsvísindum og heilbrigðisvísindum.

Er námið fyrir þig?

  • Hefur þú áhuga á hegðun, huga og heila?
  • Viltu taka þátt í umræðum um samfélagslegar breytingar og þróun lífsgæða?
  • Hefur þú áhuga á úrvinnslu gagna?
  • Viltu hafa áhrif með rannsóknum?
  • Hefur þú áhuga á því hvernig þekking í sálfræði verður til?
  • Vilt þú læra meira um hvernig á að spyrja réttu spurninganna?
  • Hefur þú áhuga á að vinna með megindleg gögn?
  • Vilt þú öðlast dýpri þekkingu á því hvernig á að setja upp rannsókn?

Áherslur námsins

Námsáætlun er sniðin að áhugasviði þínu í samráði við leiðbeinanda. Tvær námsleiðir eru í boði:

  1. Námskeið til 60 eininga og meistararitgerð til 60 eininga.
  2. Námskeið til 30 eininga og meistararitgerð til 90 eininga.

Þú tekur námskeið við HA eða aðra innlenda eða erlenda háskóla. 

Hver stúdent nýtur stuðnings meistaranefndar við ritun meistararitgerðarinnar. Hún samanstendur af sérfræðingum á viðkomandi sviði.

Möguleikar að námi loknu

Meistaragráðan veitir traustan grunn fyrir doktorsnám í sálfræði, félagsvísindum og heilbrigðisvísindum við innlenda og erlenda háskóla.

Námið veitir einnig góðan undirbúning fyrir margvísleg sérfræði- eða rannsóknarstörf sem krefjast hæfni í söfnun, meðferð og úrvinnslu gagna.

Inntökuskilyrði

Námið er opið stúdentum sem hafa lokið prófi á bakkalársstigi við viðurkenndan háskóla með fyrstu einkunn og fengið samþykki væntanlegs leiðbeinanda fyrir rannsóknarspurningu sinni. Inntaka í meistaranám er háð því að kennari við sálfræðideild HA með sérþekkingu á viðkomandi sviði sé tilbúinn að leiðbeina stúdentum.

Sækja má um námið utan almenns umsóknartímabils. 

Umsagnir

Framhaldsnám við Sálfræðideild Háskólans á Akureyri er nám í megindlegri sálfræði á meistarastigi. Við leggjum áherslu á einstaklingsbundið, hagnýtt nám í rannsóknaraðferðum og þekkingaröflun sem býr nemendur vel undir frekara framhaldsnám í sálfræði en gerir þá einnig eftirsótta í sérfræðistörf sem krefjast gagnrýnnar hugsunar, vöndunar í meðferð gagna, frumkvæðis og þekkingar á mannlegu eðli.

Guðmundur T. Heimisson
deildarforseti Sálfræðideildar