Námsráðgjöf

Árný hjá NSHA ræðir við stúdent á skrifstofunni sinni

Náms- og starfsráðgjafar veita nemendum persónulega ráðgjöf. Allir geta leitað til námsráðgjafa – líka þeir sem eru ekki í HA. Þjónustan er gjaldfrjáls.

Hvað gera náms- og starfsráðgjafar?

Þjónusta náms- og starfsráðgjafa er einstaklingsbundin. Meðal þess sem þeir gera er:

  • Leiðsögn, kennsla og ráðgjöf um bætt vinnubrögð í námi og námstækni
  • Ráðgjöf um námsval og námsframvindu
  • Ráðgjöf, leiðsögn og skráning vegna sértækra úrræða í námi
  • Ráðgjöf um líðan, persónuleg málefni og jafnvægi hlutverka
  • Kennsla, til dæmis prófkvíðanámskeið, námskeið í námstækni og stutt örnámskeið um allt mögulegt sem tengist náms- og starfsráðgjöf og líðan stúdenta
  • Starfsráðgjöf, áhugasviðskönnun og námskeið

Við störfum í þágu nemenda og gætum hagsmuna þeirra. Það má tala um allt milli himins og jarðar við okkur og öll samtöl eru trúnaðarmál.

Viðtöl og stuðningur

Viðtöl felast meðal annars í því að styðja nemendur og efla þá til árangurs í námi. Einnig að hjálpa þeim að finna styrkleika sína og áhuga.

Tímabókanir

Námskeið og örfyrirlestrar

  • Náms- og starfsráðgjöf HA býður upp á netnámskeið við prófkvíða gegn vægu gjaldi.
  • Námstækni er opin síða á Canvas fyrir alla stúdenta HA gjaldfrjálst. 
  • Örfyrirlestrarnir eru stuttir og fjölbreyttir fyrirlestrar um ýmis málefni. Þeir eru aðgengilegir fyrir alla nemendur og eru ókeypis.

Nánari upplýsingar

Við ráðleggjum ykkur að leita til skrifstofu fræðasviðs eða deildar með erindi er varða:

  • Kennslufyrirkomulag
  • Skipulag og uppsetningu náms
  • Inntökuskilyrði
  • Breytingar á skráningum 
  • Mat á fyrra námi