Námsráðgjöf

Miðstöð náms- og starfsráðgjafar

Náms- og starfsráðgjafar veita nemendum persónulega ráðgjöf. Allir geta leitað til námsráðgjafa – líka þeir sem eru ekki í HA. Þjónustan er gjaldfrjáls.

Hvað gera náms- og starfsráðgjafar?

Þjónusta náms- og starfsráðgjafa er einstaklingsbundin. Meðal þess sem þeir gera er:

  • Leiðsögn, kennsla og ráðgjöf um bætt vinnubrögð í námi og námstækni
  • Ráðgjöf um námsval, námsframvindu og námskeiðsval
  • Ráðgjöf, leiðsögn og skráning vegna sérúrræða í námi
  • Kennsla, til dæmis námskeið í námstækni og í kvíðastjórnun, og stutt örnámskeið um allt mögulegt sem tengist náms- og starfsráðgjöf og persónulegri ráðgjöf
  • Starfsráðgjöf, áhugsaviðskönnun og námskeið

Við störfum í þágu nemenda og gætum hagsmuna þeirra. Það má tala um allt milli himins og jarðar við okkur og öll samtöl eru trúnaðarmál.

Viðtöl og stuðningur

Viðtöl felast meðal annars í því að styðja nemendur og efla þá til árangurs í námi. Einnig að hjálpa þeim að finna styrkleika sína og áhuga.

Tímabókanir

Námskeið og örfyrirlestrar

  • Miðstöðin býður upp á netnámskeið um almenna námstækni og kvíðastjórnun.
  • Örfyrirlestrarnir eru stuttir og fjölbreyttir fyrirlestrar um ýmis málefni. Þeir eru aðgengilegir fyrir alla nemendur og eru ókeypis.

Nánari upplýsingar