Skráning í námskeið og próf

Þú þarft að staðfesta skráningu á námskeið í Uglu. Ef þú staðfestir ekki námskeið verður þú skráð/ur úr því.

  • Þú þarft að staðfesta námskeið á haustmisseri (og breyta vali ef þú vilt) á tímabilinu 5. til 15. september
  • Þú þarft að staðfesta námskeið á vormisseri í Uglu á tímabilinu 10. til 20. janúar

Skráning úr námskeiðum og prófum

Skráning úr námskeiði er einnig skráning úr prófi. Þú skráir þig úr námskeiði með því að senda tölvupóst á nemendaskrá (nemskra@unak.is) eða skrifstofustjórann þinn.

Frestur til þess að skrá sig úr námskeiðum haustmisseris rennur út þann 5. nóvember og 1. apríl fyrir vormisseri.

Brautskráning

Skráning í Uglu vegna brautskráningar í júní er á tímabilinu janúar til mars.

Kannaðu hvort þú hafir staðist allar kröfur sem gerðar eru til útskrifar áður en þú skráir þig.

Nánar um brautskráningu.

Nánar um Háskólahátíð.