Skráning í námskeið og próf

Þú þarft að staðfesta skráningu í námskeið í Uglu. Ef þú staðfestir ekki námskeið verður þú skráð/ur úr því, námsferli þínum lokað og þá getur þú ekki tekið próf.

  • Þú þarft að staðfesta námskeið á haustmisseri (og breyta vali ef þú vilt) frá upphafi misseris til 15. september
  • Þú þarft að staðfesta námskeið á vormisseri í Uglu frá upphafi misseris til 20. janúar

Skráning úr námskeiðum og prófum

Þú skráir þig úr námskeiðum í Uglu undir Uglan mín > Námskeiðin mín. Frestur til þess að skrá sig úr námskeiðum haustmisseris rennur út þann 5. nóvember og 1. apríl fyrir vormisseri. Skráning úr námskeiði er einnig skráning úr prófi.

Brautskráning

Skráning í Uglu vegna brautskráningar í júní er á tímabilinu janúar til mars.

Kannaðu hvort þú hafir staðist allar kröfur sem gerðar eru til útskrifar áður en þú skráir þig.