Skráning í námskeið og próf

Þú þarft að staðfesta skráningu í námskeið í Uglu eða á þjónustuborði nemendaskrár. Ef þú staðfestir ekki námskeið verður þú skráð/ur úr því, námsferli þínum lokað og þá getur þú ekki tekið próf.

  • Þú þarft að staðfesta námskeið á haustmisseri (og breyta vali ef þú vilt) frá upphafi misseris til 15. september
  • Þú þarft að staðfesta námskeið á vormisseri frá upphafi misseris til 20. janúar

5.000 króna gjald er rukkað fyrir að opna námsferla stúdenta sem ekki hafa staðfest námskeiðaskráningu sína innan auglýstra tímamarka. Hér má sjá gjaldskrá HA.

Skráning úr námskeiðum og prófum

Frestur til þess að skrá sig úr námskeiðum haustmisseris rennur út þann 1. nóvember og 1. apríl fyrir vormisseri. Skráning úr námskeiði er einnig skráning úr prófi.

Þú skráir þig úr námskeiðum í Uglu undir Uglan mín > Námskeiðin mín > Fyrir aftan hvert námskeið er tákn fyrir úrsögn úr námskeiði. Athugaðu að staðfesta þarf valið svo úrsögn taki gildi. Breytingar á námskeiðaskráningu koma fram í stundatöflu eftir þrjá klukkutíma.

Brautskráning

Skráning í Uglu vegna brautskráningar í júní er á tímabilinu janúar til mars.

Kannaðu hvort þú hafir staðist allar kröfur sem gerðar eru til útskrifar áður en þú skráir þig.